Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1923, Side 9

Heimilisblaðið - 01.03.1923, Side 9
HEIMILISBLAÐIÐ 41 baróns, en hann hengdi niður höfuðið. „Eg skal segja yður það, Jósef barón, að faðir minn heldur, að allar gæsir hans séu svanir“. „Hann heldur, að einkasvanurinn hans sé stundum ofurlítil gæs“, sagði Purfleet ástúð- lega; „en það getur vel verið, að Vivien hafi rétt fyrir sér; hinn ungi vinur minn er all- ákafur og heitt í honum blóðið; eg er orð- inn þeim vanur, þessum æðikollum, en þér — jæja, Vivien hefir eflaust rétt fyrir sér. Góð- ar nætur!“ „Og eg þakka yður fyrir einkar hugnæmt °g gott kvöld, kæri herra Jósef barón“, sagði Vivien með blíðasta brosi. Það óð margt á Vivien á heimleiðinni; hún henti gaman að sumum gestunum; en hún var of vel siðuð til þess, að hún færi að henda gaman að sjálfum heimbjóðandanum; hún mintist ekki einu sinni á hann. Purfleet lá- varður hafði mesta gaman af tilsvörum henn- ai', en þegar þau voru komin inn í bókhlöð- una, þá segir hann alt í einu við hana: „Hvernig stóð á því, Vivien, að þú vildir ekki að eg hefði Róbert Aden með mér til Jósefs baróns?“ Hún ypti öxlum og geispaði léttan. „Til hvers væri það?“ sagði hún. „þeim lenti bara saman. Jósef barón er eins og stein- gervingur, eins og tinna —“. „Og Róbert Aden er úr stáli“, sagði Pur- fleet brosandi, „og þegar stáli og tinnu slær saman, þá — ?“ „Einmitt það“, sagði hún; „þess vegna er bezt að stía þeim sundur“. „Þú ert annars töluvert hyggin í tali, litla gæsin mín“, sagði hann. „Góðar nætur, svan- uHnn minn“. — Hann kysti hana ástúðlega og síðan gekk hún til herbergis síns. Vivien lét þernu sína sem fyrst frá sér fara og sat svo og horfði á mynd sína í speglinum; hún var einkar fríð synum, en hinn óvenjumikli roði í kinnum hennar nú, jók mjög á fegurð hennar, og Ijóminn í augum hennar og ástúðlegu drætt- írnir í kringum munninn; hún laut fram á við og virti andlitsmynd sína fyrir sér út í hörgul; að því búnu hallaði hún sér aftur á bak og andvarpaði léttan og ánægjulega, af því að hún fann, hversu mikið töfravald hún hafði. Henni fanst það á sér, að senn væri barátta fyrir hendi, og hún var ánægð með vopnin, sem henni voru gefin. Nú var hún búin að komast að leyndarmálum baróns- ins: Róbert Aden var bróðursonur hans og erfingi að barónsnafnbótinni, og svo gat far- ið, að hann erfði miklu meira. Hún átti raun- verulega baráttu fyrir höndum, hún vissi, að hún mundi verða alvarleg, því að einmitt á þessu kvöldi hafði hún ásett sér að útvega Róbert Aden öll sín réttindi, og snúa honum á réttan veg, og jafnframt hafði hún einsett sér að giftast honum. Ekki var það þó af því, að hún þyrfti við ríkrar giftingar, sakir fá- tæktar; ekki var það heldur af því, að Ró- bert Aden vært hár að tign né auðkýfingur, þó að svo færi, að hann fengist til að sleppa sínum fáránlegu skoðunum og kæmist aftur á sinn stað, — nei, ástæða Viviens var bezta ástæðan, sem nokkur kona getur haft — hún vildi giftast honum af því að hún elskaði hann. X. það var ekki nema eðlilegt, að Róbert Ad- en hugsaði mjög til lafði Vivien kvöldið eft- ir það, er hann átti tal við Purfleet lávarð um útflutningsáform sitt. Hún var ákaflega fögur; hann mintist þess ekki, að hann hefði séð fegra hár; það var eirgylt, alveg eins og listamenn Flórentzborgar voru vanir að hafa það á myndamótum sínum; aldrei hafði hann séð neitt yndislegra og mýkra, og þó fanst honum hana vanta eitthvað. þegar hann sá hana, þá duttu honum í hug hin kínversku, brothættu postulíns-listasmíði, sem allir eru hræddir við að snerta, og bezt eru fallin til að vera til sýnis undir gleri. Vivien svipaði til þeirra listagripa. Og þó hafði þessi fríða, skreytta hefðar- mey, auðkýfingur í húð og hár, ekki aðeins verið einkar náðug við hann, heldur blátt L

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.