Heimilisblaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 12
44
HEIM ILISBLAÐIÐ
manni í trúnaði alt af létta um Myrtle, hann
hafði nú hvort sem var hjálpað henni tvis-
var, og ekki var annað hægt að sjá, en að
hann væri hinn bezti drengur. „Eg fann
hana og tók hana að mér, þegar hún var
smábarn, af því að eg átti engin börn
sjálfur —
„það var fallega gjört af yður“, sagði
Brian, og varð svo títt um þetta, að hann
gleymdi allri þreytu.
„Og þér vitið ekkert, hvernig á henni
stendur?" spurði hann.
„Nei“, sagði Giggles ang-urvær, „eg hefi
aldrei spurzt neitt fyrir um hana; eg geymdi
fötin hennar — bamsfötin hennar, á eg við,
læsti þau niður; á þeim var nafn, en alt þetta
þreytir yður víst“, sagði hann svo, ekki af
tortrygni, heldur af því, að hann mintist þess
þá, að Brian vai* aðkomumaður.
„pér sögðuð, að Myrtle — hvert var hitt
nafnið, nafnið, sem þér gáfuð henni?“
„Eg nefndi hana aldrei neitt“, sagði Giggl-
es; „sjálfur heiti eg Scrutton, og það var
hún kölluð; eg hefði vel getað fundið upp
nafn, sem svaraði til bókstafanna; en mér
fanst það ekkert þýða; við erum ekki svo
gjörhugulir um nöfn manna hérna í Digby-
stræti“.
„Já, eg skil það“, sagði Brian, „dóttir yð-
ar, Myrtle, átti þó tvo vini héma í húsinu —
blinda stúlku og dreng, sem var með henni.
það var hann, sem sendi mig hingað í gær-
kvöldi".
„Ó, það er hún Minnie! Já“, sagði Giggles,
„en þau vita ekkert, þau hafa ekki hugmynd
um, hvað af Myrtle er orðið. Minnie og
Myrtle voru góðir vinir, eins og eðlilegt var,
þar sem þær bjuggu saman, að heita mátti;
hún er óttalega leið út af þessu, og drengur-
inn líka; hann hefir hjálpað mér til að leita
að Myrtle, en eins og eg sagði, þá kom það
fyrir ekki, og það vissi eg nú líka fyrir. Hún
er farin leiðai* sinnar fyrir fult og alt, og
væri eg ekki hræddur um, að henni yrði eitt-
hvað að meini, þá væri eg alls ekkert leiður
út af því, þó að hún sé ekki heima. Kona
mín drekkur“, sagði hann svo blátt áfram,
rétt eins og hann hefði sagt, að hún væri
jarphærð, eða hún væri farin að verða þykk
undir belti. „Nei, það er ekki staður fyrir
unga stúlku — heimilið að tarna“.
Brian stóð upp og litaðist um í stofunni og
virti fyrir sér hið sorgþrungna og niður-
beygða gamalmenni.
„Mig tekur það sárt yðar vegna“, sagði
Brian hljóðlega, „eg skil yður svo ósköp vel
— eg veit, að þér saknið hennar sárt; þér
hljótið að vera órólegur út af henni, þér unn-
uð henni hugástum“.
Giggles hneigði höfuðið við því; það var
heilt djúp af hrygð í þeirri höfuðhneigingu
og í hinum einföldu orðum, sem hann mælti
samtímis: „Hún var alt það, sem eg unni og
eg hafði að lifa fyrir“.
„pér getið víst alls ekki gefið mér hina
minstu vísbendingu um, í hvaða átt hún muni
hafa farið?“ sagði Brian. „Hvar voru helzt
líkur til, að hún mundi leita sér atvinnu?
Hafði hún nokkra peninga hjá sér?“ spurði
hann skyndilega og kvíðablandinn.
„Einn skilding (shilling)“, svaraði Giggl-
es; varð þá Brian þungt niðri fyrir, er hann
heyrði það. „Hann endist henni nú víst ekki
lengi En eg ætlaði varla að fá hana til að
taka við honum; hún átti að hafa hann fyrir
viðgjörð á stígvélunum sínum. Nei, eg get
ómögulega hugsað mér, hvert Myrtle hefir
flúið. Hafið þér í hyggju að leifu hana uppi?“
,,Já“, sagði Brian, „en eg get ekki fremur
en þér vitað, hvar eg á að byrja; en eg skal
huga að henni; reynið þér að herða upp hug-
ann, Scrutton, hún kemur ef til vill bráðum
í leitirnar“.
Brian tók nú í sveitta og skjálfandi hönd-
ina á gamla manninum og gekk út. Uppi yfir
sér heyrði hann mjúkan og angurblíðan hljóð-
færaslátt; vissi hann þá, að það mundi vera
blinda stúlkan, er væri að spila, og eftir
augnabliks-hik gekk hann upp og drap að
dyrum, þar sem verið var að spila inni. Tad
opnaði hurðina; hann var ógn fölur og
gremjulegur. Minnie var hætt að spila; þeg-