Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1923, Síða 13

Heimilisblaðið - 01.03.1923, Síða 13
45 H E I M ILI ar Brian gekk inn í herbergið; þar var ekki inni nema eitt kerti í stjaka. ,,Pað er maðurinn, sem hjálpaði okkur með hana Myrtle“, sagði Tad við Minnie. Minnie stóð upp og titraði öll á beinunum; Brian snaraði sér að henni og greip í hönd henni. „Hafið þér heyrt það?“ spurði hún sorg- bitin. „Já, eg hefi heyrt það“, sagði hann. „Myrtle“ — það var undursamlegt, hve létt það var að nefna nafnið hennar — „vina yð- ar er horfin“. „Já“, sagði Minnie, og tárin runnu niður vanga hennar, „hún er horfin, og eg er svo hrædd um hana; það er ekki rétt af mér, eg veit það, því að eg veit, að heni er algjörlega óhætt, — sá er til, sem —“. „Þér skuluð ekki vera að fást um, hvað Minnie segir“, sagði Tad afsakandi, eins og hann væri eitthvert veraldarbarn, sem væri að afsaka einhvem, sem ekki hefði komið fram eins og vel þætti sæma, „hún er svo guðrækin, en hún er nú góð samt. Hún ætl- aði óðara að fara til hefðarkonu, sem veitir hiblíuskóla forstöðu, því að þangað hafði Myrtle komið stöku sinnum; en þegar þang- að kom, þá hafði konan ekki orðið hennar vör. Minnie duttu líka fleiri staðir í hug, og leitaði þar, en það kom fyrir ekki; hún er öll á burtu. Ef eg væri stærri og næði lengra, þá skyldi eg lumbra svo á Silky Barge, að ruóðir hans skyldi ekki einu sinni þekkja hann“. „Þegiðu, Tad“, sagði Minnie hljóðlega, „mín er hefndin —“. „Þarna er hún aftur lifandi komin“, sagði Tad alveg utan við sig, „svona er hún alt af ureð biblíuorð á takteinum; hún getur ekki að þessu gjört; það er eitthvað hið innra rueð henni til þess, en það er ekki tilætlun hennar að gjöra nokkrum manni ama með hví. Og það segi eg líka, að guðræknin get- ur verið góð — einkargóð, þegar maður á við veglulega menn saman að sælda,.— en þér SBLAÐIÐ getið reitt yður á, að Silky Barge er ramm- asti guðleysingi — maður getur ekki náð til hans á guðrækninnar vegi“. „Tad er góður drengur", sagði Minnie af- sakandi, en ástúðlega, „hann er orðinn laf- þreyttur af að leita að Myrtle, getið þér ekk- ert hjálpað okkur, herra?“ „Eg ætla að reyna það“, sagði Brian. „þér eruð nú þegar búinn að hjálpa okk- ur“, sagði Minnie. „Við finnum það bæði, Tad og eg, að þér hafið reynst Myrtle góður vin- ur, og okkur um leið, og að þér munið gjöra yður far um að hjálpa okkur nú; sjálf get eg ekkert, af því að —“. „Eg veit það, eg veit það“, sagði Brian og klappaði á höndina á henni; „en þér hafið vei'ið henni einkar hjálpleg og munuð verða það framvegis líka, þegar við erum búin að hafa upp á henni; en hún getur nú líka kom- ið aftur, og gjöri hún það — viljið þér þá ekki koma til mín eftir þessari utanáskrift, Tad, og láta mig vita það, — eg á við, ef þér finnið hana, áður en eg kem sjálfur hing- að aftur“. „Jú, jú“, sagði Tad, og stakk miðanum í vasa sinn, „eg skal víst koma; eg vissi það nú reyndar frá því, er eg sá yður fyrst, að þér voruð góður drengur, og Myrtle vissi það líka, það þori eg að fullyrða, því að Myrtle er fljót að átta sig á hlutunum“. Brian stakk hendinni í vasa sinn og tók hana upp aftur; peninga gat hann ekki boð- ið þeim. Hann kvaddi þau bæði með handa- bandi og kinkaði kolli kompánalega til Tads, og gladdi það drenginn meira en peninga- gjafir. Brian fór nú þaðan til konu, sem hann vissi að unnið hafði mikið starf þar í hverfinu ungum stúlkum til blessunar; hann sagði henni frá Myrtle, eins og þörf var til, en mintist ekkert á, að hún væri tökudóttir Giggles. Frú Raymond — svo hét hún — hlýddi á hann þolinmóðlega og sagði að lok- um: „Kæri vinur, eg held, að þessi leit komi

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.