Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.07.1925, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 93 Stafaiinrs lisfupsstóll endarraistBr. 800 ára afmæli Stafangur-borgar. Simimdaginn 7. júní gerðist sá stórmerki- legi og söguríki atburður með frændpjóð vorri Norðmönnum, að hinii forni biskupsstóll í Stafangri var endurreistur, og samtímis hólt Stafanguv-borg 800 ára afmæli sitt. Yoru par mikil hátíðahöld og stórmenni ríkisins flest samankomin með konunginn í fararbroddi. Seg ir svo í nýkomnum bréfum paðan, að svo megi segja, að hátíðahöldin hafi staðið í heil- an mánuð. f »Dagblaðið«, sem út kom 6. júní sl., skrif- ar Helxji Valtýsson, kennari um pessi hátíða- höld og hina fornfrægu dómkirkju. Fylgir hér kafli úr peirri grein: »I’að var Sigurður konungur Jórsalafari, sem stofnaði biskupsstól í Stafangri um 1125. Leitaði hann sér aðstoðar á Bretlandi, og fékk Þ.aðan virðulegan mann prestlærðan, Reinald að nafni, frá dómkirkjunni í Winchester. Gerði Sigurður konungur hann að biskupi í Staf- angri og fól honum að byggja par dómkirkju. Voru byggingameistararnir að líkindum frá Lretlandi, og var kirkjan sniðin mjög eftir hrezk-rómverskum kirkjum um pær mundir. Segja pað lærðir menn, að dómkirkjan í Staf- angri líkist í mörgu dómkirkjunni í Winchester. Um 1260 skemdist dómkirkjan mjög af eldi, en svo mátti pó segja, að hún risi sem fugl- inn Fönix úr pví báli, fegurri og dýrlegri en áður. Hinn röggsami Árni biskup, er pá sat Stafangurs-biskupsstól, lét endurreisa kirkjuna. Árin 1275—1300 lét hann byggja í viðbót við 'ióinkirkjuna forkunnar fagran og mikinn kór, hágotneskan. Telja lærðir menn og sérfróðir a0 pað sé hin dásamlegasta sameining róm- versks og hágotnesks byggingarstíls, er geri dómkirkjuna í Stafangri að peirri dýrindis- Perlu, sem hún er talin vera meðal kirkna á Norðurlöndum. Gengur hún næst dómkirkjunni 1 Niðarósi, eins og hún var upp á sitt fegurstá. A dögum Árna biskups hafði kirkjuvaldið 1 Norðurálfu náð hámarki sínu. Bendir got- St. Svidhiíns kirkja. neski kórinn hans greinilega á pað. Er hann stór mjög, og voru par mörg ölturu, auk há- altarisins, par sem helgidómarnir voru geymdir, m. a. bein liins helga Sviðhúns, sem dóm- kirkjan er kend við. Kórinn er mjög skreytt- ur að peirrar tíðar hætti, og krosshvelfmgin er frámunalega fögur og dýrleg, — eitt af fegurstu listaverkum gotnesku kirkjubygg- ingar-listarinnar. Undir sameiningu Noregs og Danmerkur fór hér sem oftar, að dómkirkjan og biskups- stóllinn í Stafangri varð Danakonungum pyrnir í augurn — af ýmsum ástæðum. Ivrist- ján 5. skipaði pví 1684 að flytja biskupsstól- inn til Kristjánssands, sem var stofnaður af Kristjáni konungi 4. og heitin í höfuð hon- um. Tótti konungi pessi nýi nafni sinn prosk- ast lítið, og taldi vænlegra um vöxt borgar- innar, er biskupsstóllinn og kirkjuvaldið flytt- ist pangað í viðbót við stjórnarvöld hinnar nýju borgar. Og svo lá Kristjánssandur mikíii nær Danmörku! — En Stafangur átti helzt að jafnast við jörðu, og dómkirkjan forna að grafast og gleyinast!

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.