Heimilisblaðið - 01.07.1925, Qupperneq 11
HEIMILISBLAÐIÐ
97
Ló eg sé bundin við bæinn minn,
og beri’ ekki hrífu að strái um sinn,
sein var pó mín kærasta vinna,
þá fær mér gleði hin fagra sýn,
því faðma eg ánægð börnin mín
og ber þau til bóla sinna.
Mamma.
----^XSX^-----
Dutlungar harðstjórans.
[Niðurl.]
Um kvöldið, þegar liúmið liafði læðst yfir
borgina, þá læddist Klódía náföl, en með
tindrandi augum út úr húsi föður síns; hún
var sveipuð síðri, dökkri kápu og hafði hettu
á liöfði. Pegar óvæntur skarkali barst henni
að eyrum, þá nam hún óðara staðar og hljóp
fyrir eitthvert dimt húshorn og faldi sig þar;
nienn hefðu getað heyrt hjarta hennar slá.
Svona gekk hún lengi, og leitaði uppi þær
götur, þar sem umferðin er minst. Pegar hún
var komin fram hjá hinu nafnkenda leiksviði
Rómaborgar, lá leið hennar út á víðavang alt
1 einu; óbygðar lendur og mannlausir vegir
•'áðu svo langt sem augað eygði.
Hún nam staðar efablandin og titraði. Hún
bugsaði með sér, að sig mundi alt af bresta
það áræði, sem til þyrfti. Hvað var það, sem
leiddi hana áfram yfir allar þessar auðnir al-
eina, fylgdarlausa í náttmyrkrinu, þar sem
Þjófar og óbótamenn annars voru á reiki?
Hún hljóp og hljóp. Loks þreifaði hún upp
niúrvegg í myrkrinu. Hún gekk meðfram
veggnum og hraðaði sér því meira. I’egar
'ninst varði, bar liana að göngum; þar blik-
nðu hjúpuð ljósker í myrkrinu, eins og stjörn-
nr. Hún gerði sér í hugarlund, að þetta væru
grafhvelfingar borgarínnar. Hún áræddi að
bætta sér inn í göngin. I’egar hún var búin
ab ganga svo sem 5—G faðma, J)á var hún
komin inn i nokkurskonar völundarhús. er
’nyndaðist að svölum lábogahvelfingum. Pess-
ar lágu og þröngu svalir urðu rýmri, hingað
°S þangað; ljóskerin lýstu henni á leiðinniog
var eins og þau væru að flýja undan henni.
Loks bárust henni raddir að eyrum; þær
ómuðu á móti henni, en ógn óskýrlega. Hún
heyrði samt að verið var að syngja sálmalag,
þá fyltist hjarta hennar hinum mesta fögnuði;
kom hún nú inn í víða hvelfingu.
Pá sá hún þúsundir manna við Ijósið af
kyndlunuin; lágu þeir þar allir á knjám og
gerðu krossmark fyrir brjósti sér, játuðu syndir
sínar og trú sína. Pað voru karlar og konur
og jafnvel börn og ákölluðu allir nafn Jesú.
Klódía skygndist um eftir manni sínum á meðal
mannfjöldans, hún vissi, að hann hlaut þar
að vera; hún kom líka fljótt auga á liann,
því að hann var auðþektur, og fór {)á hjarta
hennar óðara að slá harðara. Hún virti fyrir
sér göfuga svipinn hans; sárkvalinn var hann
af raunum, sem enginn þekti; hún hafði aug-
un á hinum athugulu augum hans; það skein
eins og himinljómi úr þeim á þessari stundu;
en svo varð henni litið inn í lielli, sem hafði
orðið til við það, að bjargi var lyft burtu
þaðan.
Par stóð gamall maður virðulegur útlits, sem
Klódía kannaðist við; það var Pétur postuli.
Hann lýsti blessun yfir öllum; allir hneigðu
höfuð sin, því að þeir þráðu hina guðlegu
vernd. Að því búnn talaði postulinn, og Ivló-
día hlýddi á með allri athygli liina Ijósu
fræðslu hans og hina föðurlegu rödd hans;
hvorki ámælti hann né hótaði, lieldur sagði:
»Friður sé með yður!«
Sömuleiðis mælti hann: »Elskið hver ann-
an, því þar sem enginn kærleikur er milli
manna, þar er enginn Guð«.
Hann áminti þá ennfremur um að elska
dygðina, fátæktina og þjáninguna, því að það
eru vegirnir, sem liggja til eilífs lífs.
Pað var mikil guðrækni og sakleysi í þess-
um einföldu orðum postulans; allir virtust
vera lmgfangnir af þeim. Klódía heyrði {)essi
orð:
»Skírðu oss, Pétur, skírðu oss!«
Og postulinn tók steinker fult af vatni og
vætti höfuð þeirra.
Pá var eins og björtu himinljósi brygði með
undrakrafti á sál Klódíu; nú var afturhvarfs-
starfið fullnaö í sálu hennar, það sem byrjað