Heimilisblaðið - 01.07.1925, Page 10
96
HEIMILISBLAÐIÐ
láta vald gæti eigi látið hinn guðdómleg'a
kærleika og elsku fótumtroðin átölulaust.
Pannig leið tíminn, par til dag einn um
veturinn að húsbóndi Reynis veiktist mjög
snögglega. Læknis var vitjað, en alt kom
fyrir ekki. Hann lá í 3 daga og andaðist síð-
an. Áleit læknirinn að sjúkdómurinn hefði
verið heilabólga. Sem nærri má geta urðu
þær mæðgur yfirfallnar af sorg. En Reynir
var peirra önnur hönd, enda mátti honum
vera pað ljúft, pví liann saknaði lnisbónda
síns innilega.
Pað leið nú af veturinn, en um vorið opin-
beruðu pau trúlofun sína Reynir og Unnur.
Og vildi pá tengdamóðir hans tilvonandi að
hann tæki við verzluninni, en pað vildi eg
ekki nema hann keypti hennar part, og var
Reynir pví sampykkur, enda hafði eg nú
orðið nóg efni til pess.
Eg fer nú fljótt yfir sögu. Sumarið leið og
um haustið giftust pau Reynir og Unnur.
Iljónaband peirra var farsælt mjög sem eðli-
legt var, par sem pað var bygt á jarðföstu
bjargi hinnar fyrstu æskuástar. Og var pað
mér gleði mikil að sjá að elsku drengurinn
minn hafði öðlast pað, sem eg svo tilfinnanlega
hafði farið á mis við.
Verzlunin blómgaðist ár frá ári, og Reynir
naut ástsældar, virðingar og trausts hjá hverj-
um manni. En pað er frá mér að segja,
að eftir að Reynir flutti frá mér, kunni
eg ekki við mig. Mig vantaði hann að
borðinu, og saknaði hans á kvöldin. Svo
eg flutti mig til peirra ungu hjónanna, en lét
Sigríði fá liúsið fyrir alla hennar trygð eg
dugnað. Fóstri minn var nú dáinn, pegar
petta gerðist, en Kristín gift gildum bónda,
og tóku pau við jörðinni, og var fóstra mín
hjá henni. Og gladdi pað mig oft að geta nú
á elliárum hennar veitt henni marga gleði-
stund, fyrir alla hennar trygð við mig, pegar
eg purfti hennar mest við.
Nú er eiginlega sagan á enda, Gréta mín,
sem eg ætlaði að segja pér. Eftir að foreldr-
ar pínir voru búnir að vera í hjónabandi
liálft annað ár, pá fæddist pú; og síðan hefir
pú verið bjartur sólargeisli í lífi ömmu pinnar.
Og vona eg, að pessi sögupáttur æfi minnar,
sem pú nú hefir heyrt, megi verða pér leið-
arvísir á lífsbraut pinni, svo pú steytir ekki
fót pinn við sama örlagasteininum og lnin
amma pín«.
-----------
Útsýnið.
Sit eg við gluggann með sveininn minn,
sólin svo glöð í bæinn inn
geislunum hlýju hellir.
Horfir út »bútur« með bros á kinn,
á bala er afi með ljáinn sinn
og fríðgrænu stráin fellir.
Útsýnið finst mér hér alt af gott,
alt ber um skaparans hátign vott:
sær og túnfiötur fríður,
og Flesin, sem ómuna öldum frá,
upp hefir staðið úr sæví blá
og öldunum byrginn býður.
Skrúðurinn kollinum skaut úr sjó,
skallanum lyftir í hátignar-ró
og aldrei fyrir Ægi vikur.
Skeglurnar byggja nú Skrúðsbóndans hðll,
skarfa og svartbaka firnindin öll,
af lunda’ er hann líka vel ríkur.
Skamt frá er Andey með æðarvarp
og allmargan ferlegan hræðugarp,
sem hrafninum hótun sendir.
Horfi’ eg á gamlan Halaklett,
hann hefir par Drottinn í fornöld sett,
og augunum upp að vendir.
Langt burt í hylling eg Seley sé,
sú hefir gæðin að láta í té —-
frægustu fiskisetur;
huldufólk býr par í bjargapröng
og býður öllum sín leynigöng,
sem verða par eftir um vetur.