Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1925, Side 16

Heimilisblaðið - 01.07.1925, Side 16
102 HEIMILISBLAÐIB Kristileg hringsjá. Niðjar Lútbers á Pýzkaland iskifta hundruðum. Þeir bera pó ekki nafn hans. Hinn síðasti með })ví nafni var málafluthingsmaðurinn Martin G. Lúther. Ilann dó ókvæntur 1759. Margir peir, sem bera nafn Lúthers eru annaðhvort komn- ir frá bróður hans eða föðurbróður. Nú héldu hreinir niðjar Lúthers ættarhátíð i Erfurt (Herfurðu) á Saxlandi 14. júní p. á. I3að var 400 ára minningarhátíð. Einn af niðjum Lút- hers, Sartorius prestur, safndi ættartöluskrá eða langfeðgatal ættarinnar. Launkristnir menn á Indiandi, ef tii viii frá dög- um Jcsú sjálfs. Sundar Singli liefir oftar en einu sinni gefið í skyn, að hann hafi hitt fyrir’ fjölda laun- kristinna manna á Indlandi. Hann heflr haft mök við pá og áunnið sér trúnað peirra. Peir fullyrða sjálfir, að peir liafl hafst par við alla tíð frá pví á dögum Krists. Á hans dögum hafi indverskur maður, hárrar stéttar, verið í Gyðingalandi og hitt par Jesúrn sjálfan og orðið lærisveinn liáns. Peir eiga sína biblíu fyrir sig, pýdda á Sanskrít, forntnngu Ind- vorja. Ekki lialda peir prédikanir né opin- bera umræðufundi. Sérhver sá, sem skírður er, fær að vita alla leyndardóma péssa fé- lagsskapar; en lieita verða peir pví, að láta engan óskírðan fá neitt að vita. Peir hafa postullegu trúarjátninguna. Sagt er að pessir menn muni alls vera um 24,000. —• Gamlar sagnir segja, að Tómas postuli hafi boðað krístni á Indlandi (Tómas-kristnir). Norðmenn leggja rækt við sjómenn sína. A pessu ári veitti norska stórpingið 8000 króna styrk úr ríkissjóði til pess að lialdið verði uppi guðspjónustum í öllum fiskiverum á sunnu- dögum og landlegudögum að beiðni sjómann- anna sjálfra. Sjómennirnir eiga í harðri bar- áttu fyrir tilverunni og horfast oft í augu við dauðann 4 liafl úti. Pess vegna vilja peir gjarna sækja kirkjur eg bænhús á hverjum sunnu- og landlegudegi ög heyra Guðs orð. Fræði Lútbers hin minni eru pýdd og lesin á 24 tungum og mállýzkum í Asíu og á jafn- mörgum í Afríku, í Ámeríku á fimm, í Ástra- líu og Suðurhafseyjum á átta tungum eða 61 tungu alls, Dönsk tunga í Norður-Ameríkn. Dönsk tunga er óðum að. hverfa vestan hafs; er pað alment umkvörtunarefni danskra presta par. Fara nú margir dansk-ameríkanskir prestar heim til Dan- merkur og eru nú ekki nema sárfáir danskir háskólar psr vestra. Danska kirkjufélagið vestan hafs er nú að láta pýða sálma sína á ensku. Dr. Sun-Yat-Sen dáinn. Hann var á sínum tíma leiðtogi pjóðveldisins í Suður-Kína. Á peim árum var hann líka, í fremstu röð kristinna manna par í landi. En er fram liðu stundir gaf hann sig pví nær allan við stjórnmálum. En er hann hafði tekið banasótt sína, pá varð hann að nýju gagntekinn af kristnu trúnni, sem hann tók á ungum aldri. Hann beiddist pess á síðustu æflstundum sínum, að sér yrði veitt útför kristins manns og fengu ættmenn hans pví til vegar komið. En mikla pykkju vakti pað hjá kínverskum pjóðernis- sinnum, peim er Sun-Yat-Sen liafði áður haft forræði fyrir. En árangurinn af pessari jarð- arför varð sá, að sálmurinn ógleymanlegi: »Lát mig flýja í faðminn pinn, frelsari minn, sem elskar mig*1, barst á vængjum tónanna út um alt land og kunna hann nú margir. Skólaklefar kommúnisla í Osló. Fyrir skemstu héldu allflestir formenn kirkju- og kenslumála fund með sér í Osló til að ræða um »skóla- klefa pá, sem kommúnistar hefðu stofnað til að afkristna börn borgarmanna, Fundurinn gerði engá ályktun um málið, en allir voru sammála um að vera gerhugulir um petta mál og vinna móti pessum óvætti, hvar sem hann rælci upp höfuðið. En af pess- ari samkomu komust allir að raun um, að kirkjunnar menn og skólanna pyrftu að koma 1) Sbr. enska sálminn: »Jesus. Lover of my Soul. let me to thy bosom fly«, eftir Charles Wesley.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.