Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 139 Brúín yflr Colorado-fljotið. alt í einu, eitthvað 300 <fet burtu frá okkur; þar stóð hún og- glápti á okkur og rauk upp öskuvond. þá voru Geval send orð og hann gekk til móts við hýenuna hægt og gætilega. Fyrst leit svo út, sem hún ætlaði að ráðast á hann; þar næst sýndist hún ætla að hlaupa burt; en þegar hann kom nær, skreið hún á waganum og fór að væla og vér sáum, að hún var hrædd. Geval t'alaði nú fáein orð, sem vér gátum eigi greint og sneri sér við, °g þá skreiddist hýenan á hæla honum og dró rófuna eftir jörðinni, og lýsti það reglulegum þrælsótta. — Geval fór fram hjá okkur og alt í kringum okkur og hýenan gaf okkur eng- an gaum. Hún gapti, eins og hún kæmi af harðahlaupi og það var bersýnilegt, að henni leið illa. þegar Geval var búinn að sýna okk- ur þetta, þá fór hann með hýenuna út í út- jaðar bæjárins, benti henni út í skóginn og sagði: ,,Farðu!“ Og dýrið snautaði burtu, eins og það ætti lífið að leysa. „Undarlegt er þetta!“ hrópuðum við allir saman. það var nærri því eins og við hefðum séð kraftaverk. Geval stóð skamt frá okkur og hallaði sér upp að tré, eins og hann væri lafþreyttur, og þegar við komum til hans, þá sáum við að hann var allur löðursveittur. [Framh.].

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.