Heimilisblaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 9
HEIMILtSBLAÐIÍ)
137
þær höfðu ekkert hugboð um upprisu hans.
Ef skoðun Aðventumanna væri rétt, þá
hefir söfnuður Krists því sem næst frá upp-
hafi brotið eitt hið helgasta boðorð Drottins
og' þá væri það engu minni synd en að stela,
ljúga og sverja! Og þá hefir Drottinn veitt
starfi allrar kristninnar vöxt og viðgang
nærri því eingöngu með þssu „broti“.
72. Aftur og aftur hafa sabbat-haldendur
komið fram á liðnum öldum og gert sér far
um að vinna Guðs verk; en Drottinn hefir
eigi þurft þeirra við og þeir hafa litlu á leið
komið og leið brátt undir lok.
73. Allir þeir, sem unnið hafa sérstaklega
blessunarrík störf í þarfir kristinnar kirkju,
hafa undantekningarlaust haldið sunnudag-
inn heilagan, en ekki laugardaginn.
74. Á liðnum öldum kristninnar hefir ekki
einn einasti frægur vakningapredikari hald-
ið laugardaginn heilagan.
þessar óhagganlegu staðreyndir ætti að
nieta meira en allar þær hártoganir, sem Að-
ventumenn beita tii að efla sem mest helgi-
hald hins gyðinglega hvíldardags.
Tigramaðurinn.
Endurminningar frá Indlandi.
Nokkrum árum fyrir heimsstyrjöldina síð-
ustu dvaldi ég austur í borginni Bombay á
Indlandi. Eg var að búa mig til ferðar langt
inni í landi, til að ná þar 6 tígrum, sem þeir
í Amsterdam höfðu beðið mig að útvega sér.
í þeim sömu svifum varð næsta einkenni-
legur maður á vegum mínum. Eg var búinn
að vera 2 ár á Indlandi; var og þar fulltrúi
úýrasölu-verzlunar og hafði undir mér full-
D'úa í 10 héruðum. Vér vorum alt af að
senda höggorma, sjakala, hýenur, úlfa,
huffla og tígra og hverskonar dýr önnur sem
kengu í gildrur vorar. Við vorum við og við
fá sérstakar pantanir, t. d. frá Egipta-
Inndi eina um sex fullorðna tígra, og karl-
tígra fremur en kventígra. þá voru undirfull-
trúunum send orð og eg bjóst til að fara
norður og austur í tígraskógana. Svo var það
eitt sinn að áliðnum degi, að hinn fyrnefndi
tígramaður, Geval að nafni, gaf sig fram.
Hann var hár vexti og öldurmannlegur; en
í framan var hann hræðilega afskræmdur,
svo mig rak í rogastanz við að sjá hann.
Hann var fæddur eineygður og þetta eina
auga var nærfelt í miðju andlitinu. Nefið var
eins og hundstrýni, munnurinn breiður, varir
þvínær engar og fullur af höggtönnum og
skögultönnum. það var auðséð á honum, að
hann bjóst við, að eg mundi verða steinhissa,
þegar eg sæi hann. Hann gaf mér nægan tíma
til að skoða sig í krók og kring. Að því búnu
hneigði hann sig djúpt og mælti:
„Mér er sagt, herra, að þér séuð dýraveið-
ari“.
,,Já“.
„þér veiðið þau lifandi“.
„Já“.
„Mig langar til að fara með yður. þeir
kalla mig tígramanninn. Eg er ekki smeykur
við nokkurt óargadýr; ekkert dýr þorir að
ráðast á mig“.
Hann sagði m,ér að hann kæmi frá þorpi,
er Djópur héti, hjá Gadavery-fljóti, 200 míl-
ur þaðan, sem við vorum. Og þar mundi grúi
manna sanna orð sín.
Eg var tvisvar búinn að heyra sagt frá
þessum manni, árið sem leið, og furðuverk
þau, er hann gjörði, en eg hafði ekki lagt
trúnað á þær sögur. En eg sá fljótt að hann
hafði með sér undra kraft til að dáleiða óarga-
dýr. 1 næsta bæ til hægri handar bjó höfuðs-
maður T. í hinu þarlenda fótgönguliði. Hann
átti grimman hund og hafði hann í hlekkj-
um að húsabaki. Hann var skaðræðisskepna
og var búinn að vera 2 mánuði í tjóðri.
þjónninn varð að fleygja til hans matnum
og höfuðsmaður sjálfur þorði hvergi nærri
að koma.
„Fyrst þér eruð tígramaður, þá eruð þér
víst ekki smeykur við grimman hund?“
spurði eg, þegar hann var búinn að segja sög-
urnar af töfravaldi sínu.