Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 31 Mý á mykjureku. [Úr bréfi 1. nóv. 1927]. Miðhús í Breiðavík eru yzt í vesturjaðri Búðahrauns. Par bjuggu um langt skeið, fyrir aldamótin og eftir pau, Sigurður Skaftason og Guðrún húsfreyja hans Magnúsdóttir, og var hún miklu yngri honum. Guðný, systir Sigurðar, var með peiin alla stund. Pá var og Guðmundur Jónsson í húsmennsku hjá peim allan búskap þeirra í Miðhúsum. Þar dvaldist hann alla ævi, nema fyrstu bernskuárin, og síðast varð hann veizlumaður peirra hjóna. Gæfan unni mér pess, að kynnast pessu fólki, og frá pví kann eg ekki nema gott eitt að segja. l’að hafði til engrar fræðslu verið sett eða náms, um annað en kristin- dóminn. Pó má geta pess, að Guðmundur ritaði prýðilega hönd, íljótaskrift og snar- hönd. Skriftina hafði hann lært eftir »for- skrift« frá Pétri prófasti Péturssyni á Staða- stað, síðar biskupi. En skóli daglega lífsins liafði menntað pessa menn svo, að af peiin mátti læra eigi fátt. Pau voru öll frábærlega ráðvönd, staðföst og trygg, og ekki varð dreginn í efa pokki peirra á öllu pví, sem gott var. En mest var pó vert um ást peirra á Drottni. Par skyggði ekki á. Pau Sigurður, Guðmundur og Guðný, kom- ust hátt á níræðisaldur. En Guðný lézt peirra fyrst. Allmörg síðari árin voru peir Guð- inundur og Sigurður blindir og karlægir. Öll pau ár bjó Guðrún, sem enn er í Miðhúsum hjá fóstursyni sínum, með fósturbörnum sín- um tveimur, og fór sainan hjá henni rögg- semi og ráðdeild. En mest bar Jió frá um varðveizlu hennar á blindu gamalmennunum. Par fór allt saman, stjórnsemi, umhyggja og ræktarsemi, árvekni og ástúð, og enginn koin sá á heimilið, að ekki lyki liann tofsorði á starf hennar. Þarna ólst upp ein dætra minna, og á eg pví pessu fóiki margt að pakka. Og sú er von mín, að dóttir mín megi jafnan bera minjar eftir dvölina hjá pví. Og víst er um eitt. Hjá engu liinna barna minna hefi eg orðið var við jafn-mikla hugarhlýju H1 dýra og smælingja, sem hjá henui. En eg ætlaði að víkja fám orðum að Guð- nýju. ílún var starfskona mikil, garpur að úti- vinnu, meðan til vannst, snillingur við tó- vinnu, frábærlega prifin, nýtin og hagsýn, traust vinum sínum, en ekki allra bokkur og aldrei fljót til kynna. En saingrónast mun henni pó liafa verið -- staðið dýpst í hjarta — hugulsemi og nærgætni við dýrin, svo og protlaust traust til skaparans, sem kom meöal annars fram í barnslegri bænrækni. Vera má, að sumir hafi talið Guðnýju eitt- hvað einlynda og aö hún færi sínu frain. En allt mun pað liafa átt rót sína að rekja til ráðvendni hennar og reglusemi, og alloft vináttu við dýrin. Einn var sá háttur henn- ar, að hún gegndi alla stund fjósverkum á búi Sigurðar bróður síns, og brá aldrei út af pví meðan lnin liafði fótavist. Ejósverkin leysti hún aí hendi með lærdóinsríkum prifn- aði og nostri á kúnum. Eitt sinn heyrði eg konu, sem Guðný mat mikils, ininnast á, að hún ætti ekki að leggja sig í fjósverkin. Hún horfði brosandi á konuna og svaraði á pessa leið: — Eg liefi alið allt upp, sem í fjósinu er. Eg liefi hjalað við pað og látið svo vel að pví, sem eg heO. haft vit á, og reýnt aö hirða pað og vernda. Allt baular pað, pegar pað heyrir mig koma. Ekkert hvílir mig jafn-vel frá tóvinnunni, sein pað, að hlynna að kún- um. Og eg vona, að skaparinn svifti mig pví ekki, að mega gera pað, sem eg kann, til pess að annast pessa málleysingja. Pú veizt varla, hve vænt mér pykir um pessa aum- ingja.------ Eitt sinn gisti eg í Miðhúsum, seint í maí- mánuði. Pá var dóttir mín sjö vetra eða átta. Um morguninn var Guðný að fjósverkum, og litla stúlkan úti hjá henni. Mér varð gengið á bala skamt frá fjósinu. Par var dóttir mín með ofurlítinn spaða að gera skæning úr mykjunni. Guðný kom með kúfaða reku og setti liana niður. Telpan

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.