Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1928, Qupperneq 6

Heimilisblaðið - 01.05.1928, Qupperneq 6
56 HEIMILISBLAÐIÐ das að þreki og þori, en sjálfsagt vilclum við öll fegin geta líkst honum. Við vitum {>að að féleysi og liðfæð hamlar okkar að gauga eins vel fram og pyrfti, pví pað er auðsætt, að langt verður þangað til, að höfuðóvinur okkar er úr landi rekinn. Hefir aðstaða hans batnað að nokkru hér á landi á síðari árum. En við væntum pess, að allir góðir meun, sem hugsa um framtíð sína og sinna og heill fósturjarðarinnar, vilji rétta okkur hjálpar- hönd, styrkja okkur í baráttunni, leggja okk- ur liðsyrði. Við vitum pað að sjálfsögðu, að fleiri mannfélagsmeinsemdir en áfengismein- semdin eru til, en læknist sú meinsemd, pá munu fleiri læknast, pví að í kjölfar ofdrykkj- unnar sigla aðrir lestir, sem mundu minka og máske hverfa, ef hún væri úr sögunni. Við leggjum pví örugg út í orustuna við »synd og sorg« og huggum okkur við pað, að jafnvel pó lítið hafi orðið ágengt, höfum við lagt okkar litla skerf til pess að mann- kynið verði farsælla og betra og tárin færri, sem úthelt er af völdum vínguðsins. Við bú- umst ekki við, að sigursúla verði reist okkur til heiðurs, eins og Leonidasi og köppum hans forðuin, en meðvitundin mn að hafa unnið ofurlítið að pessu mikla mannúðar- og pjóð- prifaverki er okkur nægileg umbun. Reyn- umst við Good-Templarhugsjóninni trú til æfi- loka, getum við lagt í síðustu langferðina með peirri vissu, að við höfum pó varið »Laugaklefin« okkar fyrir konungi nautnanna. En pað eru líka til önnur »Laugaklif«, sem nauösynlegt er að verja. Hver pjóð á einnig sín sérstöku »Laugaklif«. Pessi »Laugaklif« eru sæmd pjóðanna og lög peirra. Hvernig höfum við íslendingar varið »Lauga- klif« okkar?» llafa pau alt af verið vel varin? Betur væri, að hægt væri að svara pví játandi. Hefir enginn af okkar pjóð leikið hlutverk Efíaltesar? Með kinnroða megum við játa, að í einu mesta velferðarmáli pjóðarinnar, bannmálinu, höfum við verið slælega á verði. 1 pví máli höfum við varið »Laugaklif« pjóðarsæmdarinnar og landslaganna illa. Með pvl að vera fyrsta pjóðin í Evrópu, sem leiddi í lög fullkomið sölubann áfengra drykkja, áunnum við okkur aðdáun og virðingu margra mætustu manna pjóðanna, víðsvegar um heim. En »Adam var ekki lengi í Paradís«. Bann- lögin voru brotin alt of mikið og eigi farið dult með. Síðan komu Spánverjar og neyddu okkur til að afnema bannið að nokkru leyti. Ilvorutveggja var að nokkru sjálfskapar- viti, að minsta kosti lagabrotin. 'Um hitt má lengi deila, hvort viö höfum eigi mátt til, nauðugir viljugir, að ganga að skilyrðum Spánverja. Um pað ræði eg ekki í kvöld. En pað fullyrði eg, að pessir atburðir hafa sett blett á pjóðarsæmd okkar. Við höfum leikið okkur að brjóta lög fósturjaröarinnar, en lögin eru heilög, pví að pau eru hyrning- arsteinn pjóðfélagsins. Hver sú pjöð, sem leikur sér að brjóta lög sín, er stödd á tæpri braut, sem getur leitt til glötunar. »En petta eru bara bannlögin«, segja sumir fyrirlitlega. — Ilvort pað eru bannlög eða ekki bannlög, pá er pað skylda hvers manns að virða pau, pví að pað eru landslög. Pyki mönnum ein- hver lög ósanngjörn, iná vinna að pví, á ping- ræðisgrundvelli, að fá peim breytt á löggjaf- arpingi pjóðarinnar. Háttvirtu gestir og félagar! Finst yður ekki, að peir menn, sem leika sér að pví að brjóta bannlögin, — mennirnir, sem »brugga« vín, smygla víni og selja pað óleytílega, hljóti að vera eitthvað andlega skyldir Efialtesi hinum gríska? Eru peir ekki að vísa óvinunum yfir »Lauga- klif« landslaga og pjóðarsæmdar? Hvað finst ykkur? Guð gefi, að við ættum á öllum sviðum pjóðfélagsins sem flesta Leonidasar líka. ------mXSX^----- Á ferniingarkort. Set pér takmark hátt og hreint, — hér eru lífs píns vegainót — stæltu viljann, stefndu beint, stórri og fagri hugsjón mót. G.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.