Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 14
64 IIEIMILISBLAÐIÐ þér til dýrðar, þér, sem hefir keypt oss og endurleyst með blóði hínu. Vegsamað sé nafn þitt“. „Amen“, sögðu þau öll krjúpandi og tárfellandi einum rómi. En í þeim sömu svifum heyrðist háreysti mikil úti fyrir. Óhug sló á Maríu og leit hún til þeirra ótta- slegin. Amazía og Þeófílus spruttu upp og gripu til vopna. Ilurðinni var hrundið upp og vopnaðir memi brutust inn; sveinar Amazía voru á hælum þeim; höfðu þeir ætlað að verja dyrnar, en gátu eigi. Rib- baldar þessir stóðu þó um stund sem steini lostnir á þrepskildinum; það, sem þeim bar fyrir augu gagn- tók þá í svip: Ungmeyjarnar og Júdít krjúpandi hjá rúminu. Amazía gekk til móts við þá djarfmannlega og mælti: „Sjáið, nú er hún sloppin úr höndum yðar, sem þér sóttust eftir; nú svífur önd hennar frjáls að hástóli Jehóva og þar ákærir hún ykkur fyrir það að raska svona grimmilega andlátsfriði hennar“. „Ó, segðu það ekki“, svaraði María veikum rómi, „eg vil heldur biðja fyrir þeim, með orðum frelsara míns: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita.eigi, hvað þeir gera“. — Og ljóma brá yfir ásjónu hennav í svip, en síðan brá yfir hana friði dauðans og hún út eins og sofandi barn. „Hún er ekki dáin, hún sefur“, sagði Amazía vikn- andi, „ó, að við mættum öll deyja dauða hinna rétt- látu og fara héðan í slíkum friði sem hún“. Á eftir varð djúp þögn um stund. En ribbaldarnir létu ekki lengi tefja sig frá ætlunarverki sínu. Þeir litu til foringja síns og biðu skipunar þeirra. Það voru tveir grímubúnir menn. Annar þeirra hafði orðið snortinn af þessum al- varlega sjónleik, en hinn skipaði mönnum sínum liöstum rómi að gera skyldu sína. Hlupu þeir þá skyndilega fram með brugðnum sverðum og réðust að Þeófílusi. Kládía sá, hvað að fór og þóttist kenna, að þetta væri Javan. Ilún gjeymdi sjálfri sér og fleygði sér milli þeirra og hrópaði í dauðans ofboði: „Javan, þyrstir þig í blóð, taktu þá líf mitt, eg er rómversk stúlka og af bergi þeirra brotin, sem eru svarnir óvinir þjóðar þinnar, en sviftu ekki landa þinn lífi, frænda þinn og prýði ættar sinnar“. Heimilisráð. Ilendurnar. Vilji inenn halda hönd- um sínum hvítum og mjúkmn, þá er gott, þegar búið er að þvo þær úr góðri sápu, að láta lítið eitt af maís- mjöli í lúku sína og hella vatni í, hræra með hinni hendinni og gera að þykkum graut, núa þessu svo um hendurnar allar, þvo þær síðan vand- lega á eftir. -----•> <S> --- Nýjar bækur. »Árásirnar á kristindómiini«, eftir Eggert Levy. — Rv. 1928. Fyrirlestur þennan flutti liöf. fyrst á trúmálafundi á Blönduósi 7. marz í vetur og síðan hér í Reykjavík í vor, j22. apríl. Nú er fyrirlestur þessi kominn á prent, svo allir, sem vilja, eiga kost á að eignast hann. Erindi þetta er skörulegt varnar- rit kristindómsins og deilir með full- um rökum á villutrúarstefnur þær, sem nú vaða uppi ófeimnar hér í landi. Menn verða að gera sér það ljóst, að kristindómurinn byggist á óskeik- nlleik spádómanna og Nýjatestament- isritanna: »hefir að grundvelli postul- ana og spámennina, en Jesúm Krist að liyrningarsteini« (Ef. 2, 20). Menn ættu að kaupa þetta rit og lesa það. Um að gera að vakna, skipa sér í fylkingar með eða móti. Svefn- inn og sljóvleikinn sorglegast. — Rit- ið fæst á afgreiðslu Heimilisblaðsins, hjá höf. sjálfum að Ósum í Húna- vatnssýslu og sennilega hjá bóksöl- um. — Verð 1 króna. »Fanney« 3. hefti. Útgefanili Aðalbj. Stefánsson. — Rv. 1928. Nú er komið út 3. hefti Fanneyjar endurprentað. Nýjar sögur eru í þessu, og aðrar feldar úr, svo að nokkru leyti er þetta 3. hefti nýtt. Þó eru þar aðalsögurnar: »Lambasetan« og »Hrólfur á Bakka«, einnig greinin um Eyjafjörð. — Heimilisblaðið mælir með »Fanney«. Hún er vel valin tækifær- isgjöf handa börnum. Gjalddagi blaðsins er í júní. Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðja Ljósberans.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.