Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1928, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.06.1928, Blaðsíða 10
72 HEIMILISBLAÐIÐ Javan spurði þau sérstaklega spjörunum úr um það, hvað gerst hefði og það svo ólíkindalega, að nærri lá, að þau héldi, að hann hefði hvergi nærri komið íeiknum ljóta um nóttina. Kládía virti hann grandgæfilega, fyrir sér, en Amazía sagði bróður sínurn, hvað skeð hafði. Javan tók öllu rólega, og kvaðst skyldu tuslega hjálpa til að leita uppi ódáða- mennina. og sýndi þeim mikla hluttekningu. En skömmu seinna brá hann sér burtu, og létst ætla að njósna um, hvert Þeófílus hefði verið hrak- inn og hét því, að koma aftur jafnskjótt sem hann væri orðinn vís hins sanna. Þegar Javan var farinn, lagði Kládía að foreldrum sínum, að láta Javan ekki gabba sig'; hann væri ekki allur, þar sem hann væri séður. Hún kvaðst vera hárviss um, að hann væri frumkvöðullinn að ölíum þessum ódáðum og það væri hann, sem hefði varpað unnusta sínurn í fangelsi, og hann einn gæti gefið hann lausan aftur, ef hann vildi. „Eg þykist líka þekkja hinn foringjann“, mælti hún og leit til Maríu Bethezob, „en þó er eg ekki jafnviss urn það“. Ilún vildi ekki nafngreina hann, vegna Maríu. Þau Zadók og Salórne vildu í fyrstu ekki trúa því, sem Kládía bar fram; þau vildu ógjarna trúa því, að sonur þeirra gæti beitt slíkri grimd og lævísi við frændur sína. En við nánari kynningu af málinu, fóru þau að verða efablandin um hann, og hétu Kládíu að þau skyldu beita öllu sínu áhrifavaldi til að fá hann til að bæta fyrir þetta, og láta frænda sinn lausan. Javan kom ekki aftur fyr en seint um kvöldið og var þá heldur skuggalegur í bragði. „Loks tókst mér að hitta Þeófílus, en það var ekki sem eg hugði, að hann hefði lent í höndum Zelóta, því að þá hefðum við getað keypt hann út, það er annað verra, hann hefir gerst brotlegur við lögmálið. Prestar vorir hafa komist að því, að hann er guðs afneitari og genginn úr söfnuðinum; þess vegna hafa þeir látið handtaka hann til að knýja hann til að sverja frá sér villutrúna, til þess að af- drif hans megi verða öðrum að varnaði, er kynnu að vilja aðhyllast sömu villutrúna. Og svo nærri sem eg tek mér þetta, þá er það þó ekki annað en það, sem eg hefi lengi séð fyrir að leiða mundi af villudómi hans“. Þá mælti Kládía: „Javan, það ert þú, sem hefir svikið hann í hendur þeirra; engir vita, að hann sé er taki sér bústað í oss, [>að er frels- ari vor og fr-iðpægjari Jesús Kristur, þar sem hann fær að komast að með kraft sinn og hjálpræði — [)á verður syndin að rýma, þá helgast mannlífið fyrir Guði bæði hjá •ungum og göml- um. Við þau áhrif verður siðalögmálið að kristnu siðalögmáli. Enn sem fyr er oss þörf að lilýða hinum kröftugu orðum Krists: Gjörið iðrun! Því að himnaríki er nálægt. Batinn við hnignun siðferðisins og spillingaröflum aldarinnar, er fagnað- arerindi Krists, sé því veitt viðtaka í trú og framkvæmt í daglegri breytni. Ef þetta eina ráð til bóta fær ekki að njóta sín á heimilunum og í þjóð- félaginu, þá heldur siðferðið áfram að drafna niður, til óbætanlegs tjóns fyr- ir fraintíð Norðmanna«. Pessi orð hinna ágætu Norðmanna eiga erindi til frændþjóðarinnar ís- lensku, því að hér fer siöferði [)jóð- arinnar stöðugt hnignandi af ná- kvæmlega sömu orsökum og þar: agaleysi og sjálfræði, tískutildri og virðingarleysi fyrir því, sein er þjód- legt, og gott. Sú þjóð, sem gleymir sjálfri sér, glatar sjáífstæði sínu. Henni fer eins og þeim, sem lhis sitt byggir eftir hvers manns ráði. — lítaf íráttiM iiin Krist. 0, Jesús, Jésús minn, ó, Jesus, hjálpaðu mér! Því hvergi frið ég finn, ef fæst hann ei hjá þér. Minn hugur, sinni og sál af sárindum er þjáð, er þrálátt þrætumál um þína veru er háð.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.