Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1932, Blaðsíða 4
2 HEIMILISBLAÐIÐ malum, er hann tók að brjótast til valda, og þótti fyrverandi forráðamönnum Persíu það furðu gegna, því að þeir hugðu að Englendingar mundu verða á þeirra bandi. Enginn vafi leikur á því, að Englending- u.m stóð á sama, hverjir þar næðu völd- um, væri annars hagsmunum þeirra sjálfra vel borgið og þeir mættu fá að njóta friðar. Og Reza Khan var einmitt maðurinn, sem gat gert enda á óeirðun- um í landinu. Af liðinni æfi Reza Khan vita menn fátt að segja. Hann er einn af þeim vald- höfum, sem brotist hafa til valda, sem vilja sem minst láta tala um fortíð sína, ef hún hefir ekki verið glæsileg. En svo mikið vita menn þó, að hann var sonur bónda eins uppi í Masanderanfjöllunum á ströndum Persíu við Kaspíahafið. Þeg'- ar hann var tvítugur, lagði hann af stað til Theran, höfuðborgarinnar, og gerðist vinnumaður og þar á meðal hestasveinn og fjósamaður hjá hollenskum sendiherra. En er hann var hálfþrítugur, gerðist hann hermaður í Kósakka-herdeildinni. Hann reyndist hugrakkur, hraustur og þraut- seigur í hernaði við fjandsamlega þjóð- flokka, og var svo smám saman gerður að foringja þessara harðsnúnu hermanna. Um þessar mundir þaut siðaspillingin upp eins og gorkúlur við hirðina, hjá em- bættismannastéttinni. Mútugjafir og lög- brot voru daglegir viðburðir. Konungur- inn sjálfur gaf sig heldur að vestrænum drósum og skemtanalífi því, sem tíðkað- ist í Rivera og París, en að málefnum ríkisins heima fyrir. Var því eigi kyn, þó að hinir yngri Persar, sem vitsmun- ina höfðu, litu svo á, að alt væri að fara í hundana og fastréðu með sér, að steypa gömlu stjórninni af stóli. Ekkert vantaði, nema manh til að leysa hrottalegustu störf- in af hendi. Og svo var það árið 1921, að þeir komu auga á Reza Khan, það var maður, sem ekki lét sér alt fyrir brjósti brenna, og hann var heldur ekki seinn á sér að taka tilboðinu. Nóttina milli 20- og 21. febrúar réðst hann með Kósökkuff sínum inn í Theran og steypti stjórninni at stóli. Stjórnarbyltingin fór fram ún blóðsúthellingar, og með svo skjótri svip' an, að fæstir höfðu hugboð um það, sein gerst hafði. Reza Khan gerði sig nú að æðsta hei’s' höfðingja og lét nýju stjórnina vita, no hún yrði að hafa sig með í ráðum, ef um nokkurt stórmál væri að ræða, sem skyld' ganga. Var þess skamt að bíða, að stjórn- in kæmist í fjárkröggur. Skattarnir guld' ust alt of dræmt í ríkissjóðinn. Þá skip' aði Reza Khan svo fyrir, að setja skyld1 nokkra stóreignamenn í varðhald og’ gei'a síðan eignir þeirra upptækar. Ekki vai’ö Reza Khan alllengi ánægður með nýju stjórnina »sína«, veik henni því frá völd- um í apríl, skipaði nýja stjórn og gerðist sjálfur forsætisráðherra, þ. e. alræðisniað' ur með hervaldi. Hann gerði nýja skiP' un á hernum frá rótum og tókst nú það vandasama verk á hendur, að sameina öll smáríkin í eina ríkisheild, að nýju- Og þetta tókst honum á 4 árum og þá vai’ hann orðinn einvaldur konungur í rík1, sem er þrisvar sinnum stærra en Frakk' land. Fjárhag ríkisins kom hann á fastan fót aftur meo því að kalla til fjármála- mann frá Bandaríkjunum, þaulæfðan 1 þeim sökum. Þegar Reza Khan var orðinn alrasðlS' maður, þá var skamt til þess, að hann y1’^1 einvaldur, sérstaklega þegar svo stóð a> að konungurinn dvaldi lengst um í Noi’ð- urálfu. Og er Reza hvarf heim til Seheran frá herferðum sínum árið 1925, skreyttu1 sigurpálmum, þá var honum tekið með afarmiklum fagnaðarlátum. Það var eðb' leg afleiðing af því, að þjóðþingið veik gamla konunginum frá völdum og gei’ð1 Reza að eftirrennara hans. Síðan hefir hann unnið mest að Þvl». að'gera sig fastan í sessi og koma svo a1

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.