Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1930, Page 8

Heimilisblaðið - 01.01.1930, Page 8
6 HEIMILISBLAÐIÐ Norðurlandsferð vorið 1929. Eftir Jón Helgason. [Frh.]. Uni kvöldið kepptist ég við að komast út að Laufási. Par cr prestur séra Porvarður Pormar, sonur Guttorms sál. Vigfússonar alpm, að Geitagerði í Fellum. Ég liafði gaman af að gista lijá Austfirð- ingi, og pað manni, sem ég kannaðist vel við. llann tók mér vel og átti ég beztu nótt hjá honum. Par hitti ég Stefán bróöur lians frá Geitagerði; var hann á kynnis- vist hjá bróður sínum. Ég hafði garaan af að koma að Laufási, þvi að par liafa setið margir af hinum merkustu prestum landsins og par eru bornir og barnfæddir margir nafnkunnir menn, svo sem Tryggvi Gunnarsson, Pór- hallur biskup Bjarnarson o. fl. Gunnar Gunnarsson, faðir Tryggva var par prestur og á undan honum faðir hans, séra Gunnar llallgrímsson, eru peir feðgar jarðaðir að kórbaki. Pegar Tryggvi var unglingur, pá gróðursetti hann reynihríslur á leiðum peirra; eru par nú hæstu rækt- uð reynitré á landinu. Séra Gunnar Gunn- arsson, yndi og eftirlæti Pingeyinga, bróðir Tryggva, er líka frá Laufási kominn. Hann var einn af peim ágæt.ismönnum, sem »kall- ast frá hállloknum iðjum og falla í sigrin- um miðjum«, að pví er séð verður. Pegar séra Matthías Jochumsson frétti lát séra Gunnars vinar síns, pá orti hann fögur eftirmæli og er petta par: »Meðan pú átt, pjóðin fróða, þvílík mannablóm, áttu framtíð, gull og gróða, Guð og kristindóm«. Tryggvi smíðaði kirkju pá í Laufási, sem nú stendur. Einusinni er ég koin til Tryggva, pá sýndi liann mér mynd af Laufáskirkju, sem hann hefði verið for- smiður að; kvaðst hann hafa liaft einn pilt með sér, að mig minnir, og kaup sitt, sem yfirsmiðs hefði verið kr. 1,40 á dag. Nú stóð ég í þessari kirkju, sem í dag er eins og Tryggvi lagði síðast hönd á haria. Einhverja sögu heyrði ég um pað þarna nyrðra, að kvöldið áður en kirkjan var vígð, hefði Tryggvi og vinnumaður í Lauf- ási brugðið sér í eina »bröndótta« í kirkj- unni og berserksgangur komið á pá báða, hefðu pá tveir bekkir brotnað — cn allt var komið í saint lag um morguninn, svo prestur vissi petta ekki. — Kirkjan er falleg innan og prédikunarstóllinn mikið listasmíði frá 1698. Pað var í Laufáskirkju, sem Ólafur Hjaltason, síðar Iiólabiskup, flutti fyrstu ræðu í nýja sið norðanlands og fékk ópökk fyrir hjá Jóni biskupi Arisyni. Bærinn í Laufási er frá tíð séra Björns Ilalldórssonar, föður Pórlialls biskuþs, og eitt eða tvö hús frá tíð séra Gunnars, föður Tryggva, annað peirra svokallað »brúðar- hús«. I Laufási voru tveir prestar á 17. öld' inni, er báðir voru skáld og fræðimenu og rithöfundar: Magnús Ólafsson (f 1636) fr» dögum Guðbrandar biskups og Jón Magn- ússon (f 1675). Pegar farið er frá Laufási, er slæniur þröskuldur á vegi; pað er Fnjóská; kemur hún beljandi ofan úr Fnjóskadalnum. Víir hana fór ég á ferju, en hestar mínir syntu með. Má pað merkilegt heita, að petta mikla vatnsfall skuli vera óbrúað parna, pví oft kvað hún vera alófær tímunuW saman á vetrum. Næstu nótt gisti ég í Höfða hjá þeini feðgum: Pórði Gunnarssytii og Þengli syn> hans. Kona Þengils er Arnheiður Guð- mundsdóttir, ættuð úr Hornafirði. Pórður er nú ekkjumaður. Gunnar sonur hans býr að Sigtúnuin á Gljáströnd. Símiun, sem liggur frá Ilöfða niður á Gljáströnd, var lagður um sama leyti og gaudi síminn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, löngu fyr en sæsíminn var lagður hingað til lands. Pórður er sonur séra Gunnars, sem prestur var í Höfða. Á Iiöfða er reisulegt tvílyft hús, en orð-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.