Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1930, Side 17

Heimilisblaðið - 01.01.1930, Side 17
HEIMILISBLAÐIÐ 15 Bókafregn. Tómstundir heitir nýútkomin kvæðabók e^ir Guðrúnu Jóhannsdóttir frá Brautar- Lölti. Bókin er vönduð og efnið er valið. Trú Guðrún er landsmönnum að góðu kiinn, svo inörg falleg Ijóð og þulur hafa birzt eftir hana í blöðum. I Tómstundum er úrval af kvæðum frú úuðrúnar og er þar margt fallegt, því all- staðar er undiraldan: hið göfuga og góða, ^agra og háleita. „Bænin“ heitir fyrsta Ijóð- 1<-) í bókinni; síðasta erindið er þetta: ^bum, sem gráta, arma þína réttu, elfkaði faðir, vertu þeirra styrkur. Sjúkleikans börnum sára byrði íéttu, SenÚu fteim ljós í trúarefans myrkur. b;erleikur þinn, af hjartans hreinleik sprottinn lann er vor hjálp í lífsins nauðum, Drottinn. bá kemur alvöruþruugið kvæði: „And- v,,kunótt“. þar er kveðið um hin sáru von- brigði lífsins. En hann er mislitur, mannfjöldinn, og margt var að sjá í þetta sinn, ef allt var aðgætt og veg'ið. I5ar voru hrekkir, svik og sár. sælar vonir og blóðug tár, í hjörtunum grátið og hlegið. ^íðasta erindið úr því kvæði er þetta: En sanna fundum við sælu pó, er svaf eitt ungbarn í kyrð og ró 1 örmum á ástríkri móður. Við fundum, það heilaga hjartans mál hitaði og vermdi hverja sál, við fundum, hvað guð er góður. ábirg falleg ljóð eru þarna, kveðin til Mhnmu0 og „mömmu“. —- „Til mömmu á jólunum 1927“ heitir eitt þeirra. í því oru bstta fallegu erindi: Fyrir alla elsku þína yl og hjartans gæðin þín, þúsundfalt ég þakka vildi þér af hjarta, mamma mín, og fyrir bljúgar bænir þínar, er baðstu Guð að leiða mig. bað eru verndarverur mínar, sem vaka til að minna á þig. Heimilisblaðið mælir með þessari kvæða- bók; hún er ein af beztu bókunum, sem út koinu á árinu 1929. * * * F. Á. Brekkan: Gunnhildur drottning og aðrar sögur. Sögur þessar byggjast á forn- um fræðum. Mun mörgum þeim, sem unna þeim fræðum, verða mikil forvitni á að sjá meðferð höfundarins á þeim efnum. Gunnhildur drottning skipar öndvegið, en utar frá henni sitja Ölvir barnakarl, Djákninn á Myrká, og Árni Oddsson. Síð- ast er „Söngurinn í Bláfelli" í þjóðsagna- stíl. — Allra síðast er smásaga: Bræður. Nágrannar heitir annað sögusafn hans. I3að virðist vera bygt á endurminninguin úr átthögum höfundarins. Aðalsöguna: „Ná- grannar“ og „Hjó?iaskilnadurinnu munu inargir lesa með ánægju. í síðari sögunni kennir græskulausrar fyndni og getur vak- ið liollan hlátur. Allt slíkt er alþýðu manna kærkomið. —- Útgefandi Porsteinn M. Jóns- son bóksali, Akureyri. IJeiinilisblaðið mælir með þessum sögum við lesendur sína. fldfjíij&bálkfr: Kálfslifur steikt eins og gæsasteik. Ný kálfslifur er þvegin vel, látin svo liggja 1—2 tínia í mjög daufri ediksblöndu, þá eru skornar af allar tæjur og liimnan tekin af, þá skal þerra lifrina vel, skera stuttan skurð í liana miðja og búa til dá- litla holu. í liana er svo látið: 15 sveskjur 2 epli skorin í bita, ofurlítið salt, pipar og sykur, svo er lifrin vafin saman, bundin með selgarni, velt upp úr hveiti og svo brúnuð í potti og farið með hana eins og steik, þegar lifrin er meir, er sósan löguð til með ofurlitlu hveiti og smjöri, eða rjóma. Lifrin er skorin í sneyðar og smáar brúnaðar kartöflur bornar með á fat.inu, en sósan í sósuskál.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.