Heimilisblaðið - 01.01.1930, Síða 18
16
HEIMILISBLAÐIÐ
Rabarbarkaka.
Kringlótt kökuinót er kiætt innan með
vel smurðum smjörpappír, svo er lögð
röð af smurðuin franskbrauðsneiðum, par
yfir er svo látið lag af þykku rabarbar-
mauki. 3 dl. súr rjómi, er peyttur vel,
saman við er svo þeytt 3 egg eitt í einu,
pví næst 2 matsk. muldar tvíbökur, 2 mat-
skeiðar strausykur og rifið hýði af ’/a sí-
trónu eða fáeina dropa cítrónolía, þessu
deigi er svo hellt yfir maukið.
Bakist við jafnan góðan hita; pegar kak-
an er búin er að lyfta sér, er stráð yfir
liana strausykri. — Bakist ljósbrún.
Heimilisráð.
Vasaklútaþvottur er oft allt annað en
skemmtileg vinna. Óþægindin munu þó
töluvert minka, ef þess er gætt, að leggja
vasaklútana í bleyti í sterkt saltvatn, sem
þó verður að vera kalt, daginn áður en á
að þvo þá. Leysast þá öll óhreinindin og
slepja, sem í klútunum er, upp. Ivlútarnir
eru skolaðir einu sinni upp úr köldu vatni
og svo þvegnir eins og venjulega.
* ... *
•t'
Svartar blúndur og kniplinga er liægt
að gera sem nýja, ef þeir eru látnir liggja
tvö dægur í ediki; taka þá svo upp, láta
þá þorna til hálfs og strjúka úthverfuna,
en hafa þó dúk yfir, svo að þeir verði
ekki gljáandi.
•:•
Or- og hálsfestar úr gulli eru hreinsaðar
á þennan hátt: — Ilrært er sainan volgu
vatni og muldri krít, þar til það er orðið
að þunnri leðju. Pessu er svo hellt í stút-
víða ilösku eða í glas með loki yfir. Fest-
in er svo lögð í þetta og flaskan hrist
vel nokkrar mínútur; því næst er festin
skoluð í hreinu vatni. Pessu næst er svo-
lítið af smámuldu kalki látið í vatnið,
keðjan látin þar í og lirist vel einu sinni
Til kaupandanna.
Nú með þessu blaði hefst lö. árgangur Heimil'
isblaðsins. Síðustu árin, síðan ég fór að reka bæði
bókaverzlun, og prentsmiðju og gefa út allstórt
vikubiað (Ljósberann), hefl ég vegna tímaleysis
ekki getað gert Heimilisblaðið svo vel úr garði
sein ég liefði óskað, en nú mun ég leggja alla nl-
úð við að bæta úr því. Hefl ég nú liugsað mér að
hafa að minnsta kosti annað hvert blað 16 síður
(áður allt af 12 síður lesmál). Takmarkið er 16
síður hvert blað, án þess verðið hækki. Ilannyrða-
myndir verða alltaf við og við.
Eg bið svo liina góðu og trúföstu vini blaðsins
að inæla með því við nágranna sína, það er bezta
auglýsingin. — Nýjir kaupendur fá í kaupbætir
söguna „Verksmidjustúlkcin“ innbundna í gyllt
band, en þá verður að fylgja pöntun borgun fyrir
blaðið — kr. 5,00 — og 35 aura í burðargjaiú
undir bókina.
Óska svo lesendunum árs og friðar í Drottins
nafni. j. H.
enn; þar næst skoluð í hreinu vatni og
þurkuð í fínu sagi. Festin lítur þá út eins
og ný.
-----■»><*>-<«--
Skrítlur.
„Lærdómur dóttur minnar, hjá prófess-
ornum, liefir kostað manninn minn 6000 kr“-
„Já, það eru vandræði, hvað lítið maður
fær fyrir peningana sína“.
Betlarinn: „Fyrirgefið herra, það var
buxnahnappur, sem þér gáfuð mér“.
Maðurinn: „Hvað segið þér, það stendur
á skiltinu yðar, að þér séuð blindur, en
samt sáuð þér, livað ég rétti yður?“
Betlarinn: „Nú, svo hef ég ekki fengU
rétt skilti. Ég skal segja yður að ég er
heyrnarlaus.
Útgefandi: Jón Ilelgason.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.