Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1930, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.11.1930, Blaðsíða 15
149 HEIMILISBLAÐÍÐ Æfiminning Þann 11. nóv- ember fyrra árs andaðist í Reykja- vík, á heimili syst- ur sinnar, Mar- grétar Finnsdótt- ur, Grettisgötu 35, Guðmundur Finns- son, bóndi frá Pét- ursey í Mýrdal. Þjáðist hann af innvortis mein- semd, og hugðist hann að leita sér heilsubótar hjá lækn- unum í Reykjavík, en sjúkdómurinn reyndist ólæknandi. Guðmundur var fæddur í Álftagróf í Mýrdal 22. febr, 1871. Foreldrar hans voru Finnur Þorsteinsson og seinni kona hans Guðrún Sigmundsdóttir, þá búandi hjón í Álftagróf. Áttu þau hjón margt barna sem öll hafa reynst nýtir og góð- ir menn. Ólst Guðmundur upp bjá for- eldrum sínum til þess er hann fór vinnu- maóur til Sigurðar Jónssonar bónda í Pétursey, sem átti Margréti systur hans. Kvæntist Guðmundur tveim árum síðar 21. sept. 1896 eftirlfandi ekkju sinni Sig- urlínu Sigurðardóttur bónda í Pétursey Sigurðssonar. Tók hann við búi tengda- föðurs síns og bjó þar síóan til dauðadags. Þeim hjónunum varð 6 barna auðið, og eru 3 á lífi. Guðmundur var sístarfandi dugnaðar- maóur, fáorður, glaðlyndur, traustur og ábyggilegur; maóur, sem í engu mátti vamm sitt vita. Börn sín ólu þau hjón upp í guðsótta og góðum siðum. Var Guðmund- ur einn hinn mesti gestrisnismaóur og hinn bezti heim að sækja. Veróur skarð hans vandfyllt meðal íslenskra bænda, bæði sem dugnaðar og mannkostamanns. Lík hans var flutt austur og greftrað á Sólheimum að viðstöddu miklu fjöl- menni. Er þar kirkjulaus grafreitur, sem fyrir fáum árum var endurbygður, og var Guðmundur einn helzti hvatamaður aó þeirri byggingu og lagói til hennar drýgst- an skerf, — Eftirfarandi kvæði var sung- ið við útför hans, er ort hafði Eiríkur E. Sverrisson. Hér fölva slær á foldu og fögur grætur bygg'ó, er lík þitt leggst í moldu, svo ljúf er góðs manns tryggð. I hæð við heyrum þaðan á heilög friðarmál. Nú gistir ljósheim glaðan þín guðelskandi sál. Við dauðadúrinn væran, sem Drottinn gefur þér hér vinir kveðja kæran í kistu er lagður er; en blómin mörgu minna á mann, sem góður var og hjálparhug til sinna I hinstu þrautum bar. Þig elskan armi vefur, sem yndi fyrr þér jók, hún vin sinn Guði gefur, sem gaf þig henni — og tók. Þó hljóðni gleðihljómar og hjaðni stundar fis, sú perla ljúfust ljómar á leiði valmennis. Hér byggði garð frá grunni þín göfug starfsmanns þrá; þér Drottinn einnig unni hér efstu hvíld að fá. Til vina hverfur héðan í helgað fósturláð. Við biðum bljúg á meðan í bæn, um kraft og náð. Hér moldir góðan geyma, þó grandar engin sorg: Við Guðmund hittum heima í helgri lífsins borg. Þar brosa bjartar hallir Gudm. Finnsson.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.