Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1931, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.07.1931, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 113 arlega fram með Rín allt til Mainz; en að 24 stundum liðnum bilaði vélin í því og féll þaö þá niður hjá Echterdingen, skamt frá Stuttgart. En er þaó átti að hefja sig til flugs að nýju, skall á óveöur. Bálviðrið sveiflaói loftfarinu fram og aftur, og er minnst varði, kvikm aði í því, og féll hað þá bálandi til jarðar niður. Ekkert varð eftir af þessu bákni nema málmgrindin. En jjessi Zeppeh'n 4. hafði samt sýnt heiminum, hve það loftfar varðaði rniklu, sem hægt væri að stýra. Nú studdi öll þýzka þjóóin máliö og lagði fram nægilegt fé til þess að halda mætti tilraununum áfram, þrátt fyrir allt. Var nú stofnað félag, meó öflugum höfuðstól, og smíðinni var haldió áfram. En þá tókst vondum mönnum aftur að spilla fyrir, svo að stjórnin vildi ekki nota skipin. En áfram var hald- ið, hvað sem tautaði. Voru nú smíðuð tvö ný og traustari loft- för, — »Schwaben« og »Hansa« — og sýndu þau til fulln- ustu, að Zeppelin-loft- förin voru nothæf og herinn og skipa- flotinn tók nú að nota skipin og fjölgaði þeim nú óðum. Og er heimsstyrjöldin hófst átti Þýzkaland mikinn loftskipa- flota, en aðrar þjóðir áttu þá engin loft- för. Þá sást brátt, hvílíka yfirburði það veitti í hernaði að hafa loftskip. Þessir fljúgandi jötnar skutu öllum skelk í bringu. Þjóðverjar sendu nú ióulega Zeppelína og létu þá svífa yfir París, Lundúnum og öðrum stórborgum í óvina- löndunum. Þær gátu enga vörn sér veitt fyrir sprengikúlum þeim er þeir vörpuðu niður. Varð þá ekki annað til bragðs tek- ið en aó slökkva ljósin og leita afdreps í kjöllurum. Siðar voru fundnar upp fall- byssur, er skotió gátu Zeppelínana niður. Zeppelín greifi dó 1917. Hugmynd hans var oröin að raunveruleika. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum, en síðast veittist honum meiri heiður en nokkrum öðrum uppfundningamanni hefir veizt í lifanda lífi. Uppfundning hans er nothæf í styrj- öldum, en þó mun hún reynast enn nyt- samari á friðartímum. Það sýna þær tilraunir, sem gerðar hafa verið síðan, og sérstaklega hin tröllauknu loftför, sem nú hafa um langt skeið borió nafnfrægð hins uppfundningasama greifa út um heim allan. — Þú segir, að þú hafir ekki talað við konuna þina í heilt ár? — Já, eg vildi ekki taka fram í fyrir henni. — Eg ætla bara að segja ykkur það, börn, að skorpan er það bezta af brauðinu. — Já, en við eigum ekki alltaf að fíj það bezta. Bóndi nokkur fór i kaupstáð og bað líkkistu- smið að smíða utan um barnið sitt, sem var dauðveikt þegar hann fór heiman að. Nokkrum dögum seinna kom hann aftur til smiðsins og segir: — Ja, þótt skömm sé frá að segja, þá lifir barnið ennþá.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.