Heimilisblaðið - 01.07.1931, Blaðsíða 15
HÉIMILISBLAÐÍÐ
123
Þá hné hann nióur á stól og- féll í öng-
vit, —
Eg var viss um, aó eg hafði á réttu aó
standa; ullarsokkana hafði eg fundió, og
hann var lítill maður vexti, með ljóst hár.
lét fara með hann í fangelsi,. og sama
kvöldið játaði hann allt upp á sig. Menn
héldu hann vera efnaðan, en svo var ekki
1 i’aun og veru. Hann átti í basli, og til
i)ess að bæta kjör sín, hafði hann ætlað
auðga sig með glæpum sínum. Kona
hans hafði á einhvern hátt kómist að þessu,
°6' talað um það við hann. Hann ásetti rér
•'é að koma henni fyrir. Vér höfum nú
hugmynd um, hvernig hann fór að því.
^eðan hún var að skrifa honum kveðju-
^véf, laumaðist hann að henni, og myrti
^ana. Aö því búnu hafði hann tekið bréf
hennar, rifið það sundur, og fleygt bréf-
sneplunum, sumum í ofninn en sumir höfðu
fallið á gólfið. Hann var hræddr um, að
hona sín mundi koma upp um sig, og ótti
fyrir því varð yfirsterkari elsku hans til
hennar.
Sex mánuðum seinna var hann dæmdur
dauða og hengdur«.
■ú og B hittust eitt sinn á förnum vepi. A
Var nýtrúlofaður, og spurði B hann þá, hvort
hann væri ekki hamingjusamur. A tók dræmt
' það og svaraði: »Ef sumir væru við suma
6ins og sumir eru við suma, þá mundu sumir
Ve’a við suma öðru visi en sumir eru við suma«.
Maður nokkur sagði við kunningja sinn: »Eg
Set hlegið að þvi nú, þó að eg gœti ekki hleg-
'h að því þá, að sjá augun sem hún Guðrún
r"'n leit á mig, þegar hún skyldi við«.
~~ Nú, svo að þér hafið beðið um hönd dóttur
"'innar. Hversvegna spurðuð þér mig ekki fyrst.'’
' Ng hafði enga hugmynd um að þér elskuð-
"ð mig Hka.
H Konan mín er farin i sumarbústaðinn okkar.
"n verður þar fram yfir helgi.
Hversvegna fórst þú ekki með henni?
Og eg veit það ekki — — hún hefir víst
Sleymt mér.
Hreyfingar og limaburdur.
Eins og kunnugt er, hefir þaó ekki svo
lítið að segja, hvernig limaburðurinn er.
Ef menn bera sig illa, hefir það slæm áhrif
á taugarnar, lungun og yfir höfuð á heil-
brigði mannsins og útlit. Hin mestu skart-
klæði koma ekki að notum, ef limáburö-
urinn er ekki frjáls og eðlilegur.
Hreyfing fótanna hefir afarmikla þýð-
ingu. Ekki má hreyfa þær of mikið til hlið-
anna, og ekki heldur beint áfram. Þung-
inn á aðallega að hvíla á iljunum, en ekki
á hælunum, eins og svo aigengt er; axlirn-
ar eiga heldur ekki að teygjast langt fram.
Góð hreyfing, sem bætir fyrir miklar kyrr-
setur eða kyrrstöður, er að tylla sé á tá,
svo á allan fótinn og endurtaka þetta hvað
eftir annað. Hreyfing þessi getur læknað
bæði of hæga blóðrás og höfuöverk. önnur
ágæt æfing er að sitjast á hækjur sínar,
hafa hökuna inn og hrygginn beinan.
Þriðja æfing, sem mjög er gagnleg, er
að standa beinn og uppréttur, beygja höf-
uðið aftur á bak og horfa upp í loftið. Sé
æfing þessi oft endurtekin,. hefir hún m,;ög
gagnlegar verkanir á limaburðinn, taug-
arnar og blóðrásina.
Allar æfingar, sem teygja líkamann, eru
ágætar. Meðan sofið er, er blóðrásin hæg-
ari, en er maður vaknar og teygir sig, sem
vel er hægt að gera í rúminu, eykst súr-
efni blóðsins og hreyfing hjartans örfast.
Að deginum til er gott aó endurtaka þessa
æfingu, og er þá bezt að standa við dyra-
staf og teygja handleggina upp fyrir sig
eins hátt og unt er.
Þegar menn bera sig illa, er það oft að
kenna hiróuleysi í æsku. — Foreldrar og
kennarar ættu aó gæta þess, að börn sitji
bein við vinnu sína. Góð heimaæfing er
að leggja bók á höfuóió og ganga um gólf
með hana, eða standa upp vió dyrastaf í