Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1931, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.07.1931, Blaðsíða 10
118 HEIMILISBLAÐIÐ og hann ætlaöi sér að bera hana. Hún stritaði á móti. Hún náði í nokkra kvisti og hélt sér þar dauðahaldi. »Giles, ertu genginn af vitinu!« hrópaði hún. »Bíddu þó maður! Hvað ætli það geri. þó við bíðum fáeinar mínútur. Eg fer ekki með þér, þú færð mig aldrei til þess með valdi. Maðurinn ætlar að segja okkur eitt- hvað. Hann ætlar að aðvara okkur. Ætli hann að biðja okkur einhvers, getum við neitað því . . ..« »Neitað því! Þú getur þó líklega skilið, hvað hann ætlar sér. Hann ætlar að ógna okkur. Hann hefir skammbyssuna. Hann er alveg vitstola og æðisgenginn. Hann ætlar að neyða okkur til að heita sér dreng- skaparorði um að segja ekki til hans, og ef við neitum því — hver veit þá, hvað hann gerir!« Skammbyssan! Nú mundi hún allt í einu eftir marghleypunni. Giles vissi ekkert um, að Belmont hafði látið hana fá skamm- byssuna. Hún hafði hana á sér, falda í tötrum sínum. Hún hafði ætíð haft hana á sér síöan kvöldið, er hann fékk henni hana. Nú tók hún hana upp og miðaði á Giles. »Stattu kyr!« hrópaði hún. »Þú ferð ekki feti lengra! Eg veit ekki hvað maóurinn vill, en þú bíður hér, þangað til að við fá- um að vita það. Hann getur ekkert gert okkur«. Ilún hafði slitió sig lausa og stóð nú og studdist upp við trjábol, sprengmóó efcir átökin. Giles stóð fyrir framan hana og lýsti' bæði hræðsla og undrun úr augum hans. »1 guðanna bænum, leiktu ekki með skammbyssuna!« stundi hann upp. »Legðu hana frá þér, hún getur hlaupið af, án þess að þú vitir af!« Elsa gat ekki stillt sig um að brosa að hræðslu hans. Hún vissi vel, að skotið gat ekki hlaupið úr byssunni, því að hún hafði tekið úr henni öll skothylkin fyrir löngu síðan. Hún lét skammbyssuna síga. »Það mátti ekki seinna vera, að þið stað- næmdust«, stundi Belmont upp. Hann kom þjótandi til þeirra að fram kominn a^ mæði og þreytu eftir hlaupin. Það leid stundarkorn, áður en hann gat komið upP orði. Hann hallaði sér upp að trénu oa andardráttur hans var mjög slitróttur °a krampakenndur. »Eg er hræddur um, það sé einhver hætta á ferðum. Þetta er ekki eitt skip, heldur tvö. Annað þeirra er kínversk júnka, að öllum líkindum sjórasn- ingjaskip. Hitt skipið, skonnortan, el mannlaust«. »Hvað á þetta aó þýða, við hvað eig^ þér?« spurði Giles. Llsa horfói á hann hrædd og forviða- »Það skal eg segja ykkur. Þessi skip erU hættuleg! Við verðum að bíða — þang'að til við sjáum, hverju fram vindur. Eg er nærri því viss um, að skonnortan, stóra skipið með hvítu seglunum, hefir lent 1 sjóræningjahöndum og að þeir eru nú a leióinni hingað með veiði sína. Verði þeU varir við eitthvert okkar hér í eynni, er okkur öll.um dauðinn vís, aó minnsta kosti yður og mér, Effington lávaróur. Og unS' frú Ventor getur átt þau örlög í vændum/ sem verri er.u og þyngri en sjálfur lauð- inn«. Hann þagnaði sem allra snöggvast- »Eg bið yður í Guðs bænum að fara gse^' lega. Lofið mér fyrst að grennslast ettU’’ hvernig í þessu liggur«. Orð hans — og enn frekar — geósht'a'r' ing hans höfóu áhrif á þau bæði. GileS varð meira að segja vandræóalegur og hik- andi. Hann leit flóttalega í kringum siS’ Hann hafði heyrt talað um kínverska sj°' ræningja — það voru náungar, sem óg'anl' an var að fást við — en á hinn bógimu hvað höfðu kínverskir ræningjar aó gefa á þessum slóðum? Eyja þessi lá aó öllum líkindum langt frá Kína-ströndum. En samt sem áður — það var ekki eigandi a hættu. »Hvað eigum vió þá aó gera?« spurðí hann vandræðalega. Frh.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.