Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1912, Page 5

Heimilisblaðið - 01.01.1912, Page 5
HEIMILISBL AÐIÐ 3 Ásgeir Blöndal héraðslæknir á Eyrarbakka, Bogi Th. Melsteð sagnfræðingux í Kaup- mannahöfn, dbrm. Brynjúlfur Jóusson frá Minnanúpi, Einar E. Sæmundsen skógfræð- ingur, Guðmundur Hjaltason kennari og cand. theol. Jóhann Briem keunari á Eyrar- bakka. Fleiri hafa og lofað að styðja blaðið, þótt l>eir séu eigi taldir. Blikan. # Nú eru þeir báðir íarnir frá ritstjórn ung- jnennablaðsins „Skinfaxa" Helgi Yaltýsson og Guðmundur Hjaltason. Helga var það að þakka að „Skinfaxi" komst á fót, og hann hefir ritað í hann með þeim eldmóð og áhuga sem honum er svo eiginlegt. Bað leggur yl af því sem Helgi skrifar, manni hlýnar um hjartað. Og þess vegna er hann flestum færari að vekja æskuiýðinn og glœða hjá honurn hinar góðu tilfinningar. Hinar ágætu trúar og sið- fræðisgreinar Guðmundar Hjaltasonar, sem birzt hafa í „Skinfaxa", hafa hlotið almenn- ingshi'lli, og yfir höfuð mun „Skinfaxi" hafa þótt fyrirmyndarblað í höndum þeirra Helga Og Guðmundar. Sem betur fer er allur al- menningur — að minsta kosti til sveita — svo rétt hugsandi, að sjá og skilja, að það er þýðingarmesti þátturinn í allri ungmennafé- lagshreyfingunni. að innræta æskulýðnum trú og siðgæði, kenna honurn að elska og virða hinar fegurstu og háleitustu hugsjónir lífsins. En sambandsþing U. M. F. í., sem háð var í Reykjavík í vor vék þeim báðum frá ritstjórn blaðsins, er oss þó kunnugt um, aí viðtali við þá báða, að þeir vildu fúslega starfa við „Skinfaxa" áfram. Hversvegna vék Sambandsþingið þeim frá? Varia mun það hafa verið vegna fjárskorts, því Helgi mun enga borgun hafa fengið fyrir sitt ritstjórnarstarf, og þóknun sú sem Guð- mundur fékk var svo smá, að tæplega mun hafa fengist kostnaðarminni ritstjórn. Hitt mun fremur hafa verið, að sambandsþinginu hafi ekki geðjast að stefnu blaðsins í höndum þeirra Helga og Guðmundar, þól.t það um of andlegt: oí raikið af trúar og siðgæðisgreinum í því. ískyggilegt ástand, ef svo væri, af félags- skap, sem byggir starf sitt á knstiiegum grundvelli. Og tæplega trúum vér því að vinur vor, núverandi sambandsstjóri og fleiri ágætismenn, sem miklu ráða um ungmenna- félagamálefni, fyili flokk þeirra manna, sem lítinn gaum vilja gefa undirstöðnatriðum sannr- ar menningar og láta þau málefni ætíð mæta afgangi- Vonum vér bvi, að „Skinfaxi“ stefni í rétta átt héreftir sem hingað til. Bað eru fagrar hugsjónir að vilja endurvekja iþróttaáhugann og löngun til að skrýða landið skógi. En ekki rná þar fyrir gleymast það: að efla siðferðisþrekið, vekja fegurðartilfinn- inguna og glæða sannleiksástina í brjóstum hinna ungu. Minnumst orða þjóðskáldsins góða: Upp á við til himins horlðu hátt er markið Bett. Eftir þekking stefn og stunda, styð svo frels'ð rétt AnnarB lánast ei þitt nýja endurreisnarverk. Fyrir andans framför eina fólksins hönd er sterk. Vér þurfum að fá andlega vakningu, trúar- og siðferðislega vakningu, þar sem ungmenni landsins standa í broddi fylkingar. Og enga þekkjum vér syo góða æskulýðsleiðtoga í þeim efnum, sem þá Helga og Guðmund. — Bessvegna hefir mörgum þótt draga upp tví- sýna bliku, er þeim var vikið fiá ritstjórn „Skinfaxa". — Vonandi eyðist sú blika af sjálfu sér. Hin sönnu mikilmenni. # Það stendur ekki í sambandi við auð né hefðurstöður, að verða sannkallað mikilmenni.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.