Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1912, Side 9

Heimilisblaðið - 01.01.1912, Side 9
HEIMILISBLAÐIÐ 7 varir um yður að þér ekki verðið tekiiin á ný. Það er svo erfitt að fá menn náðaða, sem herra Cromwell hefir kveðið upp dauða- ^lóm yfir“. -----o~o~o——--- Skug'g’sjá. Pegar Karl XV. einusinni var á ferð í .Nor- egi lá leið hans í gegnum Guðbrandsdalinn. Þar hitti hann drenghnokka, sem sat við veg- inn og var að snæða. Konungur settist hjá honum og gaf sig á tal við hann. Eftir litla stund tók konungur eftir því að drenginn vantaði eitthvað, sem hann var að svipast eftir. Konungur epurði nvað hann hefði mist. Hann kvaðst ekki finna hnífinn sinn. Kon- ungur spurði hvort hann væri hræddur um að hann hefði tekið hnífinn. „Ekki segi eg neitt um það“, mælti drengurinn, „en hitt veit eg, að hefði eg verið hér einn, þá væri -hnífurinn vís1'. # Á Svisslandi er mikið af vasaþjófum, og stunda þeir atvinnu sína með dugnaði. Árið 1909 reiknaðist svo til að þeir hefðu stolið úrum fyrir fjárupphæð sem svaraði 800,000 kr. Fullvaxta maður þarf daglega 9000 iítra at andrúmslofti. # Veitingahúsin í Sviss græða árlega um 144,000,000 kr. á útlendum ferðamönnum. # Sótið úr kgl. peningasiáttu-verksmiðjunni i Beriín er uppleyst efnafræðislega og kemur úr þvi gullguft, sem nemur 3600 kr. á ári. # Nýlega dó í Suður-Ameríku maður nokkur. Hann lagði svo fyrir áður en hann dó, að í •kistuna hjá sér skyldi láta 1 tóbakspípu, 2 -Aóbakspund, 2 eldspitukassa og göngustaf. Rússneskur stóriióndi einn á 1,750,000 fjár, enda er hann talinn mestur fjárbóndi í heimi. Hann þarf 3500 fjárhunda til smalamensk- unnar. # Stórbóndi einn í Vesturheimi heldur því fram, að því betur sem kýrnar séu stundaðar, þess meir mjólki þær og þess betri verði mjólkin úr þeim. Fetta er nú í sjálfu sér ekkert nýtt. En hitt er vanséð, hvort menn alment treysta sér tíl að sýna kúm sínum eins mikla umönnun og hann. Hann lætur t. d. baða þær daglega og bursta tennur þeirra þrisvar á dag með silkimjúkum bursta. Á sumrin er hver kýr klædd hvítu líni, er það gert til þess að verja þær flugnabiti. # Yfirlögreglan í Berlín og Dresden á Þýzka- landi hefir fundið upp gott ráð til þess að koma upp um innbrotsþjófa. Teppi er hengt fyrir framan þær herhergisdyr, þar sem pen- ingar eru geymdir. Um teppið liggja leyndir rafmagnsþræðir, sem aftur standa í sambandi við dyrabjölluna i húsinu, og stundum lög- reglustöðina, en þannig er frá gengið, að sjá má í hvaða húsi þjófarnir eru. Hvað lítið sem þjófarnir hreifa við tjaldinu, þá syngur í við endastöðina og eru þá „refirnir gegnir í gildruna". # 1785 fór maður að nafni Blanshand yfir sundið milli Frakklands og Englands á ioft- fari. Lúðvík 16. veitti honum 900 kr. að verðlaunum. # Stærsti skógur í heimi er í Amazondalnum í Ameríku. Hann er 3000 kílómetrar á lengd og 2000 km. á breidd. Eða með öðrum orð- um nálega 60 sinnum stærri en alt ísland. •

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.