Heimilisblaðið - 01.10.1912, Síða 5
HEIMILISBL AÐIÐ
77
Góðar bækur.
Til
Eins og mönnum er það afaráríðandi að
neyta hollrar fæðu, svo hkaminn þroskist og
kráftarnir viðhaJdist, svo er og hitt engu síður
áauðsynlegt, að neyta hollrar andlegrar fæðu,
svo andi vor þroskist og göfgist. Þetta at-
huga menn ekki sem skyldi. Menn eru sorg-
lega skeytingarlauslr með andlegu fæðuna,
sem menn mestmegnis fá við lestur blaða og
bóka.
Vér viljum þá aðallega snúa máli voru til
ungu kynsióðarinnar. Hennar er framtíðin.
Á henni byggjast framtiðarvonir þessarar þjóð-
ar. ’fá vaxa meiðar þar vísir er nú, ef hún
(unga kynslóðin) verður sjálfri sér trú.
Hinn valinkunni bókaútgefandi Sigurður
Kristjánsson í Reykjavík hefir sent Heimilis-
blaðinu tvær bækur til umgetningar: „Bók
æskunnar", eftir Skovgaard Petersen, þýdd
af fræðslumálastjóra Jóni Þórarinssyni, — og
„Dagrenning", eftir hinn þjóðkunna höfund
Jón Jónsson sagnfræðing. Allar eru bækur
Jóns sagnfræðings hreinasta „gull“ að gæðum
til, en þó er Dagrenning þeirra ágætust, sór-
staklega fyrir æskulýðinn, enda er hún hon-
um tileinkuð- Um Bók æskunnar leyfum vér
oss að segja, að trauðla heflr betri bók, lær-
dómsríkari og heilnæmari handa ungu kyn-
Blóðinni verið snúið á islenzku, og er þá mik-
ið sagt, því mörg góð bók hefir verið þýdd
og gefin út.
Hver sá íslendingur, sem vill á Guð sinn
og land sitt trúa, verður að lesa þessar
tvær bækur og læra af þeim að lifa.
Pjóðfólag vort er heppið, að eiga þá góðu
menn, er láta sér ant um að gefa út svona
ágætar bækur, en starf þeirra kemur því að
eins að notum, að í landinu þeirra búi al-
Vörugefln, athugul kynslóð, sem vill tileinka
sér og gróðursetja i hjörtum sínum þann
heilnæma lifslærdóm og fróðleik sem í bók-
unum felst.
dbrm. Brýnjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi.
ó 74 dro ofmœli fions
26. aepíember 1912
só þér vinur!
halur hinn fróði;
aldið íturmenni!
Sjötíu ára
svo og fjögra,
stendur þú að starfi.
Þökk fyrir ljóðin!
þökk fyrir starfann
fornra fræða, þulur!
Verður ei mældur,
né á metum veginn,
öldungs æfistarfl.
Heil ráð og holl ráð
þú höldum kennir,
spektar máli mælir.
Lengi mun Brynjúlfs
hjá lýðum getið. —
Mannorð manninn lifir.
Hniginn að árum,
ungur í sálu,
lifðu vel ög lengi!
Ljós þitt oss lýsir.
Lýsi þér Drottinn,
hinnst er sólin hnígur.
K. E. B.