Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1914, Side 6

Heimilisblaðið - 01.02.1914, Side 6
14 HEIMILISBL AÐIÐ að eg er yíirmaSur yðar. Þetta vildi eg biðja yður aS segja konu yðar. Með þessum orðum stóð ungi forstjórinn á fætur og gaf með því til kynna, að samræðun- um væri lokið. Að loknum störfum um kvöldið, flýtti Karl Broard sér heim til konu sinnar, til þess að flytja henni fréttirnar. Þessa nótt — og næstu nætur á eftir — var EIísu Broard varnað svefns. — Hversu mjög óskaði hún nú þess, að hún mætti taka aðeins örfá skref aftur á bak í tímann, og byrja ■aftur breytni sína, bygða á reynslu siöustu fót- mála hennar. — ieonardo da linGi. í Flórens málaði hann einnig myndina af <Önnu hinni helgu með dóttur sína, Maríu mey, og barnið Jesú. Mynd þessi vakti sérstaklega mikla eftirtekt vegna þess, að aðrir málarar höfðu á undan honum málað myndir þeirra svo stíf ar, sem steingerfingar væri, en svipbrigðin og lipurð í hreyfingum gerir myndir hans sem lifandi. A þessu tímabili málaði hann ennfremur hina heimsfrægu mynd af „Mona Lisa“, konu Francesco del Giocondes i Florens. Það er ein- hver hin frægasta, og jafnframt talin einhver hin bezta mynd, af ungri, þroskaðri konu, sem til er, enda er mælt, að hann hafi unnið að henni í fjögur ár. Það af þessu Iistaverki, er sérstaklega vekur aðdáun manns, er hin fín- gerða lifandi myndun andlitsins, og hið bliða bros, er leikur um varir hennar. Slíkt blíðu- bros kemur að vísu fram í mörgum andlits- myndum hans. Eftir þetta vann Leonardo að ýmsum störf- um hingað og þangað um Italíu. Arið 1509 vann hann að skurðgreftri við Milano; einnig stóð hann fyrir því að skreyta borgina við inn- ireið Lúðvíks XII., og gerði konungur hann þá að hirðmálara sínum. Við San Christoforo bygði hann stýflugarð, sem talinn er eitt af meistaraverkum mannvirkjafræðinnar. Loks fylgdist hann með Frans I. Frakkakonungi, eftir áskorun hans til Frakklands, og fékk þar höll- ina Cloux í nánd við Ambois til aðseturs, og dvaldi þar til dauðadags. Leonardo dó 2. maí 1519. A banasæng- inni var honum hjúkrað af einum uppáhalds- lærisveini sínum og vini, Francesco Melzi, að- alsmanni frá Milano, sem hann hafði arfleitt að öllum handritum sínum, teikningum og áhöld- um. — Gröf hans er algerlega týnd. Þ. F. ikuggsjá. I Irlandi ríkir nú mikil neyð meðal fátækra. Talið er að eymd sú, stafi mikið af hinum tiðu verkföllum þar. Víða eru hin fátæku börn orðin sjúk af hungri. Ymsir hafa tekið sér fram um að likna þessum aumingjum. Er þar talin fremst í flokki greifafrú ein í Dyflin. Hún hefir ásamt nokkrum stúlkum, sem hún hefur feng- ið í liö með sér, tekið að sér að gefa 1000 fá- tæklingum mat á hverjum degi. Þetta hefir haft góð áhrif á heldri konur landsins, svo að ýmsar hafa fetað í fótspor hennar, þótt smá- tækari séu á gjafirnar. Rockefeller gamli græðir 2 milj. dollara þriðja hvern dag, þó eru ekki taldar með rent- ur af stofnfé hans. Miljónamæringurinn P. Morgan, sem nýlega er látinn, átti einkennilegt safn af úrum. Hið elzta þeirra var smiðað á Englandi árið 1571. Einu sinni keypti hann á uppboði gamalt úr snn'ðað 1633: það kostaði hann 22 þúsund franka. Eftir því sem næst. verður komist, etur svalan daglega kringum 6000 smápöddur.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.