Heimilisblaðið - 01.03.1914, Síða 5
HEIMILISBL AÐIÐ
21
og áhrifamikið, og stöðugt er bætt við; það er
eins og það ætli aldrei að taka enda. En þetta
eru líka skilnaðargjafirnar til látnu ungmeyjar-
innar frá ástvinum hennar og vandamönnum,
og, eins og vani og siður bjóða, hluttekningar-
gjafir til riku, velmetnu hjónanna.
Það er tekið að rökkva. Nokkur blóm-
anna eru farin að lúta höfði. Morguninn eftir
á að jarðsyngja, en þangað til þurfa blómin
að lifa.
Dauðakirð ríkir í salnum. Hjónin eru inni
í svefnherbergiunum; þjónninn einn er á ferli,
en fer hljóðlega úr einu herberginu i annað og
sér um alt það, sem gera þarf fyrir jarðarför-
ina. Fyrra hluta dagsins voru þar smiðir og
listamenn, að undirbúa og skreyta. — Þá kom
þar ung stúlka með öskjur; í þeim var svartur
kvenhattur, með langri slæðu. Það er sorgar-
hattur móðurinnar.
Um leið og stúlkan kom með hattinn og gekk
framhjá salsdyrunum, bað hún þjóninn leyfis
að mega líta inn í salinn, á öll blómin. Fyrir
framan hana lá stór sveigur úr Maréchall-Rial-
rósum og dökkum Pensées-blómum.
Hún var ein. Henni ílaug í hug eins og
færi elding: „Með þessum rósum gæti eg bezt
skreytt óbreytta, lóslitna kjólinn hennar mömrnu
sálugu fyrir dansleikinn annað kvöld.“
Hún fyrirvarð sig í fyrstu fyrir þessa synd-
samlegu ágirnd, en freistingin varð sterkari en
hún fengi við ráðið.
Hver misti eiginlega nokkurs við það?
Þarna var samanhópað kynstrum af blómum og
sveigum, og enginn mundi sakna fáeinna blóma.
Og þótt svo yrði, hver mundi fara að spyrjast
fyrir um það, þegar slík sorg ríkti í húsinu?
Sannarlega! Hún vann engum mein með
því, en aftur á móti gat henni hlotnast með
þessum blómum fagurt skraut. Hún greip blóm-
sveiginn, lagði hann í öskjurnar, þar sem hatt-
urinn hafði verið, og skundaði heim.
Þetta var María — skartbúðarkonuþernan.
* *
*
Dansleikurinn var á enda. María var kom-
in heim í kalda, fátæklega herbergið. Henni
fanst það nú hálfu ömurlegra en nokkru sinni áður.
Hafði nú dansleikurinn fært henni ham-
ingu og gleði? Hafði hann fært henni hið
þráða, undurfulla, eins og hún hafði vænst?
Víst hafði verið dáðst að henni og hún
höfð í hávegum. Víst hafði hún heyrt gull-
hamrana og smjaður danssveinanna, skiftst á
augnaskotum við þá o. s. frv., en það var þó
eitthvað enn annað hugljúft og sæluríkt, sem
hún hafði vænst að finna þar og búist við að
geta geyrnt í endurminningu lengi — lengi. —
Hann hafði verið þar líka, ungi útlendi
stúdentinn, sem hún hafði kynst lítillega áður,
og hún geymt mynd hans æ síðan. Hann hafði
dansað við hana, verið fjörið sjálft, og beðið
hana þess að lokum, að fundum þeirra mætti
bera saman sem oftast. Og að dansleiknum
enduðum bauð hann henni fylgd sína heim. En
þá hafði hún orðið hálf-hrædd og laumast burt
heinrleiðis; hún fyrirvarð sig lr'ka fyrir að láta
nokkurn mann sjá götóttu regnhlífina sína, hún
skar svo af við skrautið á henni sjálfri.
Hán yfirgaf því danssalinn á laun, og hélt
heimleiðis fótgangandi, i kuldanum og rigning-
unni, á þunnu, hvítu dansskónum, — og þó
hafði hún átt kost á að aka heim í lokuðunr
vagni — við hliðina á honum, sem lijarta henn-
ar hafði kjörið. —
Nóttin var napurköld og niðadimm. Mariu
var kalt, hún skalf og nötraði af kuldanum
þegar hún kom heim. Henni varð litið í speg-
ilinn.
Kinnarnar glóðu eins og í hitasótt, augun
voru stór og gljáandi, en rósirnar, fögru, gulu
rósirnar voru fölnaðar og dánar. —
Hún flýtti sér að afklæðast, og datt brátt í
fasta svefn. En það var ekki hressandi svefn
ungmeynnar; hún var óróleg, ýmist heit eða
köld.
Þó hafði hún ekki sofið lengi, þegar húu
hrökk upp við sáran sting í hjartað.
Hvað olli því?
Hún settist upp. Hún sá ljósrák skína inn
á milli hurðar og stafs á herbergi hennar.
Hvaðan mundi það Ijós koma? Hafði hún
gleymt að slökkva ljósið?
Hún stóð á fætur, til þess að aðgæta þetta
nánar. Það greip hana afskapa-kuldahrollur, og