Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1914, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.03.1914, Blaðsíða 7
HEIMILISBL AÐIÐ 23 María braust út á ganginn, nær dauða en lífi af ótta, og hrópaði i angist sinni: „Madama Lange, Lange! Komið íljótt, það er afturganga inni hjá mér! Hún vill fá blóm- in sín aftur — gulu rósirnar! Komið, hjálp- ið mér!“ Maria skalf eins og espilauf af kulda og ótta. Madama Lange tók um báðar hendur hennar, dró hana að rúminu aftur, og settist hjá henni, og mælti: „Verið róleg, ungfrú; þér hafið fengið ákafa hitasótt, og þér eruð með óráði. Eg skal undir eins senda eftir lækni. En það ætla eg að segja yður, að þér hafið breytt illa, ef þér haf- ið tekið líkrósir til þess að skreyta yður með á dansleiknum. Það er gömul trú, að dauðir heirnti aftur það, sem af þeim er haft — og hlifa engum.“ — María heyrði ekki. Hún bylti sér á báð- um hliðum og sá ofsjónir. Læknirinn kom, og skrifaði eftir einhverjum meðulum handa henni — en hann gat ekki borgið henni. Einu sinni þaut sjúklingurinn upp og hróp- aði hástöfum: „Þarna er hún enn þá. Hún starir á mig brostnum, dauðum augunum, — sjáið þér hana ekki, læknir? Hún teygir fram hendurnar — hún vill fá blómin sín aftur — gulu rósirnar sínar — — —!“ En svo gerbreyttist veran alt í einu, og rödd móður Maríu talaði af vörum hennar: „Elsku barnið mitt, reyndu að verða góð stúlka!“ — Læknirinn gekk hljóðlega leið sína. María var dáin. Þ. Þ. Th. þýddi Skin eftir skúr. Ótal margt til yndisbóta ætið sendir Drottinn mætur, tíð er,finst mér lengi’ að liða og leiðindi minn anda deyða. Hann mér veitir huggun sanna, hjólp og gleði, á þá dálpar, sæluvon og sólarstafi. — Þó syrti’ að stundum, aftur birtir. ■ Guðm. ikuggsjá. Fjórir franskir læknar hafa nú fundið upp meðal, sem læknar geðveiki. Þeir gáfu hesti inu radium-salt og tóku honum svo blóð á eft- ir. Juku þeir svo radium-magn blóðvatnsins með því að bæta í það örsmáum ögnum af radium-salti. Spýttu þeir svo þessu efni undir hörund þeirra geðveiku. Var þessi innspýting 10 kubikcentimetrar radioktivt serium blandað’ 2000 hlutum af bromradium. — Níu sjúk- lingar af tólf urðu heilbrigðir. Uppgötvun þessi hefir vakið geysimikla at- hygli um viða veröld, og gera geðveikralæknar sér góða von um nytsemd þess. Maður nokkur í Kaliforníu, sem gengur í svefni, óð nýlega yfir djúpa og breiða á, og hélt áfram leið sinni, þegar yfir um kom — eins og ekkert hefði ískorist — sofandi. Langstærsta gullstykki sem fundist hefir, vó 1300 kg. og sá sem fann það fékk fyrir það 5 milj. kr. — Góð daglaun! Austurlandabúar trúa því, að málmar séu góðir læknadómar. T. d. sá sem er veikur af gulu, ber á sér gullpening. Hugmyndin er sú, að gullið dragi að sér skyldar litartegundir og lækni þannig hinn sjúka. Hinn dökkrauði litur rúbínsins hefir þær verkanir, að sá sem á hann horfir að staðaldri getur orðið eins ölfaður af þvi eins og þótt hann hefði neitt áfengis. I Wincherter í Ameríku á heima fuglaveið- ari nokkur. Hann á mikið safn af kattarófum„ sem hann safnar saman á þann hátt, að hann þenur rafmagnsnet í kringum fuglabúr sitt. Svo þegar ve.ðikettirnir gera vart við sig, og ætla að fara að veiða fuglana hans, lenda þeir á þessu neti og drepast þegar af rafmagnsstraumn- um. Þegar hann svo næsta dag kemur að fuglabúrinu, finnur hann kettina dauða og hegg- ur af þeim rófuna. Hann á nú hvorki meira

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.