Heimilisblaðið - 01.04.1914, Qupperneq 10
32
HEIMILISBLAÐIÐ
í fat og egg]arau5urnar hrærðar, ein í einu,
því næst kryddið og síðast hvíturnar vel þeytt-
ar. BakaS í kringlóttu móti með föstum botni,
sem skal smurt vel og stráð í muldum tvíbök-
um, líka skal strá tvíbökum ofan á. Bakist í
vel heitum ofni í liSugan 1 tíma. Borðist með
vanalegri brúnni steikarsósu sem Iíka má búa
til úr nýju kjötsoði og dekkja með sósulit.
Mótið skal bera inn á kringlóttu fati eða bakka
■og binda pentudúk utan um það.
leimilisráð,
Hrákar.
Leiðinlegt er að sjá, livað fólk yfirleitt er
hugsunarlaust með að hrækja á gólfin, nærri
því að segja hvar sem það er statt i samkomu-
húsum og kirkjum og stundum þá i heimahús-
um lika, úti á miðjar götur og hvar sem vera
skal, það er fremur ógeðslegt að ganga fram
hjá eða stíga ofan í gulgrænar viðbjóðslegar
hrákaklessur eða sjá pilsfaldana eða önnur föt
dragast ofan í þá, eða börn veltast og ganga
í þeim, svo þegar þetta þornar upp, vita þá að
það iðulega þyrlast upp i ryki og fer þá oft
ofan í mann, — Óskandi væri, til þess ögn að
ráða bót á þessu, að hver og einn ætti sér
hráhabauk (þeir fást í lyfjabúðum). Það fer
ekki meira fyrir þeim i vasa eða tösku en t.
d. tóbaksdósum, í þeim á að hafa ögn af kar-
bólvatni eða öðru sótthreinsandi efni, hreinsa
þá dagl. og þannig: helzt brenna þvi sem í
þeim er, skola þá síðan úr heitu sódavatni og
passa að ekki sé neitt eftir, skola þá svo og
þvo hendurnar vel á eftir. —
Margur segir nú líkl. sem svo: „Ekki held
ég að ég fari að hafa hrákaílát í vasanum þó
að það komi fyrir að ég þurfi að hrækja. Það
er svo leiðinlegt að bera þetta á sér, og svo
heldur fólk að það séu einhver veikindi í mér
ef það sér mig með glasið“. En gáið að, það
er ekki þrifalegra að hrækja í vasaklút sinn
eins og oft á sér-stað — og hvað hitt snertir,
er það einmitt meiningin að fólki skiljist, að það
er oft sóttnæmi i hrákunum — og fari því
varlega með þá.
Presturinn: Hvað hafið þér nú hugsað
}d5ur að drengurinn yðar taki sér fyrir hendur,
þegar hann er fermdur.
Kláus Petersen: Hann segist helzt vilja
læra að leika á hljóðfæri, og verða tónfræðingur.
Pr.: Já, það er nú undir því komið að
hann hafi „eyra“.
K.: Eyra,já, ekki vantarþað, nógustóreruþan.
Konan (nýgift): Maðurinn minn segist
ekki vilja láta mig fá eldabusku.
Vinkonan: Ó‘ bídda bara róleg. Þegar
hann er búinn i viku að borða matinn, sem
þú býrð til, þá lætur hann þig áreiðanlega fá
eldabusku
Dóttirin: Hvað geturðu eiginlega sett út
á hann Hans, pabbi.
Faðirinn: Hann er flón, og það eru bara
peningarnir þínir sem hann vill ná í.
Dóttirin: Nei, hann vildi mig víst þó eg
væri bláfátæk.
Faðirinn: Nú, þá er hann enn meira
flón en eg hélt hann væri.
Spakmæli.
Veldu þér fáa vini en góða.
Heimurinn metur þig eftir ytra atgerfi, auð-
legð og upphefð. En Guð lítur aðeins á hjarta-
lag þitt.
Þegar þú ert mitt í raunum og erfiðleikum,
þá sérðu bezt hverjir eru vinir þínir.
Barnablaðið „Æskan“ kemur út í Reykja-
vik, 12 blöð á ári, og auk þess sér staktjóla-
blað. Arg. kostar aðeins kr. 1,20.
Utg.: Aðalbjörn Stefánsson og Sigarj. Jónsson.
SKINFAXI, 16 síður á mánuði. Flytur
myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvís-
um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, eft-
ir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri Jónas
Jónasson frá Hriflu.
Utgefandi og ábyrgðarmaður:
Jón Helgason prentnri,
Félagsprentamiðjan.