Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1914, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.11.1914, Síða 6
86 HEIMILISBLAÐIÐ hniptu nú líka hvor í aðra og litu glottandi til 'Önnu. Sú var helst lagleg! að liúsfreyja skyldi bera ]>etta i munninn á sér! En Onnu þótti vœnt um gullhamrana, eins og svo ótal mörg- um, bæði körlum og konum. En góða skapið hvarf fljótt. Anna átti opt í illdeilum. Hún var spéhrædd, en enginn spar- aði að hlæja að henni, eg gjörði það ekki frem- ur en aðrir, þó fann eg til þess aðra stundina að Anna var aumingi, olnbogabarn gæfunnar, og þessvegna var það illa gert að gera gys að henni. Það var óneitanlega vorkunn, þótt hlátur- niildir unglingar ættu ilt með að verjast hlátri að Önnu litlu. Hún var skringileg í stutta, þykka vaðmáls-pilsinu, með móröndóttu vaðmálssvunt- una, sem hún stytti venjulega með allvænni leðuról; sjaldan eða aldrei skildi hún við sig rauða ullarsjalið, en hnýtti því vandlega ýmist um höfuð eða herðar. Anna var ekkert álitleg i þessum búning, samt þótti henni gaman að líta í spegilinn við og við. Því má eg ekki gleyma, að þrátt fyrir alt var Anna þó stúlka, og það fremur ung stúlka, — var búin að vera þrjátíu og tveggja ára í nokkur ár! Þar að auki kom nýr vinnumaður á heimilið, um þess- ar mundir, dálaglegur piltur sem hét Jón. Önnu þótti það heiður hinn mesti að fá að þjóna honum, og hún hirti fötin hans sainviskusam- lega, en þrátt fyrir nærfærni hennar og alúð, sem kom ýmislega í Ijós, meðai annars þannig, að Önnu þótt sjálfsagt að draga vosklæði af Jóni með eigin hendi, og þerra fætur hans á móröndóttu svuntunni, kom þar þó fljótt, að Jón snerist í óvinahópinn og erti hana eins og aðrir, en þá hætti Anna auðvitað að þurka fætur hans! Jón var oft fjúkandi reiður við Önnu, verst þótti honum þó, þegar hinir piltarnir sögðu honum, að Anna væri vitlaus eftir honum. Það voru engin hrósyrði fyrir ungan mann. Og Jón ráðgerði sitt af hverju, hvað hann ætti að gera Önnu til ills. Loks bað hann mig að hjálpa til þess, að leika ögn á „stelpu skömmina". Hann vildi láta mig skrifa Önnu biðilsbréf. Eg þver- neitaði því, fyrst í stað, en þegar hún Þóra, sem var besta kunningjastúlka mín, fór að biðja mig um það h'ka, þá lét eg tilleiðast. Eg gat haft bréfið svo vitlaust, að jafnvel Önnu kæmi ekki til hugar að trúa því. Síðan var bréfið til- búið, stutt og laggott, eins og öll biðilsbréf ættu að vera, og línuskakt og fult af áslar- klessum. Svo kom áritanin, „frökenar“-titillinn efstur á blaði, þvínæst var umslaginu strokið eftir skemmugólfinu, til þess að bréfið bæri það með sér, að það hefði komist í manna hendur. Daginn eftir brá Jón sér til næsta bæjar. Eg sat við baðstofugluggann, þegar liann kom gang- andi heim i hlaðið. Nú var hanu með bréfið í vasanum. Hann gekk rakleitt inn og eg laum- aðist fram að uppgöngunni til þess að heyra hvað fram færi niðri. pr], luðlegð lífsins. Það er ekki gull eða fjársjóðir, sem gera lífið auðugt. Lög þess eru á annan hátt. Fá- tækastur allra er sá, sem svíkur gott markmið, eða selur Jsannfæringu sína fyrir auð eða háa stöðu. Sá er selur sjálfan sig verður hvorki sér né öðrum til blessunar. Auðlegð lífsins er innifalin í því, að eiga hugsjón, sem vert er að leggja þægindi lífsins og jafnvel sjálft lifið í sölurnar fyrir. Hafi mað- ur fundið hana, þá ríður á að víkja ekki frá henni, kvað sem ]>að kostar? Þar sannast það, að sá, sem fórnar lífi sínu, mun fá því borgið. Lifi maður fyrir „alt og ekkert“, verður maður sjálfur „alt og ekkert“. En lifi maður fyrir mikilsverða hugsjón og meti alt annað sem auka-atriði, verður hann mikilmenni. Lauslega þýtt úr Bondemanden at' Br. J. Hinu óhjákvæmilega tökum vér með ró. Mannkosta fegurð er betri en útlits fegurð. Sá er virðingarverður, sem vinnur eftir megni. Gerðu háar kröfur til þín sjálfs fyrr en til annara. Sannleikurinn er í guði. Oss er veitt að mega leita hans.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.