Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1914, Síða 8

Heimilisblaðið - 01.11.1914, Síða 8
88 HEIMILISBLAÐIÐ anum, lieldui miklu fremur bitvargi. Þjóð- verjar nota mikið undir- og yfirsængur, sem eru stoppaðar með (iðri og dún. Kínverjum líkar bezt að bafa rúm sín svo lág, að þau séu jöfn við gólfið. I norðlægum löndum sofa menn í stórum rúmum, sem menn vel geta leg- ið réttir í og teigt sig. En i tempraða beltinu eru mest notuð hengirúm, sem menn liggja. samankreptir í. ipakmœli í ljóðum. Ræk þina köllun sem kant, kúast lát aldrei at' þrautum ellegar umskiftum þeim ekki sem ræður þú við. x. Þungt er i mannheimi margt. Mörg eru gæði þar líka. Geðprýðin göfug og létt gáfa þó dýrmætust er. Xt Smjaðrið ei, herra minn! heyr: hjartað og andann það sýkir Sjón bæði’ og löngun að sjá sálinni tekur það frá. Ruckert. IraumviipaniF. Ýmsa liefir dreymt fyrir hinu voðalega stríði sem nú geysar i Norðurálfunni, og suma að sögn fyrir hörðum vetri í vetur. Einna merkastur er draumur sem nýlega stóð í blaðinu „Vísir“. Hann er stuttur og hljóðar svo: „Prest nokkurn ónefndan dreymdi í sumar áður en styrjöldin liófst, að einn veggurinn á húsi bans væri fallinn. Hann sá völlu víða í suðurátt og var þar ógrynni manna í áköfum bardaga. Fyrir ofan sjóndeildarhringinn sá hann standa gullnu letri á hinminum 15. júlí 1914 — 15. mars 1915.u En liðsöfnun Rússa hófst 15. júlí í sumar. Hvort sem eftir fer með endir stríðsins. A (við vin sinn). Dvaða náungi er þetta, sem lítur svona rannsakandi augum á konuna rnína? Vinurinn: Það er prófessor Bang, hinn þjóðkunni vísindamaður í fornfræði. Pi p a r j u ngf rúi n: Hinn fyrverandi ágæti húslæknir sagði það altaf lað eg eltist aldrei. Væri altaf jafnung. H a n n : Sá hefir fallega logið ! Sjúklingu ri n n : (sem að eins hefir tvær tennur eftir): Ó, nú hafið þér tekið skakka tönn : Tan nlækn iri n n: Það er einmitt eins og það á að vera, því þá er sú rétta eftir. Pétur: Það er merkilegt að stjörnufræðing- arnir skuli uppá hár geta sagt fyrir sól- og tunglmyrkva. Páll: Það er nú heldur létt finst mér, þar sem þeir geta Iesið það í almanakinu. . Ba nkagja I dke ri n n : Ef eg á að borga yður út peningana, þá verðið þér að koma með mann með yður, sem eg þekki og sem vill vitna það að þér séuð Hróbjartur Hannesson. Hróbjartur: Eg held þér séuð ekki með ölluni mjalla. Haldið þér að eg viti ekki sjálfur hver eg er. Gtóð jólagjöf handa börnum er barnabók- in „FANNEY“. - Munið það. - Hún fæst hjá öllum bóksölum. Barnahlaðið „Æskan“ kemur út í Reykja- vik mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20. Utg.: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurj. Jónsson. SKINFAXI, 16 síður á mánnuði. Flytur myndir. Verð 2 krónur. Gafur skilvís- um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, eftir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Utgeláudi og ábyrgðarmaður: Jón Helgason prentari. Félagsprentsmiðjan.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.