Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 10
96 HEIMILISBLAÐIÐ auga á engan. Yarir öldungsins bærðust, eins og hann vildi svara, og hún heyrði hann segja á máli landsmanna sinna: „Ekki það, herra. Því að hvenær varst þú hungraður og þyrstur, og eg gæfi þér mat og drykk? Og hvenær varst þú ókunnur og eg vísaði þér veg? Eða varstu nokkurntíma nakinn og eg klæddi þig mínum klæðum? Varst þú nokkurntíma sjúkur, og eg læknaði þig eða i fangelsi, og eg kæmi til þín? Eg hefi leitað þín í þrjátíu og þrjú ár lierra, en mér auðnaðist aldrei að sjá ásjónu þína, og aldrei verið þjónn þinn, konungur minn ?“ Hann hætti snögglega. Þá heyrðist röddin aftur í fjarska, en nú gat mærin greint orða- skil: „Sannlega segi eg yður: Það sem þér hafið gert einum minum minstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ „Það varð snögglega bjart yfir andliti Arta- bans, og það lýsti af því ljómandi birta, eins og þegar fyrstu árdegisgeislar sólar lýsa upp snæþakinn tjallatind. Hann hafði runnið skeiðið á enda. Dýrgrip- unum hans þremur hafði verið veitt móttaka. Fjórði vitringurinn úr Austurlöndum bafði náð fundi konungsins. Þorst. Þ. Thorlacius þýddi. ikuggsja. Allar danskar símalínur eru samtals o: 315,000 kílómetrar. Símasamtöl innanrikisins eru talin að nema 150 miljónum. Utfluttar nauðsynjavörur til Rússlands eru um 896 milj. kr. Aðeins te er tlutt inn fyrir 150 milj. kr. Tuttugu stórar verksmiðjur í Frakklandi hafa einkarétt til þess að framleiða alt tóbak landsins, og ríkið hefir nákvæmt eftirlit með smásölunni af tóbaki. Sérréttindi til þess að verzla með tóbak hafa hershöfðingja-ekkjur, okkjur embættismanna ríkisins og umboðsmanna þess. — Það er því ekki ólíklegt að fjölgað geti tóhaksverzlunum núna eftir stríðið. — íkríiluF. Hinrik: Voruð það ekki þér, sem gáfuð mér utanundir. Hansen: því miður, herra minn, var það ekki. Kaupandinn: Úrið. sem eg keypti hjá yður í gærdag er svikið. Það stansaði eftir að hafa gengið í 20 tíma. „Ursmiðurinn: O, blessaðir verið þér. reynið þér bara sjálfur að ganga í tuttugu ldukkutíma og vitið svo, hvort þér verðið ekki uppgefinn. Ferðamaður: kemur inn á veitingasal og fær sér keypt kaffi og jólaköku með. Þegar hann er að borða jólakökuna, verður hann var við dauðar flugur í henni, og kallar á veitinga- manninn og klagar þetta fyrir honum. „Það getur vel verið að eitthvað sé af flug- um í jólakökunni“. segir veitingamaðurinn“, en meira hlýtur þó að vera af rúsinum. Ctóð jólag'jöf handa börnum er barnabók- in „FANNEY“. — Munið það. — Hún fæst hjá öllum bóksölum. Bariiablaðið „Æskan“ kemur út í Reykja- vík mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20. Útg.: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurj. Jónsson. SKINFAXI, 16 síður á mánnuði. Flytur myndir. Verð 2 krónur. Gofur skilvís- um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, ettir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Utgetándi og ábyrgðarmaður: Jón Hdtjuson prentari. Fálagsprentsmiðjan.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.