Heimilisblaðið - 01.01.1915, Page 5
HEIMILISBL AÐIÐ
3
T^Ejasfs EFi^F-Er^bt=i=ids^Eia:
Wm
Prosðurnir.
Eftir
gg Rider Haggard. EÉÍIíÉÉí
í tilliti til nýrra kaupenda birtnm vér liér úldrátt
ur því sem komið er af sögunni.
(Brœðurnir, Godvin og Wulf eru bróðursynir enska
aðalsmannsins Andrews d’Arcy. Faðir þeirra féll sem
nddari krossins, fyrir Múhamedstrúarmönnum. Andrew
d’Arcy tók einnig á yngri árum þátt í einni krossferð-
mni, og var hertekinn, en meðan hann dvaldi í Sýr-
landi sem herfangi, vann hann ást Zobeide systur Sala-
dins soldáns, og flúði með hana. Þau komust bæði til
Englands og giftust þar og eignuðust eina dóttir, Rósa-
inundu. Saladin soldán sér þessa systurdóttur sína í
draumi hjarga mörgum þúsundum manna frá sverðs-
■eggjum hans, og fær hugboð um, að gæfa ríkisins
standi á henni. Hann sendir því skip til Englands til
þess að sækja hana, og hittist þá svo á, að þegar sendi-
Jnenn hans Jenda bát við „Víkina dauðu“, er Rósa-
niunda þar fyrir með frændum sínum).
[Frh.]
Wulf varð nú gripinn af sama guSmóSi og
bróðir hans og sagði með ákafa:
„Veri himininn og þessi göfuga kona vitni
niitt11, og hann leit á Rósamundu er horfði á
þá hljóð og hugsandi. „Farðu bróðir þegar þú
vilt og eg skal fylgja þér. Eins og fæðing okk-
ar bar að á sömu stundu, skal dauða okkar, ef
Unt er, á sömu stundu að bera. Ekkert skal
nðskilja okkur!“ Og hann greip fast um meðal-
kafla sverðsins er hann lék sér að, og dróg
það úr slíðrum og kastaði því upp í loftið, svo
sólargeisiarnir glömpuðu af því sem elding eitt
augnablik. Hann greip það á lofti og endurtók
garnla herópið er hljómað hafði yfir svo marg-
an orustuvöll: „Mætið d’Arcy! Mætið dauðan-
Uln!“ Svo slíðraði hann sverð sitt og bætti við
1 lægri róm, eins og hann blygðaðist æðis síns:
>Aið erum ekki börn er kjósum að berjast þar
fem enginn óvinui' er, en bróðir minn, óvinirn-
Ir geta þegar minst varir staðið andspænis okk-
Ul' Bi'óðirinn brosti lítið eitt en Rósamunda
tók til niáls: „Á þann bátt mun burtför ykkar
eia að, kæru frændur mínir, og máske komið
P' aldrei aftur. Það mun aðskilja okkur“,
bætti hún við í óstyrkum
róm. „Það er oftast
hlutskifti kvenmanna að vera einmana og yfir-
gefnar, því menn sem þið, elska sverðið öllu
öðru fremur, enda mundi eg ekki virða ykkur
mikils væri ykkur öðruvísi varið. En —óWulf!
Það sló svo rauðum bjarma á sverðið þitt áðan
að eg er hrædd, án þess að vita við hvað. —
En það er satt, við verðum að fara að flýta
okkur; það er full hálf önnur míla heim og
dimman fer í hönd, en eigum við ekki að
krjúpa fyrst á þessum helga stað sem frá alda
öðli hefir verið helgaður dýrðlingum kirkju vorr-
ar, St. Pétri og St. Shad, og biðja guð verndar
á heimleiðinni ?“
„Á heimleiðinni ?“ sagðiWulf ákafur. „Hvað
ætti að óttast þenna spotta meðfram Blackvates-
ströndinni?“ „Á heimleiðinni“. sagði eg, Wult,
en heimili okkar er ekki í Steaple-höll heldur
þarna uppi“, og hún benti á himininn bjartan
og purpuralitan af kveldroða. „Við skulum þá
koma," sagði Godvin „og ganga inn i gamla
helgidóminn, þaðan hafa svo margir ferðast
heim. Margir riddarar hinna horfnu tíma og
ýmsir aðrir báðust hér fyrir í hinsta sinni, með-
an hér var bænahús.“
Þau gengu því næst inn í gamla bænahús-
ið, er hafði verið eitt af þeim fyrstu er bygt
var á Bretlandi hinu mikla. Það var bygt úr
óhöggnu grjóti, og sögðu múnnmælin að það
hefði að nokkru leyti verið bygt af dýrðlingnum
Shad með eigin hendi. Þau krupu við altarið
og báðust fyrir, stóðu síðan upp og gengu til
hesta sinna er stóðu bundnir skamt þaðan.
Það var um tvo vegi að velja, eða öllu
heldur þröng einstigi heim að Steaple-höll. Annar
lá yfir sveitina og gegn um Bradwell-þorp,
en sá var skemri er lá meðfram sandbleytu
feni við mjóa sjávarvik er kallaðist „Vikindauða“,
en frá botni víkurinnar lá vegurinn svo beint
inn í landið, með Stangate-klaustrið á hægri hlið.
Þau völdu skemri veginn er var góður með
lág-sjávuðu, sem ekki var hægt að segja um
sveitarveginn þó um hásumar væri. Þau vildu
líka vera komin heim fyrir kvöldverð, svo
gamli riddarinn d’Arcy, faðir Rósamundu og
föðurbróðir bræðranna, skyldi ekki verða hrædd-
ur um þau og máske fara að leita að þeim.
Þau riðu nú hér um hil hálfa stund með-