Heimilisblaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 8
6
HEIMILISBLAÐIÐ
■og það enda svo, aS móðir mín fór að hafa
orð á ])ví, hvað Onnu litlu væri að fara fram
til skapsmunanna.
En Anna lét mig aldrei í friði. Hún var sí
og æ aö biðja mig um að fara nú að svara
honum Kára. Eg kom því að máli við þau Jón
og Þóru, og sagði þeim, að nú yrðu þau að
segja Önnu satt og rétt frá öllu; þau lofuðu
því, og einn góðan veðurdag kallaði Þóra á
hana útí heyhlöðu.
„Ileyrðu, Anna“, sagði hún, „þú mátt ekki
reiðast mér, en — en —“
„En hvað, — hvern fj .. . ertu að þvæla —“
Anna var ekkert mjúk í máli þessa stundina.
^Vertu róleg“, hélt Þóra áfram, — það var
bréfið, þú veist — eg ætlaði að segja þér —
þetta var bara spaug, Anna min; það var frá
mér og honum Jóni.“
P'yrst starði hún steinþegjandi á Þóru, svo
rak hún upp hátt hljóð, og reiddi hnefann til
höggs, Þóra hröklaðist undan, og hófst nú all-
snörp viðureign í hlöðunni.
Loks settist Anna á heymeis, grúfði andlitið
í höndum sér og hágrét.
Þóra laumaðist út og var furðu alvarleg
þegar hún fór að segja mér frá samtali þeirra
Önnu.
Eg sáriðraðist eftir, að hafa skrifað bréfið.
Atti eg að vera að leiða inn í hug aumingjans
myndir og vonir. sem voru ekki annað en tál?
Hún hafði i einfeldni sinni fest trúnað á fram-
tíðardrauma þá, er hún bygði á bréfinu, sem
allir heilvita menn gátu séð að var markleysa
ein. En Önnu var ekki gefið að sjá það. Hún
sá þar á móti rofa í lofti fyrir einhverri til-
breytingu frá daglegu stritverkunum og slitinu,
— hún sá vonarbjarma sem virtist lýsa og
verma hugskot hennar — en svo komu von-
hrygðin, sár eins og ávalt, engu síður henni
heldur en öðrum— og eg hét því þá að eg skyldi
nldrei fylla þann flokkinn, sem leggur það í
vana sinn að særa aumingja. (j. ^
Enginn umber hetur last en sá sem á mest
lof skilið.
Kærleikurinn er bjartsýnn.
lánaðanöfnin.
Janúar er nefndur þannig eftir rómverska
guðinum Janus, sem er táknaður með tveim
andlitum; annað snýr að framtíðinni en hitt að
fortíðinni; eða seinna meir eftir latneska orðinu
janua — er þýðir hurð — af því mánuöurinn
er hurðin eða inngangurinn inn í nýja árið.
Febrúar, er komið af latneska orðinu fe-
bruare, — að hreinsa — því það var siður
hjá Rómverjum að halda hreinsunar- og betr-
unarhátíð dagana 18,—28. febrúar, sem voru
síðustu dagar ársins hjá þeim.
Mars er nefndur eftir stríðsguðinum Mars,
og var fyrsti mánuöurinn hjá Rómverjum.
Apríl er komið af aperire latneska orðið
sem þýðir: að opna, því þá byrjaði alt að vaxa.
Mai er nefndur eftir móður Merkúriusar, er
hét Maja.
Júní er nefndur eftir gyðjunni Juno.
Júlí heitir í höfuðið á rómverska keisaranum
Julius Gœsar,
Agúst. Sá mánuður hét upphaflega Sextilis
en seinna var hann nefndur eftir Agústus
keisara.
September. Þetta nafn er komiö afseptem
(7) af því að mánuðurinn var sá sjöundi í ári
Rómverja.
Október er komið af octo (8), og var hann
áttundi mánuðurinn hjá Rómverjum.
Nóvember er komið af novem (9), því að
hann var níundi mánuðurinn hjá Rómverjum.
Desember, kemur af decem (10) og var
hann tíundi mánuðurinn hjá Rómverjum.
E. P. Br.
þýddi.
Jólakveðju
hafa dönsk sunnudagaskólabörn sent íslensk-
um börnum, nú um nokkur ár, og er hún í þetta
sinn búin undir prentun af hr. cand. theol. S. Á.
Gislasyni. Ritið flytur islenskum börnum hugð-
næmar jólaóskir ýmsra vina suður í Danmörku,
smásögur og fl., og er, sem að undanförnu,
skreytt góðum myndum.