Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1915, Page 3

Heimilisblaðið - 01.02.1915, Page 3
HEIMILISBLAÐIÐ 11 Lag: Stille, o stille. Þey, þey og ró ró! LoJcaðu Ijúfri brá liljan min prúða. — Frost er um fold og sjá. Fölnuð er rósin smá. — þeyt þey og ró ró! Þey, þey og ró ró! Dimmir um dal og liól, dregur að húmi. Skammdegis sœla sól, siðustu geisla fól. — Þey, þey og ró ró! Þey, þey og ró ró! Sofðu nú barnið blitt, byljir ei saka. Móður við lijarta lilýtt, hljómar þér Ijóðið þýtt. — þey, þey og ró ró! lœkur. Jólaliókiu IY. — Útgefandi: Bóka- verzlun Guðm. Gamalíelssonar, Það kann ýmsum að finnast nokkuð seint, að fara nú, löngu eftir jól, að minnast á jóla- bókina. Svo er þó eigi. Efni hennar er svo gott og í alla staði vel valið að hún mun á hvaða tíma árs sem er, vera kærkominn gestur á hvert einasta heimili í landinu. Fyrst er kvæði eftir Guðni Guðmundsson skáld („Nóttin helga“) gullfallegt. Þá er næst falleg saga „Týnd jól — fundin jól“ — þýdd af Bjarna Jónssyni, og önnur saga þýdd af Árna Jóhannssyni „Míra“, austurlensk saga, gullfalleg. Þá er „Rétta leiðin“, — þýðing eftirlngi- björgu Ólafsson og „Hermannssonurinn“ kvæði oltir J. L. Runeberg, þýtt af Bjarna Jónssyni frá Vogi. Einnig eru i bókinni hollráðar vísur eftir Sigurð Breiðfjörð, teknar úr mansöng i Núma- rímum. Irosður nir. Eftir rih=i=rSÉi^i=ifsi Rider Haggard. [Frh.] „Herra minn segir,“- sagði hinn siðarnefndi, að þér hafið það meðferðis, sem meira sé vert, en öll auðæfi heimsins — nfl. hina fögru konu er ykkur fylgir. Hennar ér á öðrum stað beðið með óþreyju. Seljið hana í hendur vorar, og þér megið fara í friði. Þið eruð hugrakkir menn og vér óskum ekki eftir að úthella blóði ykkar. Nú voru það bræðurnir sem hlógu. „Að selja hana i hendur ykkar?“ svaraði Godvin. „Það sæmdi samvizkulausum ódrengj- um! En hver er sá, er svo mjög þráir návist Rósamundu!“ Aftur varð hjóðskraf milli aðkomumanna, loks svaraði túlkurinn: „Herra minn segir, að allir sem sjái hana, hljóti að verða hrifnir af fegurð hennar, og þrá návist hennar. En ef þér endilega viljið vita nafn þess, þá er það Lózelle riddari“- „Lózelle riddari!" andvarpaði Rósamunda, og varð enn fölari en áður, enda hafði hún fulla ástæðu til að óttast, því þessi Lozelle, sem var fæddur í Essex, var orðlagður þorpari. Hann hélt skipum sínum um öll höf, og bár- ust af honum ýmsar ljótar sögur. Fyrirskömmu hafði hann gerst svo djarfur, að biðja Rósa- mundu sér til handa, en hún hafði neitað hon- um, hlaust svo þar af einvígi milli hans og God- vins, og hafði Godvin sært hann mörgum sár- um, Síðan hvarf Lozelle, svo enginn vissi hvað um hann var orðið. „Er þá Lozelle hér dularklæddur, eins og þið hinar lyddurnar?“ spurði Godvin. „Sé svo, er eg reiðubúinn að mæta honum, til að Ijúka við leik þann, er hann skreið frá síðast“. „Það verðið þér sjálfur að fmna út, hvort hann er hér,“ svaraði hinn. „Það er ekkert undanfæri; við verðum að taka Rósamundu á millum okkar og reyna að riðja okkur braut gegn um ílokk óvinanna“, sagði Wulf.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.