Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1915, Side 3

Heimilisblaðið - 01.03.1915, Side 3
HEIMILISBLAÐIÐ 19 ÞaS eru menn með berklaskemdir i sér á fjölda heimilum. Hræki þeir á gólfið, er gerl- unum (máske biljóuum) þeytt upp í loftið með rykinu. Menn anda þeim svo að sér. Að hrækja á gólf þar sem þrifnaðarhættir eiu þannig, sem viða er hér á landi, má likja við að varpa sprengikúlu á gólfið. Það er glæp- samlegt að gera það, og ætti sannarlega að varða við lög. Gólf íveruherbergja eða matarherbergja á ávált að þvo daglega, aldrei að sópa. Það tekur mjög lítið lengri tíma að þvo gólfin yfir (strjúka þau) með votri dulu, sem fest er á gólfþvegil, en að sópa þau. Það ætti eigi að sjást, að kvenfólk sé látið liggja á hnjánum i gólfinu; sá ósiður er hér orðinn svo rótgróinn, að erfitt er mjög að koma kvenfólki í skilning um, að það sé nokkuð óþægilegra en að strjúka þau yfir á áðurgreindan hátt. Aðalatriðið er, að gólfin séu strokin yfir dag- lega, því þá kemur aldrei óþverra skán á þau. Aldrei verður hægt að útrýma berklaveikinni héðan, meðan ósiður þessi tíðkast. Þannig verður hver og einn að byrja að þekkja sjálfan sig og þrífa þar til, ef hann tyggst að bægja burt sjúkdómum, eða gera sig og aðra hrausta. Markmiðiðerblátt áfram og látlaus lífernismáti með iðkanhreinlætis í öllum greinum. Það ersá Kínverjamúr, sem mun reynast óbrotgjarn, er sjúkdómar gera árás. Vondum solli flýðu frá og forðast jiá sem reiðast, elskaðu góða. en aumka þá, afvega sem leiðast. Visku’ og dygð að vinum þér veldu systur báðar, leitaðu hvað sem forma fer fyrst til þeirra ráða. Sig. Breiðfjörð. Iftir barn. (í nafni foreldranna). TJng og hrein og ástarþyrst. öncl þin flang til himinsala. Oft er það að fölna fyrst fegurst blóm i skauti dala. Bros þin voru blið og hrein, björt og engilfögur tárin; mun þin elskuð minning ein mýkja cljúpu harmasárin. Okkar blóm sem unað jóic er i himins blómasafni. Drottinn cjaf og Drottinn tók, dýrð og heiður sé hans nafni. Sigurbj. Sveinsson. liríðið og trúarbrögðin. Eftir Guðmund Hjaltason. I. Er menningin að verða gjaldþrotaP Oft hafa stríð eins og aðrar stórhörmungar, orðið til þess að vekja þjóðirnar af svefni synd- anna og kæruleysisins. En stundum hafa strið veikt trúna. og eins fór nú fyrst i þessu stríði. í byrjun stríðsins héldu margir, að nú fengi vantrúin fyrst verulegan byr, nú yrði brátt úti um kristindóminn. Og sumir sögðu sem svo: „Það er nú auðséð, að enginn góður Guð er til, fyrst hann lætur önnur eins ósköp viðgang- ast.“ Suma hrylti nú auðvitað við að hugsa til þess ef guðlaust væri. En ekki samt ólíklegt að sum- um hafi þótt það léttir. En nú um þessi áramót heyrir maður al- staðar frá, að kirkjurœknin vex, trúrœknin og bœnrœknin tekur fleygiframförum. Og það ekki aðeins i hinu guðrækna Eng- landi og hinu hjátrúarfulla Rússlandi. Nei siður en svo. Einnig í hinu „léttúðga“ Frakklandi og hinu rammkrítiska Þýskalandi flýja þjóðirnar, og það

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.