Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1915, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1915, Síða 6
HEIMILISBLAÐIÐ „Já, víst er það eg sjálfur“ svaraði hann. „Andar birtast ekki fótvana, — slíkt orsakast aðeins af völdum manna og sverða.“ „En Rósamunda! hvar er hún? Hafði grái hesturinn að synda yfir víkina, og hvernig kom- umst við hingað? Segðu mér það fljótt, mig langar svo til að vita það.“ „Það getur hún sagt þér sjálf“ sagði Wulf og staulaðist við hækju fram að hurðinni og kallaði á Rósamundu. Hún nálgaðist dyrnar hröðum skrefum og andlit hennar ljómaði af gleði þegar hún opnaði þær og sá Godvin sitja upp við dogg i rúm- inu, þó veikburða væri. Gleðinnar vegna gleymdi hún virðingu sinni í svipinn, en hljóp til hans og kysti hann á ennið. „Farðu varlega, Rósamunda“, sagði Wulf og leit undan. „Umbúðirnar geta losnað og orsak- að honum nýrra þjáninga, hann er enn mjög máttfarinn af blóðmissinum." „Þá ætla eg þó að kyssa hönd hans, þá hönd sem frelsaði mig“ sagði hún og þrýsti siðan hönd hans að brjósti sinu. „Hendur mínar höfðu nú einnig ofurlítið af 'því að segja,“ sagði Wulf, „en ekki man eg þó eftir að þú kystir þær, Rósamunda. En hvað sem því líður, þá ætla eg nú líka að kyssa hend- ur hans. Og Iofaður veri guð og allir góðir englar og dýrðlingar, sem, ásamt aðstoð Rósa- mundu og bænum hræðranna í Stangate-klaustri og Markúsar kirkjuprests, hafa gefið okkur þig aftur, elsku bróðir minn.“ Hann haltraði nú að rúminu, og vafði þeim handleggnum sem heill var um háls Godvins og faðmaði hann að sér hvað eftir annað. „Farðu varlega“, mælti Rósamunda gletnis- leg. „Umbúðirnar geta raskast, og honum hefir blætt svo mikið.“ Áður en hann gat svarað var dyratjöldunum ýtt til hliðar og inn gekk hár og tígulegur mað- ur. Hann var að visu við aldur en sorgir og sjúkdómar höfðu gert hann ellilegan fyrir tím- ann. Hárið, sem var snjóhvítt, liðaðist niður um herðar lians. Andlit Iians var fölt en frítt og þó að sorgir og andstreymi hefðu rist rúnir sínar á það, var það mjög likt andliti Rósa- mundu. Maður þessi var líka faðir hennar, hinn frægi Andrew d’ Arcy lávarður. Rósamunda snéri sér við og hneigði sig yndislega fyrir honum. Wulf beygði höfuðið en Godvin heilsaði með því að rétta upp hend- ina, því hann var enn of stirður i hálsinum til þess að hneygja sig. Framh. Nýprentuð er bók um trjárækt og blómrækt er svo heitir. Höfundurinn er Einar Helgason garðyrkjumaður. Bókin er 192 síður og kost- ar 2,50 aura. Bókin er í þremur aðalköflum, sem aftur skiftast í marga smákafla. Fyrsti kaflinn er um skrúðgarða, annar um trjárcekt, þriðji um blómrœkt. Myndir eru margar i bókinni bæði af skrúð- görðunum, og eins af næsta mörgum garðyrkju- verkfærum, eru þær góðar. Reynir, birki og víðir og af útlendum trjám álmur, hlynur, heggur, lœvirkjatré, fjallafura eru hélstu trén, sem hann talar um; og er það víst, að mikið gagn og mikil prýði er í slíkri trjárækt, meira gagn en allflestir ætla. Vora litlu skóga verðum vér að auka, minka mega þeir ekki. Aukist þeir, svo eykst eldi- viður, jarðvegur og jurtagróður með. En minki þeir, þá verða margir grösugir blettir að gróðurlausum mel eða ílagi. Hann talar nú reyndar eingöngu um trjárækt heima við bæi, og er það líka rélt, því þar er hægast að stunda hana. Trjárækt lengra frá bænum er miklu fyrir- hafnarmeiri. Mörg útlend tré nefnir hann lika sem rækta mætti til muna svo gagn og fegurð geri. En best er sjálfsagt að byrja á innlendum trjám. Ribsberjaræktun hefir víða hepnast ágætlega, þótt þau sé útlend planta. En það eru kartöpl- ur og kál líka. Svo er kaflinn um blómrœktina■ Telur hann þar 37 tegundir íslenskra skrautblóma sem rækta mætti til bæjarprýðis. Nefni eg hér nokk- ur af þeim, sem algengust eru: Baldursbrá,

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.