Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1915, Síða 7

Heimilisblaðið - 01.03.1915, Síða 7
HEIMILISBLAÐÍÐ 23 blálilju (lungajurt) blóðberg, brönugras, burkna, burn eða burnirót, eyrarrós, fjalldalafífil, gleym- mér-ei, gullintoppu, hvönn, mjaðurjurt, storka- blágresi, vallhumal, þrílita fjólu, æruprís, stein- brjóta og fleira. Skýrir hann einnig rækilega frá hvernig rækta skuli plöntur þessar. Sumar þeirra má nú stinga upp og flytja svo hnausinn heim í garðana, en þá þarf aftur að reita vel upp allar aðrar plöntur í hnausnum. En eins og bókin bendir á, er alveg árið- andi að girða sérhvern trjáa- eða blómareit, því annars verður öll sú rækt til ónýtis. í bókinni eru margar ágætar reglur, sem líka eru góðar að fylgja við matjurtarækt. Trjárækt og blómrækt er nú talsverð kom- in í kaupstöðum vorum og er þess getið í bók- inni. Ræktun sú sýnir Ijóslega að rækta má tré og blóm um mestallan hluta lands, já í sumum óbygðum. Bókin er vel samin og mjög lærdómsrík, er lipur og ljós allstaðar og víðast hvar nákvæm. En á s. 68—69. þarf nákvæmar að tala um plöntunaraðferð með skiftingu, þó að vísu ekki sé hægt að nota hana nema við örfáa runna. Bókin er þörf, því trjárækt og blómrækt er bezta hýbýlaprýði og hænir fólk að heimilunum. Er ágætlega bent á þetta og fleira á s. 1—5. Blómrækt og trjárækt vekur altaf smekk fyrir fegurð, hreinlæti og hýbýlaprýði. Og þetta þrent hjálpar meðal annars til að vekja virðing annara þjóða fyrir oss. Því heimurinn dæmir nú svo mikið eftir hinu ytra. En trjárækt og blómrækt gleður og fegrar lika sálina og eflir þannig siðgæðið sjálft. Trjárækt og blómrækt eflir því bæði gagn og sóma landsins og þjóðarinnar. Guðmundur Hjaltason. „En hvað fíll er víst dýr skepna.“ „Já, það er nokkuð til í því, ég vildi bara óska að eg ætti næga peninga til að kaupa einn fyrir.“ „Hvað í ósköpunum hefir þú við fíl að gera?“ „Eg kæri mig ekkert um fílinn. Ég óska bara að eiga peningana sem hann Jcostar.“ ildhúsrdð. Kjöt í HrísgTjónaliring V2 kg. hrisgrjón eru soðin meyr í 2 pt, af mjplk, meðan grauturinn er heitur er hrært út í hann 125 gr. smjör, 4 egg, 1 tesk salt og 125 gr. hveiti. Blikkhringur, sem til þess er gerður, er smurður vel með smjöri og stráð í hann tvíbökurúst og grjónajafningurinn látin þar, í bakaður því mæst í ofni við góðan hita i 1 tíma. Hringinn skai því næst losa úr mótinu á fat, innan í hann skal svo láta kjöt skorið í bita og búa til á það brúna sósu, líka má hafa karrý sósu á kjötinu. Saltkjöt má líka nota í svona bring og búa til á það sósu úr kjöt- krapti eða daufu saltkjötssoði og láta út í það ofurlítið af pipar og lauk. „Litlar kringlur“ 250 gr. hveiti, 125 gr. smjör, 75 gr. sykur 1 eggjablóm, á hnífsoddi hjartarsalt. Þetta er alt hnoðað saman og rúllað út í þunna strimla því næst búnar til smá kringlur í laginu eins og halgdakaka á þær skal bera hrært egg og dýfa þeim í sambland af möndlum og sykri. Bakaðar ljósbrúnar. Það er dýrt að eiga í ófi'iði. Aðeins eitt fall- byssuskot úr stærstu fallbyssunni á nýtisku herskipum kostar hér um bil 4 þúsundir króna, Frú Bertha Krupp, eigandi hinnar afarstóru járnsteypuverksmiðju geldur langhæst útsvar á Þýskalandi, sem sé 5 miljónir og fjögur hundr- uð þúsund krónur. Talsímanotendur eru meira en 80.000 í Stockhólmi. Eftir því hefir 4—5 hver maður talsíma. Frægur veðhlaupahestur á Englandi var ný- lega seldur fyrir 800,000 krónur!

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.