Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 6
30 HEIMILISBLAÐIÐ lónína Írnadóiíir, lyrarbakka. Fœdd 18/x 1874. — Dáin 4/i 1915. (Kveðja frá manni hennar). Drottinn gaf — því gleymi’ eg eigi hve glaður þá eg söng og hló. Við sáumst fyrst á sólskinsdegi, er sumarið dreymdi’ um mosató. Við gengum saman vorsins vegi, og vonin í okkar hjörtum bjó! Finst mér sem á flæðiskeri fyrir handan ljós og sól, þar sem aldrei gróður greri grænn í hlé við stein og hól, sál mín standi’, og boðar beri burt það alt, er veitti skjól. Og saman ást og eiða bundum, og okkar hófum lífsins skeið. I sælu’ og gleði saman undum, því sólin skein svo björt og heið. — En — áður en vai'ði fjúk við fundum, og frostvind móti á okkar leið. Hneit mér nær við hjartarætur hjör, er kaldur dauðinn brá, eftir skilið líf mitt lætur líkt og rótarslitið strá langir dagar, dimmar nætur dreypa eitri sárin á. Og sorgin þung, með kulda og kvíða, þá kom og settist rúm þitt við. Þú varðst svo margt að þola og líða, og þar var ekki að tala um grið. — Við vonuðum þó að vorsins þýða væri í nánd með sælu’ og frið. í harmi sárum huggun eina herrann sjáiíur veitta lét: blómin okkar og augasteina, ástar þinnar dýrstu met. Það eru bætur þungra meina þeim, sem horfinn ástvin grét, Drottinn tók. — Eg titra’ af ekka og tárin væta föla kinn — ólánssamastur allra rekka, ólæknandi er harmurinn. Hví barstu mér þenna beizka’ að drekka og bitra kaleik, Drottinn minn ? Vertu sæl! — Á sólarvegi saman liggja aftur spor, — fagna mun eg frelsisdegi — færir það mér kjark og þor, og þá mun hvorki tár né tregi truflað geta eilíft vor. Bak við hnjúka hárra fjalla hnigur æfisólin manns; gott er þreyttum höfði halla að hjarta Drottins kærleikans. Vegsamað sé um eilífð alla ár og daga nafnið lians. Þröstur.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.