Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 7
HEIMILJSBLAÐIÐ 31 Charles Edwards, sem var skrifstofuþjónn hjá vefnaðarvöruverzlun i London, starði stein- hissa á bréf sem hann hafði nýlega fengið. Hann var í sjöunda himni af gleði, þvi að í bréfinu, sem var anuars frá málaflutningsmanni þar í London — stóð að einhver frændi hans, sem hann þekti ekkert, en hafði rétt heyrt nefndan „Jakob frænda“, væii nýdáinn en hefði arfleitt hann að stóru búi, sem hann átti í nánd við York. — Málaflutningsmaðurinn hvatti Charl- es til að fara sem fyrst þangað og láta ráðs- manninn vita, með hvaða lest hann kæmi, svo að hann gæti tekið á móti honum á stöðinni. I bréfinu var líka 5 punda seðill (o: 90 kr.) sem hann átti að nota í ferðakostnað. Óumræðilega glaður og hróðugur yfir þessu, fékk Charles sér vagn og ók af stað á járn- brautarstöðina. A leiðinni var hann að hugsa um, hvernig húsið mundi nú líta út og hvort þar væri vel umgengið o. s. frv. Móðir hans hafði, meðan hún lifði, aðeins einstöku sinnum minst á Jakob frænda og tal- að um hann sem gamlan og heimskan bónda, sem skifti sér af engu nema landbúnaði, hest- um og hundum. Charles Edwards hafði sagt ráðsmanninum frá komu sinni, og hlakkaði nú til að veiða upp úr honum ýmislegt sem hanu varð að vita um búið. En um Jakob frænda hugsaði hann ekkert. Þakklæti vissi hann varla hvað var; hann vildi einungis ná i peningana til þess að geta eytt þeim. Þegar hann kom á járnbrautarstöðina í York, gáði hann allstaðar að Jeremias Daniell, svo hét ráðsmaðurinn — en sá hann hvergi. Það leið heill stundarfjórðungur og enn þá sást enginn. — Charles Edwards gekk fram og aftur. Hann var orðinn hræddur um að hann hefði verið grátt Ieikinn. Loksins sá hann aldr- aðan og heldur rykugan bónda, sem virtist vera að leita að einhverjum. „Góðan dag. Þér eruð þó ekki herra CharÞ es Edwards?“ spurði bóndinn kurteislega. „Jú, það er einmitt eg — eruð þér Jeremi- as Daniell?“ Gamli maðurinn hneigði sig djúpt. „Það er annars skemtilegt eða hitt þó held- ur, hvað þér látið mig bíða lengi“, hreytti Charles úr sér, „nú hefi eg beðið hérna bráðum í hálftíma". Gamli maðurinn hnyklaði brýrnar, og von- brigðissvipur kom i hið rauða og veðurbarða andlit hans. Það var leitt, herra Edwards, en það er svo langt hingað frá búinu og sólin skein svo heitt að eg varð að láta hestinn brokka. En undir eins og hann hefir fengið svolítið af höfrum, getum við lagt á stað aftur“. „Jæja þá; við skulum ekki tala meira um það. En eg ætla að segja yður það strax, að ef þér viljið vera i þjónustu minni, þá verðið þér að vera stundvísari“, sagði Charles. Á leiðinni mælti Daniell gamli ekki orð frá munni. Hann lofaði Charles að tala. „Þetta er þó sá versti vegur, sem eg hefi nokkurntíma farið um. Því í skrambanum er hann ekki vættur í svona þurkum? Nei, það er satt, það er auðvitað ekki vatnsleiðsla í þessum afkima! Hm, svo þetta er bykkjan? Nú skil eg hvers vegna þér voruð svona lengi á leið- inni, en að nota þessa dróg!“ „Þetta var nú samt uppáhalds hestur hús- bónda míns“, svaraði Jeremias. „Hann notaði hann altaf sjálfur í meira en 12 ár og hann vonaði að þér seljið aldrei hestinn ..." „Nei, eg ætla ekki að selja hann ef það stendur skrifað í erfðaskránni“, svaraði Charles hæðnislega; „en eg get t. d. Ieigt hann einum vini mínum, sem er vagnaleigjari í London, en eg þori að fullyrða það, að þegar svipan ríður á honum skal hann verða fjörugur!“ Gamli ráðsmaðurinn hrökk við, — eins og hann hefði sjálfur verið sleginn með svipunni.— „Þarna er nú búið“, sagði hann, „eg vona að yður líki það“.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.