Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1915, Síða 3

Heimilisblaðið - 01.05.1915, Síða 3
HEIMILISBLAÐIÐ 35 ^35==T=l=T===T=l=T=EfSl=T=l=T=*^ tc!1=t=H=i=1 Srxðurnir, Eftir i Rider Haggard. [ff=i=i=i=y=fcj 1 [Frh.] „Þetta er nú alt saman gott“ sagði Wulf „Við höfum að minsta kosti séð þessa kvenna- þíófa í síðasta sinni. Því hefðu þeir haft meira ilt í huga, mundu þeir hafa gert vart við sig síðan“. Svipur d’Arcys var alvarlegur er hann svaraði: „Það vil eg vona; en saga þessi er öll mjög undarleg. Hvernig gátu þeir vitað að Rósa- munda og þið ætluðuð til altaris St. Péturs þenna dag, svo þeir gátu varnað ykkur veginn heim. Einn eða annar njósnari hefir hlotið að segja þeim þetta, því venjulegir sjóræningjar eru það ekki, því þeir töluðu um Lozelle og buðu ykk- ur að fara burt óskemdum, því það væri aðeins Rósamunda er þeir vildu ná i. Þar við bætist sagan um sverðið, er féll úr hendi Godwins er hann særðist, og siðan skilað aftur á svo dul- arfullan hátt. Eg hefi oft séð slikan riddara- skap meðal heiðinna Austurlandabúa“. „Já, en Rósamunda er að liálfu leyti austur- Ienzk“, sagði Wulf athugalaust. „Máske það standi i einhverju sambandi við þetta mál“. D’Arcy hrökk við og roði færðist í hinar fölu kinnar hans. Síðan tók hann til máls, og var auðheyrt á málrómi hans, að hann óskaði ekki eftir frekari umræðum um þetta mál. „Það er nóg komið að sinni. Godvin er mjög veikburða og þreytist því tljótt, en áður en eg yfirgef hann, verð eg að segja nokkur orð, er gleðja munu ykkur báða. Ungu menn, þið eruð af mínu blóði, nn'nir nánustu ættingj- ar auk dóttur minnar, synir bróðir míns, hins hrausta og hugljúfa riddara. Eg hefi ætíð elsk- að ykkur og verið hreyldnn af ykkur, og hafi eg verið það áður, hversu miklu fremur hefði eg þá ekki ástæðu til þess nú er þið hafið bjarg- a<5 dóttur minni? Afreksverk ykkar er því- bkt, að annað meira hefir ekki verið unnið í Essex i mörg ár, og þeir sem það unnu skulu ekki lengur vera réttir og sléttir hermenn, held- ur reglulegir riddarar. Eftir gamalli venju er mér heimilt að veita ykkur það, en til þess að enginn gæti móti mælt, fór eg til London, með- an þið voruð veikir; — þó ekki fyr en við höfðum von um að Godvin mundi lifa, sem við höfðum fyrst litla von um, og fékk áheyrn hjá konunginum. Þegar eg hafði sagt honum í fám orðum hvað við hafði borið, bað eg hann að gefa inér skriflega skipun sína til þess að dubba ykkur til riddara. Hér hefi eg bréfið sem hann fékk mér, börn mín. Það er innsiglað með inn- sigli konungsins. Efni þess er það, að egskuli í hans og mínu eigin nafni dubba ykkur til riddara, og skal sú athöfn fram fara opin- berlega í klausturkirkjunni í Stangate, nær sem tækifæri gefst. Flýttu þér því Godvin að hress- ast, svo þú verðir ekki lengi hér eftir skjald- sveinn, heldur Godvin riddari; hvað þig snertir Wulf, er sár þitt á fætinum þegar nógu vel gróið til þess“. Hið föla andlit Godvins sveipaðistfögrum roða; en Wulf leit til jarðar eins feiminn að sjá og ung stúlka. „Tala þú“, sagði hann við bróður sinn, „því tunga mín er stirð og sljó“. „Herra“,mælti Godvin með óstyrkri röddu. „Við vitum ekki hvernig við eigum að þakka yður þenna mikla heiður, sem okkur hafði aldrei ór- að fyrir að við mundum öðlast, fyr en við hefð- um unnið eitthvað meira þrekvirki, en að ryðja okkur braut gegnum hóp sjóræningja. Hið eina sem við getum sagt, herra, er það að við vilj- um kappkosta að vera verðir góðvildar yðar og þess nafns er vér berum“. „Vel svarað“, sagði föðurbróðir þeirra, og bætti við, eins og hann talaði við sjálfan sig: „Þessi maður er eins hæverskur og hann er hraustur“. Wulf leit upp hálf gletnislegur á svip. „Eg, sem því miður hefi ekki eins liðugt tungutak, þakka þér einnig, föðurbróðir. . En mér finst að frænka okkar ælti eins skilið að verða dubb- uð til riddara, ef konur gætu átt hluttöku í því, þvi að ríða á sund yfir Víkina dauðu var vissu- lega meira þrekvirki, en að berjast við nokkra þorpara á steinbrúnni".

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.