Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1915, Page 4

Heimilisblaðið - 01.05.1915, Page 4
36 HEIMILISBLAÐIÐ „Rósamunda? Staða hennar er nógu há, helst of há hvað öryggi hennar snertir“, svar- 'aði hann hálf dreymandi um leið og hann gekh ut ur herberginu. „Það er gott kæra frænka“, sagði Wulf, „en þó þú getir ekki orðið riddari, getur þú þó minkað þá hættu er stöðunni fylgir með því að giftast riddara. Rósamunda starði á hann og lék gremju- blandið bros um varir hennar. Hún kvaðst svo verða að fara að elda kjötsúpu handa God- vin um leið og hún gekk út úr dyrunum á eftir föður sínum. „Það hefði verið ánægjulegra að hún hefði gefið okkur í skyn að hún væri glöð“, sagði Wulf þegar hún var gengin út. „Hún hefði máske gert það“, svaraði bróð- ir hans, „hefðir þú ekki komið með þitt klúra spaug, er vel mátti skilja sem bendingu“. „Það var alls ekki mín ætlun. Því skyldi hún ekki verða riddarafrú?“ „En hvaða riddara? Mundurn við hvor okkaf sem væri bróðir minn, verða ánægðir ef hann sem vel getur orðið, yrði ókunnur?“ Wulf sat þögull og hugsi. „Já“, sagði Godvin, „þú hugsar ekki áður en þú talar, en það er ætíð gott að gera það“. „Hún sór á steinbrúnni forðum“, skaut Wulf inn í. „Minstu ekki á hvað hún sór þá. Orð sem kona talar á slíkri stund ætti ekki að festa í minni“. . „Það er satt, bróðir, þú hefir rétt að mæla sem ætíð. Tungan hljóp með mig í gönur, þó get eg ekki gleymt þeim orðum, þó hvor okkar —“. „Wulf!“ „Eg vildi segja að við gengjum braut ham- ingjunnar í dag. Godvin. Slíkan bardaga hafði mig aldrei séð né dreymt um. Og þrátt fyrir alt unnum við, og erum báðir á lífi og verðum báðir riddarar!“ „Já, það er þér að þakka Wulf, að við er- um báðir lifandi — nei, það er nú svo, hvað sem þú segir. En hvað braut hamingunnar snertir, þá liggur hún i ótal krókum, og máske hefir hún nú þegar leitt okkur fram hjá nokkrum þeirra“. „Þú talar eins og prestur, en ekki eins og skjaldsveinn sem dubba á til riddara fyrir sárr sem hann hefir fengið á höfuðið. Eg fyrir mitt leyti vil grípa hamingjnna meðan tækifæri gefst, gabbi hún mig síðar — —“. „Wulf!“ kallaði Rósamunda fyrir utan dyra- tjöldin, „hættu nú þessum hávaða og yfirgefðu Godvin, svo hann geti sofið, því hann hefir þörf fyrir það“. Síðan kom hún inn í litla herberg- ið til þeirra og bar í hendinni skál með heitri kjötsúpu. Wulf greip hækju sína og haltraði af staðr eu gerði um leið þá athugasemd, að konur ættu ekki að hlusta eftir því sem þeim kæmi ekki við. III. KAP. Riddaradubbun bræðranna. Ennþá var einn mánuður liðinn, og þó God- vin væri veikburða og fengi öðru hverju tals- verðan höfuðverk, vóru bræðurnir orðnir heilir sára sinna. Það var síðasta dag nóvembermánaðar, um kl. 3 e. hádegi að líta mátti fjölda fólks leggja af stað í skrúðgöngu frá gömlu höllinni í Steaple. I broddi fylkingar reið fjöldi riddara í öllum her- klæðum, og voru borin fyrir þeim merkiþeirra. Næstur þeim kom gamli riddarinn Sir Andrew d’Arcy í öllum herklæðum og fylgdu horium skjaldsveinar og þjónar, en við hlið hans reið Rósamunda dóttir hans i skrautlegri loðkápu. Hún reið sama hestinum er bar hana yfir víkina dauðu, Síðan komu bræðurnir, voru þeir látlaust búnir, sem almennir aðalsmenn, og fylgdi sinn skjald- sveinninn hvorum þeirra; þeir voru af aðalsætt- unum Salcote og Denjia. Eftir þeim riðu fleiri riddarar, skjaldsveinar af ýmsum stigum, þjón- ar, og loks bændur og þorpsbúar sem gengu eða hlupu með konur sínar og börn. Skrúðfylgdin fylgdi veginum gegnum þorpið en beygði svo til vinstri handar við hvelfingu, er lá á takmörkunum þar sem landareign munk- anna tók við, síðan var stefnt beint á Stangate- klaustrið sem lá hér um bil tvær rastir burtu.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.