Heimilisblaðið - 01.09.1915, Page 8
72
HEIMILISBLAÐIÐ
Hjón nokkur, sem sjaldan unnu i félagi sam-
an, höfðu lítinn akur hjá húsi sinu, og án þess
aS ráðfæra sig hvort við annað, sáðu þau í
hann Spinat o. fl. jnrtum. Þegar plönturnar
eftir nokkurn tíma fóru að koma í ljós, hélt
maðurinn að það væri illgresi, og reitti það
vandlega burt. A sama hátt bar konan sig að
En hvorugt ráðfærði sig við annað. Og að síð-
ustu voru engar ræktaðar jurtir til i akrinum.
En illgresið óx og þroskaðist.
„Það er óhugsandi, að nokkur maður sé
svo heimskur að haga sér þannig", segir þú
máske kæri lesari. En þessu er einmitt svo
varið. Það eru margir smá akrar til, sem ekki
eru betur hirtir, en veist þú hverjir þeir eru?
Það eru hin smáu barnshjörtu.
Þegar faðir og móðir sá ólíku sæði í hjörtu
þeirra, og uppræta jafnharðan það, sem hitt
sáði, þá fær illgresið leyfi til að festa rætur,
uns það hylur allan akurinn. Ef nokkuð er
til, sem hverjir foreldrar ættu að starfa að í
sameiningu, þá er það, að sá góðu sæði í hinn
dýrmætasta akur sem þeim er trúað fyrir, barns-
hjartað. Og með því að vinna samhuga að því
að hirða vel þessar ungu, veiku plöntur, með
hönd í hönd, er hægt að framleiða hin fegustu
blómstur, og nytsama ávexti.
Þýtt.
Ikuggsjá.
Hið fyrsta silki á að hafa verið spunnið
'2600 árum fyrir Krists burð af kinverskri keis-
arafrú. 350 árum fyrir Krist, talar Aristoteles
um silki hjá Grikkjum. Silkivefnaður byrjaði
fyrst að ráði í Evrópu á 12. öld, var það á
Sikiley, þaðan barst hann til Italíu, Spánar og
Suður-Frakklands.
Fyrsta hljóðfærið, sem sögur fara af er
bumban.
Ikritlur.
Jóhanna litla (sem i fyrsta skifti sér mann
með tréfót): Nei sko mamma, þessi maður
hefir þá göngustaf í staðin fyrir fót.
Mamma: Láttu ekki manninn heyra þetta
Jóhanna litla.
Jóhanna: Á, veit hann það ekki sjálfur?
J ó n : Þú vilt fá lánaða hjá mér peninga.
Hefirðu veð að setja mér?
Bjarni: Orð heiðursmanns.
J ó n: Jæja farðu þá og sæktu manninn.
Hjálmar litli: Stækka gleraugun þín
amma ?
Amma hans: Já, vinur minn.
Hjálmar: Ó, góða amma mín, taktu þau
þá af þér meðan þá skerð brauðsneiðina mina.
FANNEY,
barnabók með myndum, 5 hefti alls, kostar 50
aura hvert. Ágæt barnabók. Fæst hjá öllum
bóksölum.
Barnablaðið „Æskan“ kemur út í Reykja-
vík mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess
sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20.
Utg.: Aðáíbjörn Stefávsson og Sigurj. Jónsson.
Dýra verndarinn kemur út í Reykja-
vík fjórum sinnum á ári í 16 blaða broti. Kost-
ar 50 aura árgangurinn en 15 aura í lausasölu.
Utgefandi Dýraverndunarfélag Islands. Fæst
hjá Jóh. Ogm. Oddssyni kaupmanni Laugeveg
63. Kaupið málgagn munaðarleysingjanna!
SKINFAXI, 16 síður á mánnuði. Flytur
myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvis-
um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, eftir
Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri: Jónas
Jónsson frá Hriflu.
Utgefaudi og ábyrgðarmaður:
Jón Helgason prentari.
Félagsprentsmiðjan.