Heimilisblaðið - 01.11.1915, Síða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
83
! r œ ð u r n i r,
|
d^ÍE^Éfi] Rider Haggard. [aM^^faS
Eftir
[Frl>.]
Áður en ár er liðiS frá þeim degi er
ég tek móti svari systurdóttur minnar er kall-
ast rós heimsins, munu sendimenn mínir gera
vart við sig, hvar sem hún svo verður, gift
eða ógift, til þess að færa mér hana, með mik-
illi viðhöfn sé hún fús að koma, aniiars með
valdi sé hún treg. Sem vott um ást mína,
sendi ég henni nokkrar dýrmætar gjafir, ásamt
útnefningu hennar sem prinsessu og stjórnanda
borgarinnar Baalbec og er titill sá, ásamt tekj-
um og réttindum sem honum fylgja, skráð í
skjalasafni keisaradæmis míns til hagsmuna
hennar og réttborinna erfingja hennar, og við-
urkent að vera bindandi fyrir mig og eftirmenn
mína til eilífðar.
Sendimaður sá er færir þér þelta bréf og
gjafir er kristinn maður, Nikulás að nafni, og
getur þú afhent honum svarið, því hann hefir
unnið þess eið að leysa þetta af hendi, enda
mun hann gera það, því honum er það full-
kunnugt, að geri hann það ekki, hlýtur hann
að deyja.
Undirritað í Damaskus af Saladín, stjórnanda
hinna trúuðu, og innsiglað með innsigli hans
vorið 851 eftir múhameðönsku tímatali.
Veittu því einnig athygli, að eftir það að
ritari minn hefir lesið bréfið upp fyrir mér, áð-
ur en ég ritaði nafn mitt undir það og innsigl-
aði, varð mér það Ijóst, að þér, Sir Andrew,
-eða þér „rós heimsins“ þætti það undarlegt, að
óg legði svo mikið kapp á að ná í konu, sem
•ekki hefir sömu trú og ég, og sem ég hefi al-
•diei séð, og getur því efast um tilgang minn í
þessu efni. Ég ætla því að skýra frá ástæðum
•minum í fám orðum. Eftir að ég hafði heyrt
talað um þig, „kvenlega rós“ heimsins hefir Guð
látið mig þrisvar dreyma drauma þér viðvíkj-
•andi.
Draumurinn er á þá leið, að eiður sá er ég
£ór, viðvíkjandi móður þinni, sé einnig bindandi
gagnvart þér; auk þess muni nærvera þín, á
einn eða annan hátt, sem enn er mér hulið,
hindra mig í því að úthella blóði fjölda manna
og þar af leiðandi afstýra mikilli eymd og
hörmungum. Þess vegna hefi ég fastákveðið
að þú skulir koma og búa í húsi minu. Að
þetta sé satt, sver ég við Allah og spámenn
hans.
V. KAP.
Vínsalinn.
Godvin lagði frá sér bréfið, og þau störðu
hvort á annað undrandi.
„Vissulega“, sagði Wulf, „er þetta tilraun
einhvers þorpara að gabba frænda.“
Án þess að svara bað Sir Andrew hann um
að lyfta silkislæðunni er huldi innihald skríns-
ins, og gæta að hvað í því væri; hann gerði
það, en hrökk svo aftur á bak, eins og sá, er
skært Ijós leiftrar framan í, enda gat það átt
sér stað, því i skríninu lágu fagrir gimsteinar,
er geislar stöfuðu af í allar áttir, svo fagrir, að
hann hafði aldrei séð neitt slíkt. Þeir glóðu
með öllum regnbogans Iitum, en innan um gat
að líta gull og dýrmælar perlur.
„0, hve fagurt, hve fagurt!“ hrópaði Hósa-
munda.
„Já“, svaraði Godvin, „heppilegt til að tæla
konu, svo hún þekki ekki rétt frá röngu“.
Wulf sagði ekki neitt en tók upp úr skrín.-
inu hvern hlutinn eftir annan: kórónu, slæður,
hálsmen úr perlum og annað alsett demöntum,
belti sett safírsteinum, og nælur skreyttar rúbín-
steinum; þar að auki ilskó, kjóla og annað
skart, allt úr purpuralitu silki, gullsaumuðu.
Innan i öllu þessu lá skjal það, er bréf Sala-
díns hafði minst á, viðvikjandi prinsessutign
hennar, skrá yfir þar með fylgjandi eignir og
árlegar tekjur hennar, er var stærri peninga-
upphæð en þau höfðu nokkurntima heyrt talað
um. Skjal þetta var innsiglað með innsiglum
soldáns, stórvesírsins og ritarans.
„Mér skjátlaðíst", sagði Wulf, „jafnvel sol-
dán Austurlanda mundi ekki leyfa sér jafndýrt
spaug“.
„Spaug?“ ansaði Sir Andrew. Það er ekk-