Heimilisblaðið - 01.11.1915, Page 10
88
HEIMILISBLAÐIÐ
rétt, og vísað hina réttu leið til Guðs og eiiífð-
arinnar þar sem dauðinn er ekki framar til.
lldhúsrdð.
llafrasúpa.
Hérumbil 125 gr. haframjöl, 2 pt. vatn, salt,
sykur og saft eftir vild. Mjölið og saltið er
látið sjóða í V2 t,ma; þá er súpan sýjuð og
sykurinn og saftin látin í. Litlar tvíbökur eru
bornar með, fransbrauð skorið í smá fyrhirn-
inga og brúnað svo á pönnu í smjöri og ofur-
litlu sykri.
Kringla.
1 kg. hveiti, V4 kg. smjör, 2 egg, V2 pt-
mjólk, 3 tesk. lyftiduft, 200 gr. sykur, 100 gr.
rúsínur, 50 gr. möndlur og ofurlítið súkkat.
Hveiti, smjör og lyftiduft er blandað velsaman,
því næst hola gerð i hveitið og sykur, egg og
mjólk hrærð þar í, og súkkatið smátt skorið er
lagt á degið og það brotið saman í renning og
því næst myndað úr því kringla. A hana skal
svo bera egg, og strá á hana möndlum og sykri.
Bökuð V2 tíma við gæðan hita.
^kritluF.
A. : Konan mín er mesti dugnaðartorkur,
hún samar alla sína kjóla sjálf. Hún hefir aldrei
borgað saumastúlku grænan eyri.
B. : Hm! — Konan mín lætur altaf aðra
sauma fyrir sig, — en annars er hún alveg eins
og þín kona. —
Dómarinn: „Nafn ?“
Ákærði: „Petersen.
Dómarinn: „Giftur?“
Ákærði: „Já.“
Dómarinn: „Fæddur?"
Ákærði: „Auðvitað, annars væri eg ekki
hér"1
I. árgangur blaðsins er ekki táanlegur nú
sem stendur. Einstök tölublöð eru uppgengin.
En þareð eftirspurn er talsverð eftir blaðinu frá
byrjun, þá verður óhjákvæmilegt að prenta þau
upp. En það er mikill aukakostnaður. Því
miður hefir útgefandinn ekki skrifað niður nöfn
þeirra manna, sem pantað hafa blaðið frá upp-
hafi. Eru • það því vinsamleg tilmæli til allra
þeirra, sem óska eftir að fá fyrsta árgang
keyptan, að gera útg. aðvart um það; eins þeir,
sem áður hafa pantað hann, en ekki fengið
hann sendan. Nöfn þeirra verða svo skrifuð
inn á sérstakan lista, og þeim sendur árgang-
urinn, þegar búið er að prenta upp blöðin, sem
vanta.
PrentrHla. í l.lfnu 1. erindi.s i kvœðinu „Oflœtis-
laus framfur“ i 10. tbl. þ. á. stendur: Þau œrðuorð
en á að vera: Þau æðruorð.
„Dýraverndariim“ talar máli dýranna.
Kemur ,út 4 sinnum á ári, 16 síður í hvert
sinn. Árg. kostar 50 aura. Er með myndum.
Gerist kaupendur i dag. Afgreiðsla hjá
Jóh. Ögm. Oddssyni Laugaveg 63.
FANNEY,
barnabók með myndum, 5 hefti alls, kostar50a.
hvert. Ágæt barnabók. Fæst hjá öllum bóksölum.
Barnablaðið „Æslian“ kemur út í Reykja-
vík mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess
sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20.
Ulg.: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurj. Jónsson.
SKINFAXI, 16 síður á mánnuði. Flytur
myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvís-
um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, eftir
Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri: Jónas
Jónsson frá Hriflu.
Utgefandi og ábyrgðarmaður:
Jón Helgason prentari.
Félagsprentsmiðjan.