Heimilisblaðið - 01.12.1915, Side 10
94
HEIMILISBLAÐID
Matthías sháld Jochumsson varð áttræð-
ur 11. nóvember og var þá mildð um dýrðir, sér-
staklega á Akureyri, þar seni skáldið dvelur.
Var honum þar haldið samsæti og heillaóska-
símskeytum hafði rigut yfir „skáldið af Guðs
náð“.
Það stóð til samtímis að afhjúpa stand-
mynd afMatthíasi, sem Akureyringar höfðu lát-
ið Ríkarð myndhöggvara Jónsson móta i leir,
þegar skáldið var hér syðra i vor. En myndin
þurfti auðvitað að leggja krók á hala sinn til Kaup-
mannahafnarogsat þar á áttræðisafmæli skáldsins.
Arthur litli: „Mig langar til að fá 1 pd
af stöngulberjum."
Ávaxtasalinn: Stöngulber eru ekki seld
eftir vikt, heldur eftir máli.“
Arthur litii: „Þá ætla eg að fá 1 meter
af stöngulberjum.“
þess, að allir, sem unna blaðinu fagni þvi, að
það „færir út kvíarnar“ til fullkomnunar og
fjölbreytni, enda þótt þá um leið sé auðvitað
óhjákvæmilegt að hækka verðið. En fáir munu
láta sig muna um 1 krónu á ári, eða sem næst
8 aurum á mánuði.
Þegar tillit er tekið til þess, hvað vandað er
að öllum frágangi blaðsins, og hve alt, sem að
blaðaútgáfu lítur, er nú dýrara en áður, sökum
stríðins, er Heimilisblaðið ódýrasta blaðið, sem
út er gefið í landinu.
Stefna blaðsins og innihald verður sama og
verið hefir, nema fjölbreyttara. En framvegis
verður blaðið þá 16 síður myndum skreytt og
kostar 2 krónur árgangurinn.
Ég óska svo öllum velunnurum blaðsins
gleðilegra jóla og heilla og hamingju á því ári,
sem í hönd fer og þakka hjartanlega sýnda
velvild á liðna árinu.
Reykjavik 6. deseraber lí)15.
Jón Helgason.
Helmlllsblaðið 1916.
í nóvemberblaðinu gat ég þess, að fram-
vegis mundi Heimilisblaðið flytja myndir. En
þá ekki gert ráð fyrir að blaðið stækkaði og
verðið þar af leiðandi breyttist.
Við nánari íhuggun hefi ég komist að
þeirri niðurstöðu, að breyta nú til og stækka
blaðið þannig, að út komi 16 síður á mánuði
í stað 8 nú og verðið hækkar upp í 2 krónur
árgangurinn. Ég hefi komist í gott samband
erlendis með myndir, en get sáralítið notað mér
þau sambönd, ef blaðið er aðeins 8 síður.
Það hefir og hvatt mig til að gera þessa
breytingu, að ýmsir styrktarmenn blaðsins út
um land hafa látið í ljós þá ósk, að blaðið
stækkaði og flytti myndir. Og þó ég hafi ekki
getað borið þessa breytingu undir álit kaupend-
anna, sem eg helzt hefði óskað, þá vænti ég
„Dýraverndarinn" talar máli dýranna.
Kemur _út 4 sinnum á ári, 16 siður í hvert
sinn. Árg. kostar 50 aura. Er með myndum.
Gerist kaupendur í dag. Afgreiðsla hjá
Jóh. Ögm. Oddssyni Laugaveg 63.
FAJíNET,
barnabók með myndum, 5hefti alls, kostar50a.
hvert. Ágæt barnabók. Fæst hjá öllum bóksölum.
Barnablaðið „Æskan“ kemur út i Reykja-
vík mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess
sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20.
Utg.: Aðalbjörn Stefáusson og Sigurj. Jónsson.
SKINFAXI, 16 síður á mánnuði. Flytur
myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvis-
um kaupendum „Þjóðfélagsfræði“, eftir
Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri: Jónas
Jónsson frá Hriflu.
Útgefandi og ábyrgðarmaður:
Jón Helgaaon prentari.
FélagsprentBmifijan.