Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1916, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1916, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ. 11 „Lozelle riddara“, endurtók pílagrimurinn. „Er það gildur maður, rjóður í andliti, með ör á enninu, sem ætíð ber svarta kápu yfir her- klæðum sínum ?“ „Það getur verið hann“. „Hann var ekki handtekinn, en hann heim- sótti Saladin í Damaskus, meðan ég lá þar í fjötrum, því ég sá liann þar tvisvar eða þrisvar sinnum, en hvaða erindi hann hafði veit ég ekki. Nokkru síðar fór hann burt úr borginni, og i Jaffa frjetti ég að hann hefði lagt af stað til Evrópu þrem mánuðum á undan mér“. Bræðurnir litu hvor á annan. Lozelle var þá í Englandi. Sir Andrew mótmælti þó ekki, en sagði aðeins: „Segðu mjer sögu þína en gættu þess vel að segja aðeins sannleikann“. „Hvaða ástæðu hefði ég til að segja annað, þar sem ég hefi ekkert leyndarmál“, svaraði Nikulás. „Eg var hertekinn af Aröbum þegar ég var á pílagrímsför til Jórdan, en þar sem þeir fundu ekkert fémælt í fórum minum, mundu þeir hafa drepið mig, hefðu ekki hermenn Sala- díns komið þar að, og krafist þess að þeir létu mig af hendi við þá. Arabarnir gengu að því, og fór jeg svo með hermönnunum til Damask- us. Þar var ég settur í fangelsi, þó ekki strax, og þá i millibilinu sá ég Lozelle, eða í það minnsta kristinn mann með svipuðu nafni, og þar sem hann virtist vera í miklum metum hjá Serkjum, bað ég hann að leggja mér liðsyrði við soldán. Siðan var ég færður fram fyrir soldán og hirð hans, og eftir það að soldán hafði spurt mig að ýmsu, sagði hann, að annað hvort yrði ég að tilbiðja falsspámanuinn eða deyja. Þér munuð geta getið yður til um svar mitt. Síðan var ég leiddur burt. og bjóst ég þá við dauða rnínum á hverri stundu. Þrem dögum síðar gerði Saladín mér orð að hann vildi gefa mér líf, ef ég vildi sverja þess eið; að koma þessari sendingu í hendur yðar, eða dóttur yð- ar Rósamundu, hérna í höll yðar í Essex, og flytja svar yðar aftur til Damaskus. En þar sem jeg vildi gjarnan lifa dálitið lengur, lofaði ég að gera það, ef hann gæfi mér drengskapar orð sitt, er hann aldrei rýfur, fyrir því, að mér yrði síðan veitt fult frelsi“. „En þar sem þú ert nú kominn heilu og höldnu til Englands, ætlar þú þá að snúa aftur til Damaskus með svarið, og þá hvers vegna?“ „Af tveim ástæðum, Sir Andrew. Fyrst og fremst af því, að ég hefi svarið það, og ég brýt ekki frekar orð mín en Saladin. í öðru lagi at því að mig langar til að lifa. En Sala- dín sór þess eið, að ryfi ég orð mín, skyldi ég verða drepinn hvar sem ég dveldi, sem ég veit að hann mundi framkvæma annað hvort með töfrum eða á annan hátt. Endir sögunnar er fljótsagður. Mér var afhent kistan, ásamt nóg- um peningum til ferðarinnar, fram og til baka og meira til. Síðan var mér fengið fylgdarlið til Joppe, og tók ég mér þar far með skipi sem var á leið til Italíu. Þegar þangað kom, hitti ég á annað skip „Maríu helgu1, er fór til Calais, komst ég með því þangað, en lá við skipbroti á leiðiuni. Þaðan fór ég til Dover með fiski- bát, og kom þangað fyrir viku, og þegar ég hafði keypt mér asna, slóst ég í för með öðr- um ferðamönnum, er ætluðu til Lundúnaborgar, og kem svo þaðan hingað“. „Og hvernig ætlar þú svo til baka?“ Pilagrímurinu ypti öxlum. „Svo fljótt sem hægt er, og hvernig sem best gengur. Er svar yðar tilbúið Sir Andrew?“ „Já það er hér,“ og hann rétti honum bók- fellsstrangann, sem Nikulás faldi í fellingunum á kápu sinni. Síðan bætti Sir Andrew við: „Þú segist ekkert vita um málefni það, sem þú átt svo mikinn þátt í?“ „Ekkert, eða réttara sagt aðeinsþetta: Einn af foringjunum sem fylgdu mér til Joppe sögðu mér, að meðal lærðra manna við hirð soldáns- ins hefði draumur einn, sem hann hefði dreymt þrisvar sinnum vakið mikla eftirtekt. Draumur þassi slóð í sambandi við konu eina er væri náskyld soldáni í aðra ætt, en ensk í hina, og að ferð mín stæði í sambandi við það mál. Nú sé ég að augu hinnar náðugu ungfrúar eru ein- kenniiega Iík augum Saladins soldáns". „Þú virðist sjá sitt at hverju, Nikulás“. „Veslings pílagrímur, sem óskar að frelsa líf sitt, verður að hafa opin augun. Nú hefi ég etið og er þreyttur. Er hér ekkert rúm sem ég get fengið að sofa i, því ég verð að leggja at stað i dögun, því sá sem er i þjónustu Sala-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.