Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1916, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.01.1916, Qupperneq 10
8 HEIMILISBLAÐIÐ tækt — þvi eg hefi glatað barninu úr sálu minni. Sú þjóð hlýtur að lenda í örvinglun og algerðu vonleysi, sem ekki trúir á sigur og mátt hins góða og himneska sælu að loknum jarðneskum þrautum og stríði. — Að vona — þegar öll sund virðast lokuð — hver getur það nema sá sem trúir? Er ekki hin daglega vinna kvöl og þraut — er ekki alt lífið — sorgir og gleði — tilgangslaust, ef maður ekki trúir á lifandi persónulegan Guð, sem leiði alt í rétta höfn um síðir. Synir Frakklands lauga nú landið í blóði sínu. — Tárastraumar fossa eftir kinnum feðr- anna og mæðranna. — Gamla konan frá Bre- tagne, sem misti alla syni sína og hefir grátið sig blinda — hún biður — — eg efast — —. — Nú, sá vinnur í þessari ógnarlegu heims- styrjöld, sem ber barnslegt traust til handleiðslu Guðs, — sem felur Guði sittj ráð. — Meðan frakkneska þjóðin var trúuð þjóð, þá var hún þróttmikil og sterk. Hvernig er nú ástatt á Frakklandi? Undir Guðs föðurhandleiðslu er Frakklandi borgið — aðeins undir hans hand- leiðslu! — Grundiruar eru þaktar likum — já, löndin, ríkin eru þakin líkum, — hversu erfitt er það ekki að ganga um þennan alþjóða kirkju- garð og vera Guðsafneitari. Eg hefi svikið sjálfan mig — og yður! alla, sem lesið hafa bækur mínar og sungið söngva mina. Hið sjálfsþóttafulla líf mitt er nú sem vond- ur draumur, er fer mér eigi úr augsýn. Eg sé dauðann alt í kring um mig og eg hrópa og kalla svo sem eg má : Hinar vopnuðu hendur valdadauða! Hinar uppréttu, biðjandi hendur skapa líf. — — — (Þýtt úr „Dimmalœttingu.) Óskandi væri að við Islendingar þyrftum ekki að láta neinar hörmungar knýja oss til þess að verða trúuð þjóð. Þjóðskáldið okk- ar góða segir: „Án lifandi trúar er þjóð hver dauð“. (Niðurl.) Næstu tvo daga leit út fyrir, að honum mundi batna, en svo fór útlitið að versna allur. Mer- lier sá nú, sumpart af því hann varð æ veikari og veikari, — og sumpart af því hvernig lækn- arnir töluðu um hann og við hann, að ham> ætti ekki langt eftir ólifað. Hann vildi sjá soi> sinn og kyssa hann, áður en hann dæi. Hing- að til hafði hann ekki viljað láta hann vita un> líðan sína, til þess að hryggja hann ekki; en nú varð ekki komist hjá því. Hann bað for- ingja, sem var við sömu herdeild og hann, að- koma til sín. Lavoine foringi var sannur her- maður, mikill ákafamaður í vináttu og herskyldu- rækni. Þá er hann sat við höfðalag Merliers,- sagði Merlier við hann: „Heyrðu hvað eg hefi að segja þér, vinur minn! Eg á son, sem gengur á skóla hér r París; hann er 10 ára gamall. Konan min dó- á unga aldri; þá var hann nokkurra mánaðar svo að hann hefir aldrei átt miklu eftirlæti að- fagna. Hann er vaskur drenghnokki, og eg þori* að fullyrða, að einhvern tíina muni verða mað- ur úr honum. Eg fel þér á hendur uppeldi hans. Eg bið þig að segja honum, að mér hafi þótt vænt um hann, og svo munt þú gera svo vel að gæla þeirra skildinga, sem eg læt eftir mig handa honum. Eg get áreiðanlega reitt mig á þig, Lavoine? Foringinn, sem sat með tárvot augu, þrýsti* hönd Merliers. Hinn deyjandi maður brosti og. sagði: „Þakka þér fyrir, vinur minn“. Merlier veiktist æ meir og meir, með hverri stund sem leið, og næsta dag beiddist hann* þess, að litli Georges sonur hans yrði sóttur. Aunúngja drengurinn var mjög hrærður, er hann var leiddur inn í salinn, fullan af deyj-- andi mönnum; hann var fölur sem nár, sorg- bitinn og út úr andliti hans skein athyglið og góðlyndið. Faðirinn kysti hann ogsagði: „Heyrðu, góðií

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.