Heimilisblaðið - 01.01.1916, Qupperneq 15
HEIMILISBLAÐIÐ.
13
lcekur og blöð.
Barnasögur frú Torfhildar Þ. Hólm eru
nýútkomnar. Þær voru prentaðar fyrst 1890
og eru fyrir löngu uppseldar. Þær voru seldar
hér í Reykjavík fyrir jólin og seldust vel. Enda
óefað beztu barnasögur, sem völ er á. — —
Utsölumenn Heimilisblaðsins eru beðnir að
taka kverið til útsölu gegn sanngjörnum ómaks-
launum, og láta þá útgefanda blaðsins vita, hve
mörg eintök þeir óska sér send. Kverið kostar
35 aura í kápu og 50 aura í bandi, þrjár 16
síðu arkir í meðalstóru broti.
Dýraverndarinn. 1. tölublað af öðrum árg.
er komið út. Ljómandi fallegt blað með mynd-
um og hver greinin annari betri. Það er þarft
blað og þó ódýrt og ætti sem víðast að vera
keypt. — Þeir aurar, sem varið er fyrir góð
blöð og bækur, gefa margfalda vexti í hinu
andlega lífi þjóðarinnar.
Dönsku sunnudagaskólabörnín hafa nú
sem fyr sent íslenzku börnunum jólakveðju
með fallegum sögum og myndum. Þar er m. a.
falleg saga eftir frú Guðrúnu Lárusdóttur.
Islenzku börnin sendu aftur mynd af Islandi
og miðnætursól eftir Samúel Eggertsson.
Gott væri ef þessar hlýju vinarkveðjur
geymdust beggja megin hafsins til fullorðins
áranna. Og óskandi er að þá verði ekki múr-
garður misskilnings og ímyndaðs þjóðahaturs
svo hár orðinn, að ekki komist yfir hann end-
urminningin um „vinakveðjurnar“ frá barns-
árunum.
Skuggsjá.
Sjötta hvert ár er Eiffelturninn málaður.
Kostar vanalega 5 mannslíf í hvert skifti.
í Frakklandi eru 11,315,000 fjölskyldur, þar
af eru 1,804,720 barnlausar.
Á friðarlímum, eykst fólkstala á Rússlandi
um % miljón árlega.
Lengst allra páfa hefir Píus IX. setið á páfa-
stóli, frá 1846—1878; alls í 32 ár.
Það hefir komið fram við fornrannsóknir í
Egyptalandi, að falsað hár og tennur hefir þekst
og verið „í móð“ fullum 5000 árum fyrir vort
tímatal.
Innan vébanda hins mikla Bretaveldis eru
270 kirkjudeildir og sértrúarílokkar.
I hitabeltinu er fjöldi frjósamra eyja. Hin
ríkasta allra þeirra er eyjan Ný-Guinea.
Svíþjóð er skógmesta land í Evrópu. Alls
er 52% af landinu skógi þakið. Næst kemur
Rússland með 41%, þá Þýskaland með26%og
Noregur með 22%. Island er liklega aftarlega
í röðinni.
I bænum Quito í Ecuador-ríkinu i Suður-
Ameriku, sem liggur við miðjarðarlínu, kemur
sólin upp allan ársins hring stundvíslega klukk-
an 6 á morgnana og gengur undir stundvís-
lega klukkan 6 á kvöldin.
Það hefir snemma verið tízka að fylla
(plombere) tennur með gulli. í líkamaleifum
þeim, sem komið hafa upp við rannsókn borg-
arinnar Pompeji, hafa fundist gullfyltar tennur.
Slangan getur verið lengur án matar en
nokkurt annað dýr. Menn hafa veitt því eftir-
tekt að slöngur, sem hafa verið undir varð-
veizlu hafa verið án matar í 21 mánuð.
Árið 1914 voru veðsettir í París 60,000
trúlofunarhringir. — Einhver hefir átt erfitt með
aura! —
Pálmategund ein vex á eynni Ceylon, sem
verður 30 m. á hæð, og blöðin eru svo stór, að
20 manns geta hæglega rúmast undir einu blaði.