Heimilisblaðið - 01.05.1916, Side 7
HEIMILISBLAÐIÐ
71
^faT=E^E^3ETSEf3E^gfa=T=jt=T=A=T=gFl5f5gTSt=f5:Ef3t=
]
1
S r œ ð u r n i r.
Eftir
ii^V3EfEEir5i Rider Haggard.
[Frh.]
Tæpum tíu nu'nútum síðar kastaði bálið óvið-
felldum bjarma yfir þakið á Steaple kirkju, og
gerði öllum nágrönnum aðvart að aðstoðar
þeirra væri þörf. Svo vopnuðu sig allir vopn-
færir menn á Steaple, söðluðu alla þá hesta er
þeir höfðu og þar á meðal þá þrjá er kaup-
maðurinn Georgios hafði skilið eftir,. og allir
sem gátu, fyrir timburmönnum og öðrum drykkju-
eflirköstum, söfnuðust saman í garðinum. En
flýtir þeirra gagnaði ekki neitt, því nú var tungl-
ið gengið undir, og nóttin svo niðdimm að varla
sást handaskil og þar á ofan féll snjórinn með
ákafa. Menn urðu því að bíða birtunnar, full-
ir sorgar og gremju, og böðuðu brennheit enn-
in með snjó og is.
Loks Ijómaði dagur, og við hina fyrstu skímu
sást fjöldi fólks ríðandi og gangandi brjótast
áfram gegnum snjóinn. Menn hrópuðu bver
til annars til þess að fá fregnir af hinum hræði-
lega atburði er gerst hafði á Steaple.
Það barst brátt mann frá manni fregnin um
það, að Sir Andrew hafði verið drepinn af
•heiðingjum er rænt hefðu Rósamundu, meðan
allir sem tekið höfðu þátt í veislunni hefðu legið
meðvitundarlausir af svæfandi víni, er maður
æinn í kaupmannsgerfi hafði veitt þeim.
Óðar en leitarbjart var orðið lögðu hér um
bil 30 manns af stað, þó enginn vissi hvert halda
skyldi, því fent hafði í spor óvinanna.
„Eitt er víst“, sagði Godvin „að sjóleiðina
bafa þeir komið“.
„Já, og lent hér í nánd“, ansaði Wulf. „Því
hefðu þeir þurft langt að ganga hefðu þeir tekið
hestana með sér, og sömuleiðis átt á liættu að
villast í dimmunni. Niður að lendingunni! Við
skulum athuga lendinguna hjá Steaple!“
Þeir riðu síðan þvert yfir akrana niður að
vikinni er lá þar skamt frá. Fyrst gátu þeir
ekkert fundið athugavert, því landgöngubryggjan
var þakin snjó, en alt í einu kom maður með'
þá fregn, að búið væri að brjóta upp skrána á
búsi því er bræðurnir geymdu bátinn sinn í, og
búið væri að taka bátinn“.
„Hann var alt of lítill, hann rúmaði ekki
nema sex menn“, hrópaði þá einhver. „Svo
stór hópur gat ekki haft rúm í honum“.
„Heimskinginn þinn“, svaraði enn annar, „þeir
gátu- haft fleiri báta“.
Þeir rannsökuðu nú jarðveginn á ný og
fundu þá undir hríminu rák eftir framstefni á
bát, og skamt frá holu eftir hæl, sem hann hafði
verið bundinn við, það virtistþví augljóst hvert
þau hefðu haldið, en svo fundu þeir nokkuð,
sem tók af allan efa. Wulf sá í dimmunni
eitthvað glitra í snjónum, og tók einn leitar-
mannanna það upp og rétti honum.
„Þetta sýndist mér“, sagði Wulf með djúpri
rödd. „Það er bútur af gullsaumuðu slæðunni
sem eg gaf Rósamundu i jólagjöf. Hún hefir
rifið það af og skilið það hér eftir til þess að
vísa okkur leið. Höldum til altaris St. Péturs!
Til St. Péturs — — segi eg, þar hlýtur bátur-
inn eða skipið að fara framhjá. og verið getur,
að þeir séu ekki komnir út á rúmsjó vegna
dimmunnar.11
Þeir snéru svo við og þeir sem voru ríðandi
riðu gegnum Steaple, St. Lawrence og Brad-
well en þeir sem voru fótgangandi rannsökuðu
strandlengjuna og fjöruna. Riddaraskarinn með
Godvin og Wulf í broddi fylkingar jókst óðum‘
því allir er sjeð höfðu bálið á Sleaple kirkju
eða heyrt fregnina af munni sendimanna,
komu, og voru þar saman komnir riddarar,
skjaldsveinar og bændur, já, jafnvel munkarnir
í Stangate klaustri og kaupmenn frá Southminster
slóust i förina.
Þeir riðu svo hratt sem hægt var, en það
var seinfarið vegna fannfergjunnar og vegurinn
langur. Það var því liðin heil stund er þeir
höfðu Bradwell að baki sér og þó var hálf míla
enn til altaris St. Péturs. Það hætti nú alt í
einu að fenna, en veður tók að hvessa af norðri
og greiddi þá dálítið úr þokunni. Þeir flýttu
nú ferðinni eftir föngum uns þeir komu að gamla
turninum, þar stönsuðu þeir og stigu af hest-
um sínum og biðu þess að birti til.