Heimilisblaðið - 01.05.1916, Page 11
HEIMILISBLAÐIÐ
75
„Vegna þess“ , svaraðikaupmaðurinn og horfði
á þá rannsakandi, það flestir menn hafi mætur
á lifi sínu, en þessi maður er höfðingi töfranna
og dauðans. Marga undarlega hluti er að sjá
í höll hans, og umhverfis hana eru óviðjafnan-
lega fagrir skemtigarðar, og byggja þá, fagrar
konur, sem eru illir andar er steypa sálurn
manna í glötun. Gamli maðurinn í fjöllunum
er líka svo voldugur og mikill morðingi, að allir
höfðingjar Austurlanda óttast hann, því segi
hann aðeins eitt orð við Fadija eða böðla sína,
er hann laus við hvern sem hann hatar. Ungu
menn, mér líst vel á yður og aðvara yður því.
Hér á Sýrlandi sér maður rnargt óvanalegt, en
forðist það sem fram fer í Masyaf ef þið óskið
eftir að sjá aftur æskustöðvar ykkar“.
„Ottist ekki“, svaraði Godvin. „Við komum
hingað til þess að heimsækja hina heilögu staði
en e«ki til þess að verða illir andar“.
„En“, hætti Wulf við, „þó er þetta land þess
vert, að heimsækja það“.
Það komu nú bátar frá landi til þess að
bjóða þá velkomna, því Beirut var á þeim tíma
i höndum Frakka, og í hávaðanum og þrönginni
mistu þeir sjónir af Tómasi kaupmanni, enda
leituðu þeir ekki að honurn, því þeir töldu það
óheppilegt að vera altof forvitnir eftir upplýsing-
um um Sheik Al-é-bal. Það hefði líka verið
árangurslaust að leita að honum, því kaupmað-
urinn hafði lagt frá skipinu tveim stundum áður
en þeir fengu leyfi til að yfirgefa skipið, því
haun hafði leynst burt aleinn í sérstökum bát.
Loks stóðu þeir nú í hinum margbreytilega
fjölda austurlandahúa á bryggjunni, og voru að
hugsa um, hvar þeir gætu fengið rólegt gistihús
fyrir sanngjarnt ’verð, því þeir vildu ógjarnan
vera skoðaðir sem menn af háum stigum. Þar
sem þeir voru á reiki kom til þeirra há kona,
með blæju fyrir andliti, og höfðu þeir áður veitt
því eftirtekt að hún veitti þeim athygli mikla.
Henni fylgdi eftir maður með asna í togi. Þessi
maður greip umsvifalaust farangur þeirra, og með
aðstoð þeirra er stóðu umhverfis, batt hann það
.á asnann i skyndi. Þegar þeir ætluðu að banna
honum það benti hann á konuna með blæjunni
er stóð þar hjá.
„Fyrirgefið“ — sagði Godvin loks á frönsku
„en þessi rnaður —“.
„Flytur farangur yðar til gistihúss míns. Það
er ódýrt, þægilegt og rólegt, einmitt það sem
ég heyrði yður óska eftir rétt áðan, eða skjátlast
mér?“ svaraði hún á ágætri frönsku með að-
laðandi rödd.
Þeir litn hvor framan í annan, og þeir báru
ráð sín saman um það hvað gera skyldi.
Þeim kom saman um að varasamt gæti verið,
svona umsvifalaust, að gefa sig á vald ókunnrar
konu, en þegar þeir gættu að, var maðurinn með
asnann farinn af stað.
„Eg er hrædd um að það sé nú em seinan
að segja nei“, sagði hún hlæjandi, „svo að
þér verðið fyrst um sinn að láta yður lyndaað
búa hjá mér, ef þér viljið ekki missa farangur
yðar. Komið, eltir svo langa ferð hafið þér
þörf fyrir bað og eilthvað að éta. Fylgið mér
herrar mínir“.
Hún gekk síðan gegnum mannfjöldann er
vék úr vegi fyrir henni, að súlu einni þar skamt
frá, er múldýr var bundið við. Hún leysti þuð
og hljóp hjálparlaust í söðulinn og reið af stað,
en leit öðru hverju aftur til þess að ganga úr
skugga um, að hinir tveir ungu menn fylgdust
með.
„Mér þætti fróðlegt að vita hvert við kom-
umst“, sagði Godvin er þeir þrömmuðu gegn-
um hinar sendnu götur Beinets í brennandi sól-
arhita.
„Það er ekki gott að vita, þegar ókunn kona
er leiðlogi vor“, svaraði Wulf hlæjandi.
Loks reið konan inn um hlið á háum múr-
vegg er bygður var af brendum tígulsteini,
og stansaði þar við dyrnar á háu húsi. Um-
hverfis þ8ð var garður er gróðursett voru í
móber-, appelsínu- og önnur ávaxta tré er þeim
voru ókunn. Húsið lá i útjaðri borgarinnar.
Þar steig konan af baki og fékk múldýrið í
hendur núbiskum manni er beið þar. I skjótri
svipan brá hún af sér blæjunni, og snéri sér
að bræðrunum, eins og til þess að gefa þeim
tækifæri til þess að dáðst að fegurð hennar. Og
hún var sannarlega fögur með sínar yndislegu.